Íslands merki, og Þingvellir.

Eitt hefur lengi truflað mig, og nú þegar þjóðerniskennd og stolt er mál dagsins, datt mér í hug að fá álit ykkar á nokkrum hlutum.

Hvað finnst fólki um, að í kirkjunni á Bessastöðum skuli skjaldarmerki Íslands vera í röngum litum, og ekki samkvæmt lýsingu á því ?... Og þar af leiðandi ekki rétt. Á sjálfu höfðingjasetrinu.

Ég geri ráð fyrir því, að litirnir í fána Íslands séu löglegir, en hvað finnst fólki um, að litirnir eru ekki þeir sömu og upphaflega, og eru ekki í samræmi við lýsingu á fánanum frá höfundi, og eins og honum er lýst í fánalögum?.

Einnig hefur það truflað mig, að þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, skuli ekki vera með á hreinu vað gjárnar heita (þessar með peningunum). Ég ólst upp við að þær hétu Flosagjá (sú vestari), og Nikulásargjá (Sú austari, þar sem brúin er). En þjóðgarðsvörður lét hafa eftir sér í blaðaviðtali að sú austari héti Flosagjá (peningagjá). Hvað heita gjárnar ?.

Ofarlega í Almannagjá, er "C18" vel og vandlega rist í vestari vegg gjáarinnar, Hvað þýðir þetta ?

Gaman væri að fá hugmyndir fólks um þetta, og fleira í þessum dúr.

Börkur, (sem getur nú verið svolítill nörd í sér)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband