Kennsla í vanvirðingu á lögum í Reykvískum skóla !

Skemmtileg frétt í hádeginu, vakti mig til umhugsunar.
Í síðasta mánuði fóru börn úr þriðja bekk í heimsókn í Alþingishúsið til að læra dulítið um löggjafarþing og virðingu fyrir lögum. Þar var fram borið, og samþykkt með miklum meirihluta ,,Piparkökulög"


Frumvarp til laga
um piparkökugerð.

(Lagt fyrir Barnaþing á 1. löggjafarþingi 2009–2010.)


1. gr.
Markmið.
Markmið laga þessara er að tryggja að piparkökur verði ávallt gerðar úr fyrsta flokks hráefni, bragðist æðislega vel og að piparkökugerðarmennirnir vandi sig ákaflega við gerð þeirra.

2. gr.
Innihald
Til þess að tryggja að piparkökurnar séu gómsætar þurfa þær að innihalda: 1,7 kg hveiti, 830 g sykur, 600 g smjörlíki, 3 ¼ dl mjólk, 3 ¼ dl dökku sírópi, 30 g matarsóta, 15 g kanil, 1 tsk pipar og 6 g negul. Úr þessu verður heill hellingur af piparkökum en ef gera á meira eða minna er best að notast við þessi hlutföll.

3. gr.
Óleyfileg efni
Bannað er með öllu að notast við einhver hollustuefni eins og t.d. sojamjólk eða annan sykur en hvítan sykur nema menn séu með ofnæmi.
Heilbrigðismálaráðherra hefur ekkert með málefni piparkaka að gera. Gleðimálaráðherra setur nánari reglur um óleyfileg efni.

4. gr.
Tíðni og magn framboðinna piparkaka
Piparkökustofnun – undir gleðimálaráðherra – sér til þess að eftir þessum lögum verði bakaðar piparkökur handa öllum börnum á aldrinum 2-12 ára mánaðarlega.
Piparkökueftirlitsmenn sjá til þess að hvert barn fái í það minnsta 12 piparkökur á mánuði.

5. gr.
Piparkökugerð í heimahúsi
Leyfilegt er að baka piparkökur í heimahúsi ef notast er við viðurkenndar svuntur. Þessar svuntur mega t.d. ekki vera rifnar.

6. gr.
Brot á piparkökulögum
Brot á lögum þessum getur varðað bann við sjónvarpsglápi og tölvuleikjaspili í allt að viku.



Samþykkt á Alþingi með meirihluta atkvæða af börnum í 3. bekk í Hlíðaskjóli
27. október 2009

Sjá einnig hér: http://www.kampur.is/Hlidaskjol/article.aspx?catID=3326&ArtId=16797

Skemmst er frá því að segja, að í hádeginu í dag, var talað við yfirmann frístundaheimilisins, þar sem hún lýsti því yfir hlægjandi, aðekki yrði farið eftir þessum lögum þar á bæ, við piparkökubakstur fyrir þessi jól. Enda aðeins notað Spelti og Sojamjólk.

Seinna í vikunni verður þessu fylgt eftir með heimsókn í Umferðarstofu, þar sem umferðalögin verða kynnt fyrir ungviðinu. Börnunum verður sagt frá mikilvægi umferðarlaga, og hvers vegna þau eru.

Síðan verða þau keyrð heim í sætisbeltalausri rútu frá Óla Ket, og passað að aka alltaf yfir hámarkshraða, og yfir á rauðu ljósi.

Fararstjóri verður hlægjandi leiðbeinandi frá Hlíðarskjóli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband