Bláfjöll/Kerlingafjöll

Fyrir tuttugu árum hafði ég það starf að aka fólki á skíði í Bláfjöll, þá var nú gaman. Nægur snjór í amk. fimm mánuði á ári. En nú er öldin önnur. Vegna hlýnunar jarðar, hefur ekki verið hægt að halda opnu í Bláfjöllum nema örfáa daga/vikur á ári síðustu ár. Heyrst hefur að kaupa eigi snjóvélar til að auka snjómagn, en til að hægt sé að nota þær þarf frost, og þá komum við aftur að þessu með hlýnun jarðar. Jafnvel hafa einhver gáfumenni stungið uppá að byggja yfir brekkurnar, eins og í Saudi Arabíu, fyrir miljarða.

Til er lausn, sem ég held að myndi duga í einhverja áratugi, og myndi þar að auki hafa áhrif til framfara víðar en í skíðaíþróttinni.

Færum skíðamannvirkin í Kerlingafjöll !

Þar er nóg af snó, amk sex mánuði á ári. Til að slíkt sé fýsilegt þarf að byggja almennilegan veg yfir Kjöl, sú umræða hefur þegar átt sér stað, og ég tel það aðeins tímaspursmál hvenær hann verður byggður, þessi hugmynd er enn ein rök fyri byggingu hans. Staðarhaldarar í Kerlingafjöllum myndu svo gera færan veg frá Kjalvegi uppí fjöllin. Kerlingafjöll eru í aðeins 2ja og hálfs til 3ja tíma fjarlægð frá Reykjavík, á góðum vegi.

Í hálendismiðstöðinni í Kerlingafjöllum er allt sem eitt skíðasvæði þarf;

Jarðhiti er nægur til að hita hús og hótel sem byggð yrðu í framhaldinu, og jafnvel sundlaugar ef því væri að skifta.
Nú þegar er vatnsaflsvirkjun á svæðinu, svo að líklegast yrði það sjálfbært hvað varðar raforku.
Aðgangur að hálendinu er ótakmarkaður, þannig að jeppa og vélsleðaeigendur hefðu enga ástæðu til að leika sér í skíðabrekkunum, en það ku vera vandamál í Bláfjöllum..
Útsýni til allra átta er eitt hið fegursta í heiminum, og bara það eitt myndi laða að þúsundir ferðamanna ár hvert, innlenda sem erlenda.

Það sem myndi fylgja á eftir, þegar góður vegur yrði yfir Kjöl, yrði til mikilla hagsbóta fyrir alla:
Styttri vegalengd milli landshluta, Hveravellir gætu kannski orðið að alvöru náttúruvætti, með þjónustu árið um kring. Og allur aðgangur að Langjökli yrði betri, til hagsbóta fyrir ferðaþjónustu þar.

Í stað þess að flengjast til Evrópu í snjólitlar skíðabrekkur þar, gæti fólk farið í helgarferð í Kerlingarfjöll, eða Hveravelli, og í stað þess að Íslendingar færu til útlanda á skíði, flykktust útlendingar til Íslands á skíði, í fegurstu skíðaparadís Evrópu.


mbl.is Bláfjallarekstur verði boðinn út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já en hvað með veðrið? 

Gæti orðið mikið fjör á Kjalveginum.

En hvað með starfsemina sem þarna var? Hvers vegna lagðist hún niður? 

Jóhann (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 10:48

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Börkur,

Það eru fleiri möguleikar í stöðunni sem vert er að skoða eins og þessi lausn hér sem fjallar

um "Nýjar byltingakenndar hugmyndir og hvernig á að breytum vinsælustu ferðamannaleið landsins"

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922/

og svo má líka leggja lest eins og þessi hugmynd sýnir:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/

Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir suðvesturhorn landsins.

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Reykjanes, Gullna hringinn og Suðurland

Kjartan

WWW.PHOTO.IS

p.s. það vill svo til að Geitlandsjökull hefur verið notaður til skíðaiðkana með góðum árangri hér áður fyrr. Þarna er einnig svæði á milli jökla sem virkar eins og snjókista sem snýr ekki beint á móti suðri og getur því haldið snjónum mun lengur. einnig er auðvelt að setja upp orkuver sem hefði mikið umfram vatn sem þyrfti að losna við og væri þá hægt að nota það á til að drífa snjóvélar!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.2.2008 kl. 10:55

3 identicon

Hvar eru þessi Kerlingafjöll? Flestir setja aksturinn fyrir sig ef hann er orðin lengri en klukkustund. Það er að minnsta kosti reynslan héðan úr Ölpunum. Frá höfuðborgarsvæðinu að Kerlingarfjöllum á Kili er um fjögurra klukkustunda akstur miðað við núverandi vegakerfi. Bláfjöllin eru ágæt þótt brekkurnar séu stuttar og lausnin er snjóframleiðsla.

Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 11:39

4 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Starfsemin sem var þarna var sumar skíðaskóli, vegna hlýnunar jarðar lagðist skíðaiðkun að sumri af, en ennþá er nægur snjór á veturna. Það hefur ekki verið nein alvöru starfsemi þarna á vetrum vegna þess að ekki eru neinir vetrarvegir þarna uppeftir.

Kjartan, alveg rétt, auðvitað er einn möguleiki að flytja starfsemi Bláfjalla uppá Langjökul, eða Geitlandsjökul, eins og þú nefnir, og gera almennilegann veg yfir Kaldadal, og þaðan á skíðasvæðin.

En er það nógu langt inn í landið ?, Þarf ekki að fara enn lengra inn í landið vegna bráðnunar jökla ?.

Börkur Hrólfsson, 16.2.2008 kl. 11:49

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Til að framleiða snjó, þá þarf gríðarlega mikið magn af vatni og mér vitanlega þá liggur það ekki alveg á lausu upp í Bláfjöllum nema þá að bora fyrir því.

Það eru aðallega tvær ástæður fyrir því að það eru jöklar þar sem Þórisjökull og Geitlandsjökull eru nú.

1) Mikil hæð á svæðinu. Eða allt upp í 1300 metrar.

Þetta þýðir að það er hægt að renna sér niður úr ca. 1300 metra hæð niður 6-700 metra hæð sem gefur hæðamismun upp á 6-700 metra og brekkur sem eru 5 - 10 km langar til að renna sér niður - ALLT ÁRIÐ!

Í Skálafelli er verið að renna sér úr 600 metrum niður í 400 metra sem er ca. 200 metra hæðamunur og í Bláfjöllum er verið að renna sér úr 610 metrum niður í 450 metra sem er ca. 160 metrar hæðamunur!

2) Mikil ofankoma er á svæðinu og í þessari hæð, þá er um snjó að ræða og er snjómagnið á milli 10 - 20 metrar sem koma þarna niður á einum vetri. Þann snjó sem upp á vantar neðarlega í svæðið mætti framleiða með snjóvélum og væri þá hægt að halda svæðinu opnu nánast allt árið.

Þetta svæði er af svipaðri hæð og jafnvel hærra en Kerlingafjöll og möguleikar á brekkum mun meiri og svo er svæðið aðeins 99 km frá RVK.

Svo má ekki gleyma einu, en það er háhitasvæði við Presthnjúka sem myndi gera svona framkvæmd gerlega :)

Fyrir þá sem vilja kynna sér hvernig snjóvélar virkar, þá má lesa nánar um það hér:

http://www.arecosnow.com/page.aspx?PageID=51&Subs=51

Ekki gleyma að lesa hvað þarf mikið magn af vatni - sem er það sama og menn eiga í vandræðum með að losna við eins og við Hellisheiðarvirkjun!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.2.2008 kl. 13:26

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Veður ekki vandamál á Íslandi, en þeir sem til þekkja, vita að það styttir upp um síðir, en það gerist þá venjulega á milli lægða og brestur þá á með rjómablíðu og alles. Ef það yrði byggt skíðaþorp á svæðinu, þá væri nóg við að vera á meðan veðrið væri þess eðlis að ekki væri hægt að fara á skíði.

Svo er það annað að því norðar sem farið er, því minni ofankoma og um leið minni snjór. Því er þetta svæði kjörið til að setja upp svona aðstöðu.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.2.2008 kl. 13:38

7 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Alveg rétt Kjartan, það er ekki útaf engu sem þú ert kallaður "Hinn vísi".

Aðalatriðið er, að við hættum að gera okkur einhverjar grillur um að halda áfram með núverandi skíðasvæði, og finnum nýjan stað. að þýðir ekki að berja hausnum við steininn lengur með það að halda áfram rekstri skíðasvæðis í Bláfjöllum. Reyndar held ég að það verði ekki langt þar til að Bláfjöllin verða algerlega snjólaus að vetrinum.

Færum skíðasvæðið þangað sem við höfum snjó, og þangað sem svæðið getur nýst í samhengi við aðra þjónustu, á Geitlandsjökul eða því sem ég er hrifnari af Kerlingafjöll.

Börkur Hrólfsson, 16.2.2008 kl. 15:18

8 Smámynd: Jóna María Þorgeirsdóttir

Það var skíðasvæði í Kerlingafjöllum en ekki tókst að halda uppi þeirri starfsemi vegna snjóleisis, það var fyrir nokkrum árum og er búið að hlýna síðan þannig ekki er hægt að vera með skíðasvæði þar frekar en í bláfjöllum. Ekki er heldur nægt heitt vatn þarna til að hita upp húsin þarna, búið er að reyna að bora og bora þarna og ekki finnst nægur jarðhiti.

Ef það ætti að byggja heilsársveg yfir kjöl myndi það kosta mikið og líka kosta ennþá meira að þurfa að moka þarna allt árið útaf stundum er kjölur ekki einu sinni fær fyrir breytta jeppa, svo þyrfti þá líka að setja brýr yfir allar árnar þarna uppfrá og það myndi nú bara eyðileggja landslagið þarna. Þá væri þetta bara breytt í eithvað túrista svæði og gert ljótt!
Svo já mér finnst þessi hugmynd alveg úti hött.

Jóna María Þorgeirsdóttir, 18.2.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband