Opið bréf til Gylfa Sigfússonar.

DV segir frá því að þú hafir boðið blaðamanni DV. starf, og látið er að því lyggja, að það sé í skiftum fyrir þögn um málefni þín og konu þinnar. Blaðamaðurinn þáði ekki starfið.
Ég hef ekkert að gera eins og er, og sé ekki fram á mjög bjarta daga.
Er jobbið ennþá laust ? Ég er til, ef þokkaleg laun fylgja. Við erum ekkert að tala um bankastjóralaun eins og Snorri W. fékk, ég geri mig ánægðan með 10% af því. Vonandi er ekki mikil vinna í jobbinu, því ég þarf að sinna áhugamálunum, ég er viss um að við getum fundið eitthvað út úr því.
Hvað varðar hæfileika mína, þá er ég gersamlega óhæfur til að stjórna eða að taka á mig fjárhagslega ábyrgð, eitthvað sem er mikils metið hjá ykkur, ekki satt. Hinsvegar kann ég að keyra dýra bíla, og snjósleða, líka mótorhjól. Svo við gætum að ríkra manna hætti verið saman með dótakassa, eru ekki skemmur Eimskip hálf tómar hvort eð er ?
Ég lofa að ég skal ekki segja frá eignaunsvifum þínum og konu þinnar, en þá verður þú líka að þegja um mín umsvif, Ok!.
Ef þú vilt ráða mig, hafðu samband, ég kem að vörmu spori.

P.S.
Mér þótti ósmekklegt af DV. að gefa í skyn, að þú værir að bjóða mútur, við skulum kalla þetta ,,starfsbyrjunar samning".

Þinn verðandi viðskiftafélagi, og ,,Athafnamaður"
Börkur Hrólfsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband