Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kennsla í vanvirðingu á lögum í Reykvískum skóla !

Skemmtileg frétt í hádeginu, vakti mig til umhugsunar.
Í síðasta mánuði fóru börn úr þriðja bekk í heimsókn í Alþingishúsið til að læra dulítið um löggjafarþing og virðingu fyrir lögum. Þar var fram borið, og samþykkt með miklum meirihluta ,,Piparkökulög"


Frumvarp til laga
um piparkökugerð.

(Lagt fyrir Barnaþing á 1. löggjafarþingi 2009–2010.)


1. gr.
Markmið.
Markmið laga þessara er að tryggja að piparkökur verði ávallt gerðar úr fyrsta flokks hráefni, bragðist æðislega vel og að piparkökugerðarmennirnir vandi sig ákaflega við gerð þeirra.

2. gr.
Innihald
Til þess að tryggja að piparkökurnar séu gómsætar þurfa þær að innihalda: 1,7 kg hveiti, 830 g sykur, 600 g smjörlíki, 3 ¼ dl mjólk, 3 ¼ dl dökku sírópi, 30 g matarsóta, 15 g kanil, 1 tsk pipar og 6 g negul. Úr þessu verður heill hellingur af piparkökum en ef gera á meira eða minna er best að notast við þessi hlutföll.

3. gr.
Óleyfileg efni
Bannað er með öllu að notast við einhver hollustuefni eins og t.d. sojamjólk eða annan sykur en hvítan sykur nema menn séu með ofnæmi.
Heilbrigðismálaráðherra hefur ekkert með málefni piparkaka að gera. Gleðimálaráðherra setur nánari reglur um óleyfileg efni.

4. gr.
Tíðni og magn framboðinna piparkaka
Piparkökustofnun – undir gleðimálaráðherra – sér til þess að eftir þessum lögum verði bakaðar piparkökur handa öllum börnum á aldrinum 2-12 ára mánaðarlega.
Piparkökueftirlitsmenn sjá til þess að hvert barn fái í það minnsta 12 piparkökur á mánuði.

5. gr.
Piparkökugerð í heimahúsi
Leyfilegt er að baka piparkökur í heimahúsi ef notast er við viðurkenndar svuntur. Þessar svuntur mega t.d. ekki vera rifnar.

6. gr.
Brot á piparkökulögum
Brot á lögum þessum getur varðað bann við sjónvarpsglápi og tölvuleikjaspili í allt að viku.



Samþykkt á Alþingi með meirihluta atkvæða af börnum í 3. bekk í Hlíðaskjóli
27. október 2009

Sjá einnig hér: http://www.kampur.is/Hlidaskjol/article.aspx?catID=3326&ArtId=16797

Skemmst er frá því að segja, að í hádeginu í dag, var talað við yfirmann frístundaheimilisins, þar sem hún lýsti því yfir hlægjandi, aðekki yrði farið eftir þessum lögum þar á bæ, við piparkökubakstur fyrir þessi jól. Enda aðeins notað Spelti og Sojamjólk.

Seinna í vikunni verður þessu fylgt eftir með heimsókn í Umferðarstofu, þar sem umferðalögin verða kynnt fyrir ungviðinu. Börnunum verður sagt frá mikilvægi umferðarlaga, og hvers vegna þau eru.

Síðan verða þau keyrð heim í sætisbeltalausri rútu frá Óla Ket, og passað að aka alltaf yfir hámarkshraða, og yfir á rauðu ljósi.

Fararstjóri verður hlægjandi leiðbeinandi frá Hlíðarskjóli.


Við þyrftum nokkrar svona !

Og hún var send í Jeilið !
http://www.huffingtonpost.com/2009/10/06/patricia-keezer-robin-hoo_n_311836.html

Samfylking og VG geta ekki unnið saman

Það sannast enn og einu sinni, að núverandi stjórn getur EKKI unnið saman.
Fyrst sagði umhverfisráðherra Kolbrún Halldórsdóttir (hversvegna í ósköpunum er hún ráðherra ?), að ekki kæmi til greina að hefja olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Össur og Samfylkingin eru á öðru máli, og ég tel að yfirlýsing Kolbrúnar sé beinlínis hættuleg efnahag Íslands.
Og nú enn og aftur kemur í ljós að það er himin og haf á milli áherslna hjá þessum flokkum. Össur, og Samfylkingin vill ganga í Evrópusambandið, og taka upp Evru, það er mér að skapi.
En Svanhvít Svavarsdóttir þvertók fyrir að það kæmi til greina !
Hvaða stjórn erum við þá að sjá eftir kosningar ? Sjálfstæðismenn og Framsókn ??
Eða Sjálfstæðismenn og Samfylking ??


"Haldiði kjafti"!!

Samkv. fréttum stöðvar tvö, eru miklar breytingar framundan í ríkisstjórn.Allar fréttastofur landsins gengu á stjórnarliða fyrir jól, og spurðu hvort breytinga væri að vænta um áramótin. Svarið var alltaf "Nei, ekki svo ég viti, nei". Ég sá Bjarna Ben svara nei, þegar hann var spurður hvort hann væri að undirbúa sig fyrir ráðherradóm. Nú eru "staðfestar" heimildir um að breytingar séu framundan. Nú á að reyna að róa "skrílinn", og skifta þeim óvinsælustu út. Sem sagt: ný andlit, sama sukkið! En þetta er ekki það sem þjóðin vill, þjóðin vill kosningar, þjóðin vill fá að vera með í ráðum um hverjir sitja við völd í landinu. En svarið sem þjóðin fær, gæti alt eins verið:

  "Haldiði kjafti, skiftið ykkur ekki af því sem ykkur kemur ekki við"!    Haldið áfram að lepja dauðann úr skel, og borga fyrir sukk glæpalýðsins, og aðgerðaleysi okkar".   

     Er þetta það, sem við viljum ?, eða hvað?  Ég segi nei!!

         Burt með spillingarliðið!.  Burt með ríkisstjórnina!.  

          Við viljum ríkisstjórn, sem þorir!!

 


Var á Austurvelli.

   

DSCF2712

 

 

 

 

 

     Fór á Austurvöll með Finnboga og Darra, 12 ára. Við komum á völlin rétt fyrir Kl. þrjú, í blíðskaparveðri. Það fyrsta sem við sáum var, að kranabíll var að fjarlægja bíl einhvers "víkingsins", þar sem honum hafði verið lagt fyrir framan dyrnar á hótelinu. Okkur leiddist það ekki mikið.

bush italy protest

  

 

 

 

 

 

     Einhvernveginn átti ég von á að fólk myndi láta í sér heyra, væri búið að fá nóg og gripi til "Grísku aðferðarinnar, en það var "ærandi" þögn, sem mætti okkur, fólk stóð þögult og laut höfði, eins og í sorg. Kannski var það að syrgja drauminn um gott og réttlátt þjóðfélag, eða sjálfstæðið, en hvoru tveggja er glatað Meira segja Darri litli er bundinn á skuldaklafann, skuldar rúmar ellefu milljónir, og ekki einu sinni fjárráða ennþá !!

images

 

 

 

 

 Og eignir okkar brenna á verðbólgubálinu, á meðan ekkert breytist.   

DSCF2713

 

 

 

 

 

 

     Níðstöng var reist, og beint að þinginu. Jörmundur sagði að fólk ætti að fara varlega með það, það væri hættulegt.    Þeir gætu þurft að passa sig, þingmennirnir.

     

DSCF2716

 

 

 

 

 

 

    Sýndum Darra hvar mennirnir vinna, sem eru ábyrgir fyrir því að hann og fjölskylda hans hefur það ekki eins gott og hún verðskuldar, hann var reiður.

     

DSCF2717

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Sumum var virkilega "heitt í hamsi".

    

DSCF2721

 

 

 

 

 

 

 

     Lára Hanna "Bloggdrottning" var að sjálfsogðu þarna með Tony sínum, einstök kona.  http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/

    

DSCF2725

 

 

 

 

 

 

 

Guðjón Jensson,   http://mosi.blog.is/blog/mosi/  

og Ursula,  http://ursula.blog.is/blog/ursula/ voru að sjálfsögðu mætt, 

  

DSCF2722

 

 

 

 

 

 

 

 

Það voru einnig Sigurgeir og Hlín, Húsráðendur í Forsælu.

    

DSCF2727

 

 

 

 

 

 

 

Eftir heldur tíðindalítinn tíma á Austurvelli héldum við heim, en komum við í búðum til að skoða jólagjafir.

 

Mætum á Þriðjudagsmorgunn fyrir utan ráðherrabústaðinn, ef verðum ekki að vinna. 

 

 

 

 

 

 


Féleg fyrirmynd !

Hvað hefur íslenska lögreglan unnið til að verða fyrirmynd ?
Ekki upplýsti hún Geirfinnsmálið, jafnvel þótt þeir pyntuðu ungmennin í marga mánuði, jafnvel ár. Reyndar er engin sönnun fyrir morði í því máli.
Hvað með leigubílstjórann í Laugalæknum ?, jafnvel þótt morðinginn "játaði" á sig morðið, gátu þeir ekki lokað hann inni.
Batta rauða málið? Og fleiri og fleiri.
Eigum við að færa okkur nær nútímanum ?
Er löggan senditík pólitíkusa og útlendinga ? Falun Gong !!
Hvað var þetta með húfulausu pylsulöggurnar ? Fyrirmynd?? Eða leynilögguna með jeppadelluna?, eða fulla lögreglustjórann?, eða son lögreglustjórans í kláminu?.
Þrátt fyrir sönnunargögn á stuðaranum, hefur ekki ennþá neinn verið sakfelldur fyrir drápið á fjögurra ára dreng í Keflavík, reyndar slapp sá grunaði til Póllands, vegna dugleysis lögreglunnar.
Var lögreglan til fyrirmyndar í mótmælum vörubílstjóra?, með Gasmann í fararbroddi?.
Láta fyrirmyndar löggur kýla sig á nefið, og þora svo ekki að gera neitt í málinu?.
Er það til fyrirmyndar að geta ekki farið eftir verklagsreglum, og leyft eftirlýstum glæponum að fara úr landi?, eins og nýlegt dæmi sannar. Er það til fyrirmyndar, þegar yfirmenn í löggunni koma fyrir alþjóð, og segjast ekki geta haldið uppi lögum og reglum?.
Hvernig hefur lögreglunni tekist að upplýsa innbrot í yfirstandandi innbrotaöldu?
Eða er það stjórn lögreglumála, sem er til fyrirmyndar? Fækkun í lögregluliðinu, þegar fólki og glæpum fjölgar. Bensínlaus og skítblönk umdæmi útum allt. Ekki hægt að endurnýja bílaflota landsbyggða löggunnar.
Ég held að það sé alveg sama hvert litið er innan lögreglunnar, að fyrirmyndir er erfitt að finna. Og nú síðast í Mbl. í dag segist lögreglan vera hætt "að eltast við hinn venjulega Íslending", og einbeita sér að stórglæpamönnum í staðinn. Á meðan þeir eltast við einn "alvöru" þá sleppa tugir "venjulegra".

Ég held að ástandið í Litháen hljóti að vera afskaplega slæmt, fyrst þeir geta tekið vinnubrögð íslensku lögreglunnar sér til fyrirmyndar.

Og núna síðasta upphlaupið í Keflavík, ekki er það til fyrirmyndar, eða hvað ?


mbl.is Íslenska lögreglan fyrirmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband