Sniðgöngum Cafe Margret !!


Horst Wulfgang Mueller, eigandi Cafe Margret við afleggjarann að
Breiðdalsvík, gekk berserksgang á skrifstofu AFLS, verkalýðsfélags á
Egilsstöðum í dag, Mánudag. Forsaga málsins er, að undanfarið hefur
verkalýðsfélagið fengið upplýsingar um, að ekki væri allt eins og það

á að vera, í sambandi við kaup og kjör starfsfólksins. Hefur skoðun
á starfseminni leitt í ljós að grunsemdir um "nútíma þrælahald" eiga
við rök að styðjast. Hefur Horst notað sér samtök ungs fólks í
Evrópu, sem leitar sér að vinnu í öðrum löndum, í von um að kynnast
landi og þjóð, og þéna smávegis í leiðinni. Komið hefur í ljós, að
starfsfólk Cafe Margret hefur fengið laun, sem eru langt undir
löglegum lágmarkslaunum, og aðbúnaður hefur verið slæmur. Hefur
jafnvel þurft lögreglufylgd til að "bjarga" starfsfólki þaðan. Það
virðist því ljóst, að þarna er nútíma þrælahald í gangi, samkvæmt
þessarri frétt Mbl.is: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/
2008/09/01/stimpingar_a_skrifstofu_afls/
Ég hvet alla leiðsögumenn, og aðra sem leið eiga um Austurland, að
sniðganga Cafe Margret, til að sýna starfsfólkinu stuðning, þar til
að málum hefur verið kippt í liðinn. Við verðum að standa saman, og
verja löglega hagsmuni starfsfólks í ferðaþjónustu, sem og alls
verkalýðs í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Starfsmannaleigur sem komu að framkvæmdum við Kárahnjúka sýndu okkur svo ekki verður um villst að íslenskir verktakar eru tilbúnir að versla með fólk, og löggjöfin okkar er algjörlega gagnslaus til að vernda innflutt vinnuafl. Þetta þarf að laga, þetta er smán.

Haraldur Davíðsson, 1.9.2008 kl. 23:31

2 identicon

JÁ - og gjörið svo vel að senda einhverja af þeim í leiðinni hingað til UK - f.v. land verkalýðsfélaganna ....en ekki lengur....  Hér eru útlendingar eingöngu og algjörlega eins og þrælalið.  Ef að liðið kemur ekki frá EB, þá VERÐUR  það að skuldbinda sig á sama vinnustaðinn í 5 - fimm ár - áður en það hefur leyfi til að íhuga að skipta um vinnu!!!! 

Edda í Englandi (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband