Skrýtin vika

DSCF2999_2Mikið er búið að gerast í vikunni, sumt gott, annað miður.Ég hef aldrei verið Framsóknarmaður, eða hrifin af Framsóknarflokknum. Hef reyndar haft frekar skömm á honum, en hitt. En nú ber svo við, að mér finnst ég verða að hrósa Framsóknarmönnum. Hrós fyrir að yngja upp, fyrir að segja gömlu forystunni upp störfum, og setja málin í hendur á nýju fólki. Vonandi verða nýjar og betri áherslur hjá hinum "Nýja Framsóknarflokki". Og ekki var lengi að bíða eftir að hinir "nýju" létu til sín taka. Gáfu út yfirlýsingu um að styðja minnihluta stjórn, og verja hana falli, fram að kosningum. Það má deila um hversu snjallt þetta er, en eitt er víst, að þeir vilja breytingar, og eru tilbúnir til að láta verkin tala, núna !.Ég fór niður í bæ, á miðvikudagsnóttina, að fylgjast með. Flest alvöru fólk var að yfirgefa svæðið. Eftir voru "góðkunningjar" löggunnar. Og eins og sjónvarpið sýndi á fimmtudagskvöldið, voru sumir dálítið skrautlegir.  Þessi reyndi að stilla til friðar í byrjun, og bað fólk að sýna stillingu, og hlífa lögreglumönnunum.

 

 

 

   Seinna, og kannski nokkrum bjórum seinna, var hann farinn að ögra loggunni, og þrátt fyrir að þeir reyndu að ýta honum frá mjúklega, þá hætti hann ekki.  Að lokum endaði þetta með því að löggan var farinn að búa sig undir að gera áhlaup á lýðinn.  Þá kom til kasta fólks, sem hvatti gaurinn til að "slaka á" og hætta að espa lögguna, því þetta væru "friðsöm mótmæli".  Þegar gaurinn lét sér ekki segjast, missti einn "mótmælandinn" þolinmæðina, og æddi að gaunum, og öskraði: "hættu þessu, helvítis fíflið þitt, þetta eru friðsamleg mótmæli", og skallaði hann í andlitið.  Eins og við var að búast, var þetta bara eins og að skvetta olíu á eld, og áttu nærstaddir fullt í fangi með að koma í veg fyri slagsmál þeirra "friðsömu".  

DSCF2998

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Mér fannst þetta dálítið fyndið, en um leið sorglegt, að sjá hvernig áfengi getur farið með fólk.  Það seinasta, sem ég sá af þessum gæa, var þegar löggan dró hann æpandi og skrækjandi á brott, eins og sást í sjónvarpinu.   Sorglegt var hins vegar að sjá útganginn á Alþingishúsinu, og umhverfinu, en ábyrgðin á þessu öllu er hjá Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu, fyrir þaulsetni þeirra, og blindu á vilja og kröfur fólksins.  DSCF3001 
 
  En nú eru þau loksins búin að átta sig, og ákveða að samstarfið gengur ekki lengur.  Þá er bara að halda áfram, og losa okkur við fleiri meinsemdir, eins og Davíð Oddson, og sækja síðan þetta fólk, sem kom þjóðinni á hausinn.  Og nota öll hugsanleg meðul, (óþarfi að vanda þau) til að koma þessu fólki í bönd, og endurheimta eitthvað af ránsfenginum aftur.
   Ég var á göngu í gær (föstudag) um Austurvöll.  Hitti fyrir nokkra hressa Breta, sem báðu fyrir hlýjar kveðjur til (næstum því) allra Íslendinga, með þökk fyrir peysurnar.  Þeir sendu líka Davíð Oddsyni og ríkisstjórninni kveðjur, eins og sést á myndinni, sem Benedikt Sigurðsson tók af hópnum.   DSCF3009  Á skiltinu stendur:  "Dabbi drullusokkur"
 
   Á morgun ætla ég niðrá Austurvöll, baráttan fyrir breytingum og framtíð fyrir fólkið er langt í frá búin, og ég vona að þrátt fyrir ógætileg orð, sem hafa verið mistúlkuð af spillingaröflunum, og notuð til að reyna að reka fleyg í fylkingu fólksins, þá veit ég að við látum engan bilbug á okkur finna.
 DSCF3008_2
      

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband