Gott framtak og þarft.

Fleiri mættu huga sinn gang, T:D: bændur, en umgengni þeirra, margra er til háborinnar skammar fyrir þá sjálfa, sveiterfélag þeirra og okku öll hin.  Útlendingar, sem ég hef farið með um landið hafa oft spurt mig hvoert ekki séu reglur um umgengni við landið, og eins hvort matvælaframleiðsla sé eftirlitslaus á Íslandi.

Nauðbitnir hrossahagar, rúlluplast í girðingum og úti um allt, ónýtar vélar og tæki, lekandi olíum og öðrum efnum, hálfhrunin eða hrunin hús, fallnar girðingar o.f.l. mætti telja, sem gefur ekki góða mynd af bændum á Íslandi.  

Sem betur fer, eru flestir ekki eins og ég hef talið upp hér, en sóðarnir skemma fyrir öllum hinum, og koma óorði á stéttina.

Það vekur einnig athygli, að jafnvel sveitarfélög, sem státa af einhverskonar umhverfisstefnu eða vottun um hreinleika og sjálfbærni, virðast ekkert gera til að lagfæra og halda sínum svæðum skikkanlegum.  Einnig að jafnvel fjölförnustu ferðamannaleiðir eru engin undantekning, nema að síður sé. 


mbl.is Rusl frá skyndibitastöðum áberandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

og flott hjá þér að minnast á þetta. og þarft að ræða - sennilega er allur þessi 'hreinleiki' hérna bara bull

Rafn Guðmundsson, 21.4.2013 kl. 16:03

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fátæktin er aldrei falleg. 

Kannski er þetta sem þú nefnir, Börkur, íslenska útgáfan af fátækrahverfum heimsins.

Kolbrún Hilmars, 21.4.2013 kl. 16:06

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ekki er ég viss um að 'fátækt' sé sökudólgurinn þarna

Rafn Guðmundsson, 21.4.2013 kl. 16:34

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Rafn, lestu pistil Barkar aftur.

Kolbrún Hilmars, 21.4.2013 kl. 16:39

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

las hann aftur Kolbrún og er enn sömu skoðunar.

Rafn Guðmundsson, 21.4.2013 kl. 17:17

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

OK, berðu þá saman sæmilega snyrtileg íbúahverfi (hvar sem er í heiminum) við bárujárns- og pappakassahverfi (hvar sem er í heiminum) og reyndu að telja einhverjum trú um að munurinn stafi ekki af fátækt.

Kolbrún Hilmars, 21.4.2013 kl. 18:01

7 Smámynd: Rafn Guðmundsson

nei Kolbrún - þú mátt hafa þá skoðun að þetta sé vegna fátæktar - það er bara ekki mín

Rafn Guðmundsson, 21.4.2013 kl. 18:56

8 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Ég held að hér sé ,,andlegri fátækt", og leti, helst um að kenna.

Börkur Hrólfsson, 21.4.2013 kl. 19:02

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það hlýtur að vera erfitt fyrir leiðsögumann og fararstjóra að útskýra fyrir erlendum ferðamönnum að  sóðaskapur og vanræksla á íslenskum búum stafi eingöngu af andlegri fátækt og leti?

Kolbrún Hilmars, 21.4.2013 kl. 19:56

10 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Það er það, sérstaklega þar sem ég er af bænum kominn, sem ekki máttu vamm sit vita, og héldu sínum búum eins snyrtilegum og hægt var, og voru stoltir bændur. En eitthvað er stoltið lítið hjá mörgum bændum.

Börkur Hrólfsson, 21.4.2013 kl. 20:05

11 Smámynd: Börkur Hrólfsson

,,Af bændum kominn" átti þetta að vera

Börkur Hrólfsson, 22.4.2013 kl. 01:26

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er nú líka af "bændum komin" og líkt og þú - þeim sem ekki máttu vamm sitt vita.

En ef sjá má bæjarhlöð þar sem umgengnin er ekki til sóma, er það yfirleitt vegna sjúkdóma eða hrörleika/elli ábúenda.  Þar sem jörðin sjálf hafði jafnvel verið lengi á söluskrá án þess að kaupandi fengist.

Það er einmitt þar sem fátæktin kemur til; ríkir bændur gátu keypt einhvern til þess að sinna þessum málum - hinir ekki.


Kolbrún Hilmars, 22.4.2013 kl. 17:39

13 Smámynd: Börkur Hrólfsson

,,Kaupi þetta" ekki. Ef þetta er ástæðan, þá eiga sveitarfélögin að koma með aðstoð. Þau bera samfélagslega ábyrgð á að sveitin sé ekki íbúum til skammar. Og ef einstakir bændur / landeigendur geta ekki séð um þessi mál sjálf, verður að gera það á þeirra kostnað. Umgengni um landið er ekki lengur ,,einkamál" ábúenda eða eigenda, sérstaklega ekki á ,,ferðamannaleiðum". Við erum jú að selja landið okkar, sem hreint og fagurt, land sem er þess viði að heimsækja, og aðrar þjóðir ættu að taka til fyrirmyndar.

Börkur Hrólfsson, 22.4.2013 kl. 19:55

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Börkur, þú þarft ekki að kaupa neitt, því ég er ekki að selja neitt. 

Annað en hugsanlega að benda á að jafnvel sveitarfélög hafa ekki heimild til þess að brjóta  eignarréttarákvæði jarðeigenda.

Kolbrún Hilmars, 23.4.2013 kl. 16:53

15 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Æi ertu nú komin í þennann gírinn ?, þá nenni ég ekki að rífast við þig.

Öll sveitarfélög hafa þá skyldu, að halda umhverfi sínu hreinu, og koma í veg fyrir náttúruspjöll, hverju nafni sem þau nefnast. Og Öll sveitarfélög hafa einhverja umhverfisstefnu, og úrræði til að framgylgja henni, það er bara spurning um vilja og þor.

Engum landeiganda er heimilt að skilja úrgang of rusl eftir eins og honum sýnist (skárra væri það nú).

Og svo ég komi aftur að byrjuninni á þessu, þá held ég að sem flestir ættu að fara Gullhringinn, og sjá hvernig umgengni sumra bænda er ekki til fyrirmyndar, og reyndar á móti öllum reglum um almenna umgengni og reglum um dýrahald.

Læt ég þetta nægja um þessi mál, og sný mér að öðru.

Börkur Hrólfsson, 23.4.2013 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband