Gott að þeir taka sig á.

Það er gott, þegar fólk viðurkennir mistök og jafnvel vanrækslu, og tekur sig á í framhaldinu.

Í Hafnarfirði hafa viðurgengist þvílík mannréttinda brot gagnvart fjölskyldum, að annars staðar væri löngu búið að fangelsa fólk, og taka á hlutunum, og hefði ekki þurft bók eins og ,,myndin af pabba" til.

Ég ólst upp í Hafnarfirði, mitt í soranum og viðbjóðnum, sem þar viðgekkst.
Barnaníðingar og dýraníðingar voru á allra vitorði, og kúgun af hendi kirkju og barnarverndarnefndar gegn einstæðum mæðrum og fátækum fjölskyldum viðgekkst, og þótti alveg sjálfsagt mál.
Þannig gengu um götur menn eins og ,,Stebbi dóni", verndaður af fyrrverandi bæjarstjóra, hann seldi dætur sínar og konu í vændi, með vitund allra, sem vildu vita.
Þá voru níðingar eins og Pomm bræður, og margir ungir menn þekktu ,,Þú verður góður við mig, og ég verð góður við þig, 10 000 kall. Hittumst í kofaborg eftir hálftíma" Þetta var tilboðið frá öðrum þeirra. ,,Veriði ekkert að rúnta með Hlölla, og passiði ykkur á Árna" var viðkvæðið, þegar þessir bræður báru á góma. Að endingu var annar þeirra skotinn til bana af fyrrverandi fórnarlambi, en hinn dó úr hræðslu.
Þá var einn dáðasti sundþjálfari Sunfélags Hafnarfjarðar haldinn girnd til ungra drengja, og allir vissu það, en þótti ekki hættulegt. ,,Passiði ykkur á að vera ekki nálægt honum, ef hann er fullur", var viðkvæðið þegar strákar reyndu að segja frá.
Þá vissu allir af ,,áhuga" Gunna Hvassa á kindunum fyrir ofan bæinn, og það var haft í flimtingum að hann væri í heimsókn hjá kærustunni í fjárhúsunum fyrir ofan bæinn.

En það var ekki bara meðal almúgans og lágstéttana sem ýmislegt óviðurkvæmlegt viðgekkst.
Allir vissu, og samþykktu að þegja þegar kennari í Flensborg byrjaði með ungum nemanda sínum, og jafnvel þó að þá hafi ungt fólk verið sjálfráða 16 ára, var slíkt ekki samþykkt sem eðlileg eða ,,leyfð" hegðun, nema í Hafnarfirði.
Þá má geta þess, sem allir Hafnfirðingar vita, sem vilja, að félagsmálayfirvöld voru ekki barnanna best, og jafnvel félagsmálastjóri, sem jafnframt var sóknarprestur og kennari, níddist á einstæðum mæðrum og fátækum. Og ef konurnar þíddust manninn ekki, áttu þær á hættu að börnin yrðu tekin af þeim og send á upptökuheimili, eins og Breiðuvík, Hjalteyri, Hlíðardalsskóla eða Katrínarkot svo fáein séu nefnd. Og allir vita hvað viðgekkst þar.

Það er gott að bæjarstjórnin í Hafnarfirði, hafi viðurkennt vandann og sýni vilja til að koma í veg fyrir að annað eins geti gerst á ný.

Ég óska Hafnfirðingum til hamingju með það, og vona að þessar skelfingar heyri sögunni til í fallega bænum mínum.


mbl.is Tóku sig á eftir bók Thelmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband