13.11.2009 | 22:43
Leðurjakkarnir hans Jóns Ásgeirs,
Þetta geta orðið hin skemmtilegustu uppboð.
Eigur Madoffs seldar hæstbjóðanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2009 | 22:31
Gott mál.
Ég held að Kínverski drekinn sé hægt, en örugglega að skríða úr hýði sínu.
Kínverjar leiða aðgerðir gegn sjóræningjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2009 | 00:52
Utan marka réttlætis
Það hefur ekkert breyst síðan þá, nema til hins verra. Ég held að allir sem koma að barnarverndarmálum ættu að lesa þessa bók. Einnig held ég að barnaverndar fólk ætti að hlusta á fólk eins og það sem er fórnarlömb barnaverndar nefnda fyrri ára.
Í þessu máli er búið að vinna þvílíkt tjón á ungum dreng, að óvíst er að nokkru sinni grói um heilt.
Einnig lýsir það ábyrgðar og áhugaleysi þess fólks sem með barnavernd fer, að ráðist var á þessa fjölskyldu, þegar hún var hvað veikust fyrir. Að vinna úr sínum vanda, og loksins farin að sjá til lands, þá kom óhræsis barnaverndarnefndin, og eyðilagði allt, eins og hennar er von og vísa.
Einnig er það athyglisvert, að yfirvöld voru tilbúin til að greiða margfalt meðlag til fósturforeldra fyrir að hafa barnið, og sundra þar með fjölskyldu og öllu lífi þess.
Hvað voru yfirvöld tilbúin til að gera til að hjálpa og styðja fjölskyldu barnsins, sem hefur átt við mikla erfiðleika að etja ?.
Ákvæðum laga ekki fylgt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2009 | 00:39
Kunna blaðamenn ekki málfræði ?
http://www.dv.is/frettir/2009/11/11/aevintyri-i-obyggdum-rak-burt-isjaka/
Stundum sér maður innsláttarvillur og stafsetningarvillur, en þetta er það skrýtnasa, sem ég hef séð:
,,Sautján ára piltur var hætt komin á dögunum þegar hann var á ísbjarnaveiðum ásamt frænda sínum á heimskautasvæði Kanada. Pilturinn, sem er sautján ára, varð viðskila við frænda sinn þegar þeir voru staddir um sautján kílómetrum frá smáþorpinu Coral Harbour.
Frændurnir voru á vélsleða en svo óheppilega vildi til að hann bilaði. Þar sem mennirnir voru símalausir ákváðu þeir að ganga sem leið lá í þorpið. Þeir urðu þó viðskila við hvorn annan og rak þeim yngri burt á ísjaka. Tilkynnt var um hvarf þeirra seint á laugardag en frændi piltsins fannst heill á húfi á sunnudagsmorgunn.
Óhætt er að segja að saga yngri piltsins sé lyginni líkust enda hafði honum rekið burt á ísjaka á svæði sem er mjög erfitt yfirferðar fyrir björgunarsveitamenn. Pilturinn komst meðal annars í návígi við svangan ísbjörn sem var með þremur húnum. Þurfti pilturinn að skjóta ísbjörninn til að forðast það að vera étinn.
Það var svo þegar farið var að kvölda á sunnudag að flugmaður lítillar flugvélar kom auga á piltinn þar sem hann var á ísjakanum. Hann missti þó sjónar af honum skömmu síðar. Á mánudagsmorgunn fannst hann hinsvegar aftur og hafði honum þá rekið um 32 kílómetra leið frá staðnum þar sem vélsleðinn fannst. Tveir björgunarsveitarmenn náðu í piltinn með því að stökkva úr flugvél í fallhlífum. Pilturinn þjáðist af ofkælingu þegar hann fannst en læknar búast við því að hann nái sér að fullu"
Þetta var á DV.is, einkennilega farið með beygingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2009 | 12:42
Kennsla í vanvirðingu á lögum í Reykvískum skóla !
Skemmtileg frétt í hádeginu, vakti mig til umhugsunar.
Í síðasta mánuði fóru börn úr þriðja bekk í heimsókn í Alþingishúsið til að læra dulítið um löggjafarþing og virðingu fyrir lögum. Þar var fram borið, og samþykkt með miklum meirihluta ,,Piparkökulög"
Frumvarp til laga
um piparkökugerð.
(Lagt fyrir Barnaþing á 1. löggjafarþingi 20092010.)
1. gr.
Markmið.
Markmið laga þessara er að tryggja að piparkökur verði ávallt gerðar úr fyrsta flokks hráefni, bragðist æðislega vel og að piparkökugerðarmennirnir vandi sig ákaflega við gerð þeirra.
2. gr.
Innihald
Til þess að tryggja að piparkökurnar séu gómsætar þurfa þær að innihalda: 1,7 kg hveiti, 830 g sykur, 600 g smjörlíki, 3 ¼ dl mjólk, 3 ¼ dl dökku sírópi, 30 g matarsóta, 15 g kanil, 1 tsk pipar og 6 g negul. Úr þessu verður heill hellingur af piparkökum en ef gera á meira eða minna er best að notast við þessi hlutföll.
3. gr.
Óleyfileg efni
Bannað er með öllu að notast við einhver hollustuefni eins og t.d. sojamjólk eða annan sykur en hvítan sykur nema menn séu með ofnæmi.
Heilbrigðismálaráðherra hefur ekkert með málefni piparkaka að gera. Gleðimálaráðherra setur nánari reglur um óleyfileg efni.
4. gr.
Tíðni og magn framboðinna piparkaka
Piparkökustofnun undir gleðimálaráðherra sér til þess að eftir þessum lögum verði bakaðar piparkökur handa öllum börnum á aldrinum 2-12 ára mánaðarlega.
Piparkökueftirlitsmenn sjá til þess að hvert barn fái í það minnsta 12 piparkökur á mánuði.
5. gr.
Piparkökugerð í heimahúsi
Leyfilegt er að baka piparkökur í heimahúsi ef notast er við viðurkenndar svuntur. Þessar svuntur mega t.d. ekki vera rifnar.
6. gr.
Brot á piparkökulögum
Brot á lögum þessum getur varðað bann við sjónvarpsglápi og tölvuleikjaspili í allt að viku.
Samþykkt á Alþingi með meirihluta atkvæða af börnum í 3. bekk í Hlíðaskjóli
27. október 2009
Sjá einnig hér: http://www.kampur.is/Hlidaskjol/article.aspx?catID=3326&ArtId=16797
Skemmst er frá því að segja, að í hádeginu í dag, var talað við yfirmann frístundaheimilisins, þar sem hún lýsti því yfir hlægjandi, aðekki yrði farið eftir þessum lögum þar á bæ, við piparkökubakstur fyrir þessi jól. Enda aðeins notað Spelti og Sojamjólk.
Seinna í vikunni verður þessu fylgt eftir með heimsókn í Umferðarstofu, þar sem umferðalögin verða kynnt fyrir ungviðinu. Börnunum verður sagt frá mikilvægi umferðarlaga, og hvers vegna þau eru.
Síðan verða þau keyrð heim í sætisbeltalausri rútu frá Óla Ket, og passað að aka alltaf yfir hámarkshraða, og yfir á rauðu ljósi.
Fararstjóri verður hlægjandi leiðbeinandi frá Hlíðarskjóli.
10.11.2009 | 00:27
Þóttist stjórna Íslenskum vogunarsjóði !!
Þóttist stjórna íslenskum vogunarsjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2009 | 00:10
Hamraborgar hjónin ??
Kærð fyrir kynlífsóhljóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2009 | 23:41
Sveitavargurinn !
Fjöldahandtaka á Hvolsvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.11.2009 | 18:45
Sópa undir teppið.
Það er skítalykt af þessu !
Skýrslu frestað að ósk Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2009 | 19:40
Sviðalappir í Aberdeen ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)