Færsluflokkur: Ferðalög
24.9.2009 | 22:04
Ábyrgð ferðaskrifstofu.
Þetta atvik fær mann til að velta fyrir sér, hver ábyrgð ferðaskrifstofa og þess sem framkvæmir (tour operator) ferðina er.
Það er skylda ferðaskrifstofa að útvega leiðsögumönnum fjarskiptatæki, sem duga, samkvæmt grein 4.3 um fjarskifti, í samningi leiðsögumanna og SA.
Einnig má velta fyrir sér hvaða kröfur gerðar eru til leiðsögumanna á Íslandi.
Samkvæmt lögum, getur hver sem er kallað sig, og ráðið sig sem leiðsögumann, án nokkurrar menntunar eða kunnáttu.
Í meira en þrjátíu ár, hefur félag leiðsögumanna barist fyrir löggildingu starfsheitisins, eða jafnvel að það verði gert starfsleyfis skylt að fara um með hópa, í skipulögðum ferðum. En yfirvöld hafa daufheyrst við þessum sjálfsögðu kröfum.
Það eru mörg dæmi um að hópar séu leiddir um landið af fólki sem hvorki hefur kunnáttu eða menntun til slíks, og gerir sér enga grein fyrir þeirri ábyrgð, sem ætti að fylgja því.
Einnig má velta fyrir sér hver ábyrgð stjórnvalda er, en fjölmargir fjölsóttir ferðamannastaðir eur án GSM símasambands. Reyndar var gott símasamband þarna, og bátafólkið í talstöðvarsambandi við bílstjórann. En rútubílstjórinn brást, með því að vera með rafmagnslausan síma !!
Án þess að ég ætli að ráðast persónulega á viðkomandi leiðsögumenn, eða ferðaþjónustu fyrirtæki, langar mig til að rifja upp að minnsta kosti þrjú óhöpp, þar sem fjarskiftatæki voru ekki til staðar:
Núna í Jökulsá,
Í fyrra, þegar kona fótbrotnaði á Sólheimajökli, en þar er ekki GSM símasamband, og leiðsögumenn hópsins ekki einu sinni með talstöðvarsamband við rútuna.
Kona drukknaði í Reynisfjöru, þar er ekki GSM símasamband.
Ég er ekki að segja að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir slysin, hefði fjarskiptamálin verið í lagi, en...
Reyndar var hárrétt að staðið þegar hópur kvenna lagði á Vatnajökul í vor, án fjarskiptasambands hefði getað farið illa, en þar sýndi ferðaskrifstofan ábyrgð og fagmennsku, svo að eftir var tekið.
Varðandi menntun leiðsögumanna (sem þó er engin krafa um), þá starfar enginn skóli fyrir leiðsögumenn eftir staðli Staðlaráðs Evrópu, sem Ísland er aðili að. Jafnvel þó að sá staðall hafi tekið gildi hér á landi 1 Ágúst á síðasta ári
Að mínu mati brugðust allir aðilar skyldu sinni, og ætti það að vera ferðaþjónustunni og tryggingarfélögum umhugsunarefni:
Leiðsögumaðurinn/hópstjórinn hafði ekki næga yfirsýn yfir hópinn, og virðist hafa ofmetið getu fólksins. Hann fær þó sérstaklega prik fyrir að vera með talstöðvarsamband við rútuna.
Rútubílstjórinn fyrir að vera með rafmagnslausan síma !!
Ferðaþjónustufyrirtækið fyrir að fullvissa sig ekki um að fjarskipti væru í lagi, og að senda þann veika með einkabíl til Akureyrar, og að tilkynna atvikið ekki til lögreglu, eins og vera ber.
Einnig má velta fyrir sér ábyrgð fólks sem kaupir sér ,,ævintýraferð", og ofmetur eigin getu. En þá kemur til kasta okkar ,,sérfræðingana" að ,,lesa" fólk, og taka fram fyrir hendur fólks, því þegar allt kemur til alls, þá treystir fólk á fagmennsku okkar og kunnáttu.
Það er það sem við erum að selja.
Skilaboð til yfirvalda eru skýr:
Gerið starf leiðsögumanna/fararstjóra löggilt og leyfisskylt, að uppfylltum ströngum kröfum, að sjálfssögðu.
Bætið menntun leiðsögumanna, og farið eftir þeim stöðlum sem gilda, og Ísland er aðili að.
Hættið að líta á ferðaþjónustu sem ,,gott sumarjobb fyrir skólakrakka", og sýnið ferðaþjónustunni þá virðingu, sem henni ber.
Gerið þá sjálfsögðu kröfu, að allir þeir, sem leiða ferðamenn um landið í skipulögðum ferðum, séu til þess menntaðir, og hafi þá hæfni til að bera sem til þarf.
Hestasport kom hvergi nærri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2009 | 09:40
Gott !
Samkeppnin verður vonandi til góðs. Svo er líka eitt besta tjaldsvæði landsins á Kirkjubæjarklaustri, og ef nú kemur veitingahús með eðlilegu verðlagi, þá ......
Ferðafólk kemur í stað fláningsmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2008 | 21:37
Aukið atvinnuleysi, minni menntun.
Var að koma heim, og kveikti á sjónvarpinu. Haldiði ekki að Össur iðnaðarráðherra hafi ekki verið gestur hjá Sigmundi Erni !
Þar með var kvöldið ónýtt hjá mér. Ég held að hann sé einhver ónýtasti ráðherra ever, og hann ætti að eyða meiri tíma í glasi við tölvuna sína, þá er að minnsta kosti hægt að hlægja að honum.
Ein af lausnum hans við atvinnuleysi og kreppu, sem er nú, er að minnka menntunarkröfur til fólks, sem þýðir lægri laun til þeirra fáu sem fá vinnu. Meira atvinnuleysi hjá menntafólki. Meira atvinnuleysi hjá kennarastéttinni. Og minna álit út á við á fagmennsku Íslendinga.
Hvað er ég að tala um ? Þetta: http://www.touristguide.is/index.php?option=content&task=view&id=1446&Itemid= Þrátt fyrir að heilsársnám sé til staðar, verður boðið uppá einskonar "Skemmri skírn", og svo er lofað "réttindum", sem væntanlega ráðherra ferðamála gefur ! Félag leiðsögumanna hefur ályktað gegn þessu námi, eins og hér sést: http://www.touristguide.is/index.php?option=content&task=view&id=1471&Itemid= það sama hafa ýmsir málsmetandi gert einnig: http://www.touristguide.is/index.php?option=content&task=view&id=1476&Itemid=
Einhver kynni að segja að þetta sé ekki á valdi Ferðamálaráðherra, heldur Menntamálaráðherra, en auðvitað gerist ekkert svona nema með samþykki ferðamálaráðherra. Ég hef skrifað þeim báðum bréf, þar sem ég mótmæli þessu, en ekki fengið svar ennþá, og á satt að segja ekki von á að það berist.
Ef það að skrúfa niður mennta og gæða kröfur til fólksins og þar með minnka trúverðugleika Íslendinga í augum útlendinga er þeirra eina svar við yfirstandandi erfiðleikum, held ég að þau ættu að finna sér annað starf. Það gerir ekkert annað en að auka enn á eymd þeirra sem þurfa að byggja upp landið á ný: Blórabögglanna.
Nú, er frekar en nokkru sinni fyrr krafa um menntun fólks í atvinnulífinu mikilvæg. Við þekkjum hvað það kostar að hafa fúskara í vinnu, við þekkjum það úr Svörtuloftum. En frekar en að læra af því, og auka veg menntunnar, ætla yfirvöld að lækka menntunarkröfur til fagfólks og selja prófgráður og "réttindi" á niðursettu verði, svo atvinnurekendur geti keypt þjónustu "skrílsins" á útsölu. Og drífa í því, því þann 1. Ágúst tók gildi hér á landi staðall um menntun leiðsögumanna, og þetta er langt undir honum.
Ég hvet alla leiðsögumenn til að mæta í Menntaskólann í Kópavogi, þegar inntökupróf fara fram, og mótmæla þessu, og útskýra fyrir þeim sem ætla að taka próf, að þetta er ekki rétta leiðin til vinsælda.
Börkur Hrólfsson, faglærður leiðsögumaður.
http://www.icelandguide.is/guides/2006/05/boerkur_hrolfsson.html
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2008 | 23:26
Sniðgöngum Cafe Margret !!
Horst Wulfgang Mueller, eigandi Cafe Margret við afleggjarann að
Breiðdalsvík, gekk berserksgang á skrifstofu AFLS, verkalýðsfélags á
Egilsstöðum í dag, Mánudag. Forsaga málsins er, að undanfarið hefur
verkalýðsfélagið fengið upplýsingar um, að ekki væri allt eins og það
á að vera, í sambandi við kaup og kjör starfsfólksins. Hefur skoðun
á starfseminni leitt í ljós að grunsemdir um "nútíma þrælahald" eiga
við rök að styðjast. Hefur Horst notað sér samtök ungs fólks í
Evrópu, sem leitar sér að vinnu í öðrum löndum, í von um að kynnast
landi og þjóð, og þéna smávegis í leiðinni. Komið hefur í ljós, að
starfsfólk Cafe Margret hefur fengið laun, sem eru langt undir
löglegum lágmarkslaunum, og aðbúnaður hefur verið slæmur. Hefur
jafnvel þurft lögreglufylgd til að "bjarga" starfsfólki þaðan. Það
virðist því ljóst, að þarna er nútíma þrælahald í gangi, samkvæmt
þessarri frétt Mbl.is: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/
2008/09/01/stimpingar_a_skrifstofu_afls/
Ég hvet alla leiðsögumenn, og aðra sem leið eiga um Austurland, að
sniðganga Cafe Margret, til að sýna starfsfólkinu stuðning, þar til
að málum hefur verið kippt í liðinn. Við verðum að standa saman, og
verja löglega hagsmuni starfsfólks í ferðaþjónustu, sem og alls
verkalýðs í landinu.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2008 | 23:35
Cancelled!!!!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)