Aukið atvinnuleysi, minni menntun.

Var að koma heim, og kveikti á sjónvarpinu. Haldiði ekki að Össur iðnaðarráðherra hafi ekki verið gestur hjá Sigmundi Erni !
Þar með var kvöldið ónýtt hjá mér. Ég held að hann sé einhver ónýtasti ráðherra ever, og hann ætti að eyða meiri tíma í glasi við tölvuna sína, þá er að minnsta kosti hægt að hlægja að honum.
Ein af lausnum hans við atvinnuleysi og kreppu, sem er nú, er að minnka menntunarkröfur til fólks, sem þýðir lægri laun til þeirra fáu sem fá vinnu. Meira atvinnuleysi hjá menntafólki. Meira atvinnuleysi hjá kennarastéttinni. Og minna álit út á við á fagmennsku Íslendinga.
Hvað er ég að tala um ? Þetta: http://www.touristguide.is/index.php?option=content&task=view&id=1446&Itemid= Þrátt fyrir að heilsársnám sé til staðar, verður boðið uppá einskonar "Skemmri skírn", og svo er lofað "réttindum", sem væntanlega ráðherra ferðamála gefur ! Félag leiðsögumanna hefur ályktað gegn þessu námi, eins og hér sést: http://www.touristguide.is/index.php?option=content&task=view&id=1471&Itemid= það sama hafa ýmsir málsmetandi gert einnig: http://www.touristguide.is/index.php?option=content&task=view&id=1476&Itemid=
Einhver kynni að segja að þetta sé ekki á valdi Ferðamálaráðherra, heldur Menntamálaráðherra, en auðvitað gerist ekkert svona nema með samþykki ferðamálaráðherra. Ég hef skrifað þeim báðum bréf, þar sem ég mótmæli þessu, en ekki fengið svar ennþá, og á satt að segja ekki von á að það berist.
Ef það að skrúfa niður mennta og gæða kröfur til fólksins og þar með minnka trúverðugleika Íslendinga í augum útlendinga er þeirra eina svar við yfirstandandi erfiðleikum, held ég að þau ættu að finna sér annað starf. Það gerir ekkert annað en að auka enn á eymd þeirra sem þurfa að byggja upp landið á ný: Blórabögglanna.
Nú, er frekar en nokkru sinni fyrr krafa um menntun fólks í atvinnulífinu mikilvæg. Við þekkjum hvað það kostar að hafa fúskara í vinnu, við þekkjum það úr Svörtuloftum. En frekar en að læra af því, og auka veg menntunnar, ætla yfirvöld að lækka menntunarkröfur til fagfólks og selja prófgráður og "réttindi" á niðursettu verði, svo atvinnurekendur geti keypt þjónustu "skrílsins" á útsölu. Og drífa í því, því þann 1. Ágúst tók gildi hér á landi staðall um menntun leiðsögumanna, og þetta er langt undir honum.

Ég hvet alla leiðsögumenn til að mæta í Menntaskólann í Kópavogi, þegar inntökupróf fara fram, og mótmæla þessu, og útskýra fyrir þeim sem ætla að taka próf, að þetta er ekki rétta leiðin til vinsælda.

Börkur Hrólfsson, faglærður leiðsögumaður.
http://www.icelandguide.is/guides/2006/05/boerkur_hrolfsson.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband