Færsluflokkur: Bloggar
27.10.2008 | 01:15
Hvað marga flugelda....
Rukka manninn !!
![]() |
Björguðu sama manni tvisvar í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2008 | 10:04
Helvíti hart...
Ef maður þarf nú að gerast landflótta maður, rétt eins og á sjöunda áratugnum, þegar fjöldi fólks flúði jafnvel til Ástralíu, vegna þess að það sá enga framtíð á Íslandi.
En raunveruleikinn, sem blasir við, er að "óreiðumennirnir" og stjórnvöld eru búin að koma þjóðinni á vonarvöl, og gera hana að þrælum auðvaldsins.
Kannski er rétt að gera eins og Jónas Kristjánsson segir: flýja land, og líta ekki um öxl.
B-(
![]() |
Atvinnutækifæri erlendis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2008 | 20:02
Þarf raunverulegt afbrot til ?
Ef um raunverulega þrettán ára stúlku hefði verið að ræða, væri þetta refsivert athæfi. En vegna þess að ekki var um raunverulegt barn (sem betur fer) að ræða er ekkert refsivert við þetta.
Gjörðin var sú sama, þ.e. að heimsækja barn til að táldraga það. Ég sé engan mun á þessu, og finnst þessi dómur fáránlegur.
Ef barnaklám finnst á tölvu, þá er það glæpur, hvernig sem það komst þangað, og hvort sem eigandinn hefur notað það eða ekki. En ef sami maður fer í hús til að misnota barn, er það ekki glæpur.
Ég skil þetta ekki alveg.
![]() |
Sýknaðir af tilraun til kynferðisbrots |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2008 | 10:38
Faraldur yfirvofandi ?
![]() |
Innbrot í höfuðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2008 | 10:32
Sagði ekki einhver að veturinn yrði harður og erfiður ?
![]() |
Hálkublettir og éljagangur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2008 | 10:26
Það tapa allir.
Ferðaþjónustan fer ekki varhluta af ástandinu, frekar en aðrir. Sumir hafa haldið að lágt gengi krónunnar þýddi að ferðamenn flykktust til landsins, en svo er ekki. Fréttir erlendra miðla af yfirvofandi skorti á nauðsunjum, svo sem eldsneyti og matvöru eru heldur letjandi, svo vægt sé ti orða tekið. Einnig hafa komið fram ásakanir um að Islendingar hagræði genginu sér í hag, og því sé ekki eins hagkvæmt að fara til Íslands, að ekki sé minnst á óróann, og hugsanlegr óeirðir. Á þessum tíma árs eru margir Breskir skólahópar Í landinu, að eyða vetrarfríinu. Við sem störfum í ferðaþjónustunni verðum vör við áhyggjur foreldra af ástandinu, og fáum oft spurningar um ástandið og hvort ferðamaðurinn sé öruggur. Enginn ferðamaður vill ferðast til lands, þar sem fjármálakerfið er hrunið, og skortur er yfirvofandi, að ekki sé talað um hættu á borgarastríði.
Bretar ættu að vera fjölmennastir ferðamanna á þessum árstíma, þeir eru einnig helstu fórnarlömb fjárglæframannanna, og því eðlilegt að þeim fækki. Ummæli Davíðs, og ráðaleysi stjórnarinnar, með þá Geir og Árna í fararbroddi, hafa gefið þá ýmind að hér sé land, sem er stjórnað af fjárglæpamönnum, og stjórnin hafi ekki neina getu, eða vilja til að breyta því.
Reyndar er ég farinn að hallst að því sjálfur. Því er krafan:
Burt með Davíð, burt með þessa handónýtu stjórn, drögum bankastjórnir og fjármálaráðgjafa ti ábyrgðar. Dæmum fjárglæpamennina, og gerum eigur þeirra (okkar) upptækar, ekki hefur okku almúganum verið hlíft, ef við höfum farið framúr með okkar fjármál. Síðan væri réttast að gera þessa menn útlæga úr viðskiftalífinu til frambúðar.
Reynum svo að byggja upp á nýtt á rústunum, sem þessir menn skildu eftir sig, og að sýna umheiminum að hér búa engir aumingjar, sem láta svona menn vaða yfir sig með glott á vör, kannski tekst okku að endurheimta það góða álit, sem þjóðin hafði áður.
![]() |
Enn fækkar farþegum í Keflavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2008 | 12:40
Fór á fjöll !
Ég brá undir mig betri hjólunum, um helgina, og fór á fjöll.
Fyrst var ekið um Þjórsárdalinn, litið á hjólhýsabyggðina við Ásólfsstaði, og rifjuð upp sagan af Gauki Þrándilssyni. Síðan framhjá einhverri ljótustu skógrækt landsins, þar sem er eins og trjánum hafi verið plantað af Þýskri nákvæmni með tommustokk og áttavita, svo beinar eru línurnar. Einnig rifjaðist upp slys, sem varð á þessum slóðum fyrir nokkrum árum, þegar jeppi, fullur af ferðamönnum á leið í Landmannalaugar valt á veginum. Aldrei fékkst úr því skorið hvað, nákvæmlega varð til þess að bíllinn valt, en ýmsar kenningar heyrðust. Þá var einnig talað um að gera kröfur til bíla og ökumanna skýrar, svo að ekki leiki neinn vafi á hvað þarf til að mega aka með ferðamenn á sérútbúnum bílum um landið. Einhvernveginn finnst mér eins og það hafi ekki komið neitt útúr því. A.m.k. eru eigendur slíkra bíla ennþá krafðir um (og rukkaðir fyrir af hinu opinbera), gjöld, sem geta engan vegin staðist samkv. reglugerðum. Svo virðist sem hið opinbera haldi að með því að seilast nógu andskoti djúpt í vasa bíleigenda, geti það fríað sig undan ábyrgð sinni á að gera hlutina öruggari fyrir ferðafólk. Ég held því hinsvegar fram, að með endalausum, órökstuddum álögum, geri ríkið rekstrar umhverfi fyrirtækja óþarflega erfitt, og geti jafnvel stuðlað að erfileikum og óöryggi í rekstri, í stað þess að hlúa að, og styrkja stoðir atvinnuveganna.
Mér dettur stundum í hug að ríkið er eins og alkóhólisti, heimtar meir og meir, en gefur ekkert í staðinn, og á endanum fer allt í kaldakol. Þá er bara að halda sér þurrum á hnefanum í smá tíma, og gefa fólki smá von, um að nú fari allt að lagast. Blíðmælgin og loforðin eru hástemmd, og allt virðist í blóma, en þá fellur ríkið (alkinn), og allt fer í sama horfið aftur. Og kjósendur eru eins og þrusumeðvirk fjölskylda, láta ljúga að sér aftur og aftur, og kjósa sömu svikarana í næstu kosningum.
Þetta var pólítíska hugleiðing dagsins, maður bara gleymir sér alveg. En áfram með vinnuna fyrir ferðamálastjóra:
Efst í Þjórsárdalnum var ferðafélögunum orðið mál að pissa, enda hafði verið stoppað fyrir pylsu og kók, og ís, í Árnesi. Mig minnti að það væri salerni við Stöng, svo að þangað var haldið, (því við kunnum ekki við að fara á þjóðveldis salernin án þess að kaupa eitthvað, og því tímdum við ekki, enda margbúin að koma þangað). Eftir að hafa ekið stórskemmdan, og varla fólksbílafæran veginn inn að illa förnum, og útskitnum rústum Stangar, fundum við ekkert salerni. Áfram var ekið upp að Gjánni, enda á fjallabíl. www.nat.is:images:gjain_thjorsardalur.jpg.webloc Þar var fullt af fólki að njóta þessa fallegasta staðar Íslands, en mér var hugsað til Hvannarinnar, er þetta þessi hættulega ?. Nú urðum við að fara bak við stóra steina, og bera á, eins og sannir túristar, okkar framlag til uppgræðslu landsins. Eftir að hafa skoðað Sultartangasíflu, og rifjað upp ógleymanlega tíma við byggingu þá, stærstu stíflu sinnar tegunar í Evrópu, og kynni af Jóa Begg og hans mönnum, var haldið í Hótel Háland. www.hotelhighland.is/is og gist þar. Hótel Háland er eina hótelið á þessum slóðum, sem býður uppá herbergi með baði, og þjónustu í veitingasal, og það verður að segjast að þjónustan í veitingasalnum, og gæði matarins komu skemmtilega á óvart, eftir að hafa kynnst sífellt hrakandi þjónustu á hótelum um allt land, þá hefur Hótel Háland haldið sínum klassa, hvað þjónustu varðar, og svo var þjónustufólkið líka brosandi, sem gerir upplifunina enn betri.
Eftir góða nótt á hótelinu, og smá morgunmat í Hrauneyjum, (sváfum pínulítið yfir okkur), var haldið í Landmannalaugar, eftir versta vegi Íslands.
"Góða frú ferðamálastjóri": Við fáum til landsins um það bil 600.000 ferðamenn á ári. Flestir sem taka bílaleigubíl tala um vegina með hryllingi og þakka sínum sæla, að hafa sloppið stórslysa laust frá þeim. En því miður er ekki alltaf svo, þó að flestir tali um "hinn alræmda" Dettifossveg, þá er annar miklu verri: Vegurinn frá þjóðvegi 26, framhjá Hrauneyjalóni og yfir Sigöldu, eins og sést á Púströrum, hljóðkútum, dempurum, drullusokkum og öðrum bílapörtum, sem liggja á, eða við þennann kafla. Værirðu ekki til í að beita þér fyrir einhverskonar vegabótum þarna ? Ef þú ert ekki viss um hvaða kafla ég er að tala um, þá skal ég keyra hann, þegar þú þiggur boð mitt um "einkaferð" um ferðamanna staði landsins.
Í fyrra settu þau heiðurshjón Nína og Smári upp skilti, sem áttu að koma skilaboðum um bann við utanvegaakstri til skila, þau sjást ekki lengur, þarna mætti umhverfisráðherra gera eitthvað. www.landmannalaugar.info Við Frostastaðavatn höfðu mótorhjólaníðingar verið á ferð, eins og sjá má (Hér átti að vera mynd, en eitthvað gekk illa að hlaða henni niður, kannski vegna biluninnar ?) Reyndar datt Smára í hug, að hér væri sá sami á ferð og fyrir 4 árum, og sagði: "Ætli honum hafi ekki fundist gömlu förin óþarflega gróin".
"Háþrýstiþvegin" salernin í Landmannalaugum voru í þokkalegu lagi, og fannst að lokum eitt af fjórum með pappír, en Landvörðurinn ætlaði að líta á það þegar hún væri búin með kaffið. En það besta við Laugarnar í suddanum, fannst mér þó kaffið í "Háfjalla mollinu" hjá Nínu og Smára.
Í Áfangagili er prýðisgott og hreint vatnssalerni, enda rekið af einkaaðila: www.afangagil.info
Eftir jeppaferð uppí 1000 metra hæð í Hekluhlíðar, var haldið heim á leið, og á morgum byrjar vinnan aftur.
P.s. getur einhver upplýst mig um hvort eitthvað er að, eða hvort ég kann ekki að setja inn myndir ?
Börkur, sem vill halda áfram að skila skýrslum með myndum, fyrir ferðamálastjóra, og alla, sem hafa áhuga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2008 | 01:06
Ég hef ákveðið að halda ferðadagbók !
Ég hef ákveðið að halda ferðadagbók, og segja frá upplifun minni af ferðum mínum um landið.
Ég er á ferð með uppáhalds ferðafólkið mitt, heittrúaða Gyðinga. Það hefur verið ánægjulegt, en um leið dálítið gremjulegt að fylgjast með viðbrögðum fólks vegna komu þessa fólks.
Flest hótelin hafa haft samband við mig, til að spyrja mig um "hvað má" og "hvað má ekki" í sambandi við matarvenjur fólksins. Þegar svo kokkarnir hafa áttað sig á að þetta er eins einfalt og þægilegt og hugsast getur, er viðkvæðið yfirleitt það sama: "Það voru vallir búnir að vara mig við, að þetta væri svo erfitt fólk, en svo er þetta bara elskulegt fólk, sem vill ekkert vesen, og sem minnst umstang þeirra vegna", "þetta er bara ekkert mál". Mér finnst gaman að þessu, en um leið gremst mér, að fólk skuli fyrirfram gera sér þær hugmyndir um Gyðinga, að þeir séu erfiðir, og það fylgi þeim alltaf vesen. Svo er alls ekki !.
Kom að Dettifossi í dag, um ellefu leytið, margar rútur á svæðinu, og margir þurftu á salerni að halda.
var það sem mætti fólki á einu salerninu, og
Maður hefði haldið að umræðan undanfarið hefði haft eitthvað að segja, en
þegar metnaðinn og áhugann vantar er ekki von á að eitthvað lagist.
Fór einnig á Hveri við Námafjall, og sá þessa líka fínu skóbursta, til að hreinsa
hveraleðjuna af skóm ferðafólks. Þeir eru vandlega merktir "Eign ferðamálaráðs".
Síðan þeir voru settir þarna hefur ekki verið skift um bursta, eða þeir endurnýjaðir, ekki einu sinni !!
Það myndi varla setja ferðaþjónustuna á hausinn að
endurnýja burstana eftir þörfum, ég hugsa að þeir kosti ekki meira en 300 kall stykkið í heildsölu hjá Blindra gerðinni. Og þá þarf bara að kenna unga fólkinu sem sér um landvörsluna að nota borvél og skrúfjárn.
Annars er þetta metnaðarleysi hjá starfsfólki hins opinbera alveg einstakt. Flestir sem starfa í ferðaþjónustu eru tilbúnir til að leggja á sig smá auka snúning til að veita bestu þjónustu, og virðast skilja gildi góðra minninga hjá ferðafólkinu, en svo er hið opinbera að draga lappirnar og starfsfólki þess skítsama hvort einhver er ánægður með störf þeirra eða ekki.
Talandi um aðstöðu ferðafólks á ferðamannastöðum, þá dettur manni í hug að ekkert eftirlit, eða eftirfylgni sé með styrkveitingum hins opinbera til ferðamála.
400 milljónum var veitt til hinna ýmsu mála nú í ársbyrjun, en lítum aðeins nánar á:
1.5 milljónir til bætts aðgengis við Skógafoss ?? Er eitthvað að aðgengi við fossinn ? Ég get ekki séð það. Einnig er athugandi að Eimskipafélag Íslands auglýsir og gortar sig af því að vera "með fossinn í fóstri", á stóru skilti sem þar er. Er þá verið að styrkja Eimskip ??
Ekkert hefur verið gert ennþá, ég bíð spenntur.
Þá var 1.5 milljónum veitt til að bæta aðgengi við Seljalandsfoss, og veitti ekki af. Gönguleiðin á bak við fossinn hefur þarfnast lagfæringar í mörg ár, og reyndar alveg furðulegt að ekki hafi heyrst af stórslysi þarna.
Ekkert hefur verið gert, Hvar eru peningarnir ?
Og 1.5 milljón var úthlutað til að byggja nýtt salerni í Mývatnssveit !! Hefði ekki verið nær að reyna að tryggja að hægt væri að hugsa aðeins um þau salerni, sem eru fyrir á staðnum ?? Eða á að bæta við fleirum pappírslausum - og biluðum salernum í Mývatnssveitina ?
Á sunnudag verð ég aftur í Mývatnssveit, og fer þá meðal annars að Víti, og Leirhnjúk. Einhvernveginn á ég ekki von á oðru en að þar sé allt við það sama: pappírslaus salerni, en nógur pappír fyrir innan glerið, þar sem enginn starfsmaður er, og áreiðanlega verður ekki búið að smúla hellulögnina við Víti, eða laga keðjuna. Verð með myndavélina á lofti, sjáum til.
Meira um það næst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2008 | 10:30
Bláfjöll/Kerlingafjöll
Fyrir tuttugu árum hafði ég það starf að aka fólki á skíði í Bláfjöll, þá var nú gaman. Nægur snjór í amk. fimm mánuði á ári. En nú er öldin önnur. Vegna hlýnunar jarðar, hefur ekki verið hægt að halda opnu í Bláfjöllum nema örfáa daga/vikur á ári síðustu ár. Heyrst hefur að kaupa eigi snjóvélar til að auka snjómagn, en til að hægt sé að nota þær þarf frost, og þá komum við aftur að þessu með hlýnun jarðar. Jafnvel hafa einhver gáfumenni stungið uppá að byggja yfir brekkurnar, eins og í Saudi Arabíu, fyrir miljarða.
Til er lausn, sem ég held að myndi duga í einhverja áratugi, og myndi þar að auki hafa áhrif til framfara víðar en í skíðaíþróttinni.
Færum skíðamannvirkin í Kerlingafjöll !
Þar er nóg af snó, amk sex mánuði á ári. Til að slíkt sé fýsilegt þarf að byggja almennilegan veg yfir Kjöl, sú umræða hefur þegar átt sér stað, og ég tel það aðeins tímaspursmál hvenær hann verður byggður, þessi hugmynd er enn ein rök fyri byggingu hans. Staðarhaldarar í Kerlingafjöllum myndu svo gera færan veg frá Kjalvegi uppí fjöllin. Kerlingafjöll eru í aðeins 2ja og hálfs til 3ja tíma fjarlægð frá Reykjavík, á góðum vegi.
Í hálendismiðstöðinni í Kerlingafjöllum er allt sem eitt skíðasvæði þarf;
Jarðhiti er nægur til að hita hús og hótel sem byggð yrðu í framhaldinu, og jafnvel sundlaugar ef því væri að skifta.
Nú þegar er vatnsaflsvirkjun á svæðinu, svo að líklegast yrði það sjálfbært hvað varðar raforku.
Aðgangur að hálendinu er ótakmarkaður, þannig að jeppa og vélsleðaeigendur hefðu enga ástæðu til að leika sér í skíðabrekkunum, en það ku vera vandamál í Bláfjöllum..
Útsýni til allra átta er eitt hið fegursta í heiminum, og bara það eitt myndi laða að þúsundir ferðamanna ár hvert, innlenda sem erlenda.
Það sem myndi fylgja á eftir, þegar góður vegur yrði yfir Kjöl, yrði til mikilla hagsbóta fyrir alla:
Styttri vegalengd milli landshluta, Hveravellir gætu kannski orðið að alvöru náttúruvætti, með þjónustu árið um kring. Og allur aðgangur að Langjökli yrði betri, til hagsbóta fyrir ferðaþjónustu þar.
Í stað þess að flengjast til Evrópu í snjólitlar skíðabrekkur þar, gæti fólk farið í helgarferð í Kerlingarfjöll, eða Hveravelli, og í stað þess að Íslendingar færu til útlanda á skíði, flykktust útlendingar til Íslands á skíði, í fegurstu skíðaparadís Evrópu.
![]() |
Bláfjallarekstur verði boðinn út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.2.2008 | 10:49
Grófbakað eða fínbakað.
Ég er mikill áhugamaður um verndun tungunnar, sumir kalla það hreintungustefnu.
Uppá síðkastið hefur mér fundist, ég verða meira og meira var við breytingar á tungumálinu, sem sumir vilja kalla ambögur, en aðrir eðlilega málþróun.
Nokkur dæmi um slíkt er:
Á Laugardaginn heyrðist mér Spaugstofumenn tala um "litarhátt", en áttu við litarhaft.
Eins var fréttastofa úrvarps með fréttir frá Færeyjum, en þar geisaði mikið óveður nýlega. Sagt var að miklar skemmdir hefðu orðið á "steinhlaðningum", ætli þeir séu eitthvað líkir framhlaðningum ?
Í gær fór ég í Hagkaup til að kaupa mér í matinn, þá sá ég að þeir Hagkaupsmenn eru farnir að selja eitthvað sem heitir "Súrhvalur", ég þorði ekki að taka sénsinn á þessu, og hvergi fann ég súrt hvalrengi.
Kannski eru þetta allt dæmi um flaustursleg vinnubrögð, eða það sem mig grunar, að þeir sem geri textana viti ekki betur.
Augljós mistök voru t.d. þegar Páll Óskar syngur "áræðinlega" aftur og aftur, en ætlaði örugglega að syngja "áreiðanlega". Þá má nefna að Leðurverslunin KÓS, á Laugaveginum merkir alla poka sína með nafni verslunarinnar, og heimilisfangi á "Laugarvegi". Af svipuðum toga var fréttin í NetMogga í morgun um skriðuföll í "Þvottaskriðum", þessu hefur nú verið breytt.
Eftir stendur þó, að í all nokkurn tíma hefur Síld og fiskur framleitt og selt lifrarkæfu, sem fæst ýmist
"Grófbökuð" eða "Fínbökuð", þessi vara tók við af bakaðri lifrarkæfu, sem hægt var að fá ýmist grófa eða fína.
Þá hét hún: "Gróf bökuð lifrarkæfa" eða "Fín bökuð lifrarkæfa".
Er þetta eðlileg "málþróun" eða er þetta eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)