Vantar fréttaflutning

Þetta er nú svolítið okkur að kenna.
Það mætti auka fréttaflutning af óförum útlendinga hér á landi. Alltof margir halda að það að ferðast um hálendi og jökla sé ,,walk in the park".
Mbl er með ,,news in english", þar er afar sjaldan fréttir af þessum málum, það virðist ekki mega styggja ferðamanninn, við skulum fá hann hingað, hvað sem það kostar !
T.d. vantar alveg fréttir af bílveltum ferðamanna ó vondum vegum okkar, eða þegar það þarf að sækja fólk í vanbúnum bílum inná fjöll.
Ég held að ferðamenn taki jafnvel sénsinn, af því að þeir vita að þeir geta treyst á að verða sóttir, ef þeir lenda í vandræðum, þessir gerðu það.
Stöðugar fréttir af færð og óförum fólks myndu fæla ævintýrafólkið frá, sérstaklega ef fjallað væri um kostnað, sem vanbúið ferðafólk þyrfti að borga. Að sjálfsögðu þyrftu þær að vera á ensku, í fjölmiðlum fyrir ferðamenn. Iceland review T.d.
Þessar fréttir gætu líka gagnast í atvinnuleysinu, sem er hér er.
Þannig mætti ímynda sér, að ef meira væri hvatt til að nota kunnáttu Íslenskra fjallamanna myndi þessum atvikum fækka til muna, og skapa störf um leið. T.d. held ég að Íslenskir fjallamenn viti alveg hvernig tjöld þurfa til að ferðast um Vatnajökul að vetri.

mbl.is Fleiri útköll vegna ferðamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband