Gott mál !

Við verðum að átta okkur á því, að hvaða álit sem við höfum persónulega á samtökum sem þessum, þá verðum við að vera varkár, með hvað við segjum opinberlega. Ekki síst yfirmaður dómsmála.

Jafnvel þó einhverjir glæpamenn finnist innan vébanda Hell´s Angels á Íslandi, þá hafa samtökin sem slík, aldrei verið dæmd fyrir glæpi, eða fyrir að hvetja til þeirra.

Það væri eins hægt að kalla Þjóðkirkjuna glæpasamtök, eða Alþingi, eða Lögregluna! Í öllum þessum ,,samtökum" hafa verið, og eru jafnvel enn, dæmdir glæpamenn. En ég er hræddur um, að ef ég héldi því fram opinberlega að þetta væru glæpasamtök, myndi einhver vilja kæra mig fyrir meiðyrði. Þess vegna ætla ég ekki að gera það !

En ég hugsa ýmislegt !,


mbl.is Vítisenglar stefna Ögmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit svo sem ekkert um Hells Angeles nema það að þeir eiga flestir mótorhjól og ganga stundum í leðri og sumir þeirra eru  frekar sveittir og ekkert sérstaklega sætir og sumir þeirra eiga það til að vera frekar fúlir út í einhverja bandíta á mótorhjólum sem eru líka oft í leðri allavega í Danmörku og Svíþjóð og svona. Hins vegar veit ég stundum hvað mér finnst og mér finnst þetta brilliant samlíking hjá þér.

Edda Björk Ármannsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 11:15

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er líka ágætt að fá það á hreint, hvað má og ekki má.... segja

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.12.2011 kl. 12:53

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gunnar. Það má segja satt, hvað sem einhverjir hvítflibbar bak við leiktjöldin reyna að ljúga um lög og réttlæti.

Það eru hvítflibba-glæpamenn sem nota Hells Engels í skítverkin, svo hvítu flibbar þeirra valdamestu verði ekki blóðugir og skítugir, því það mun rýra traustið á þeim, á blóði drifinni framabraut siðblindra hvítflibba-glæpamennina.

Ögmundur Jónasson er ekki einu sinni með flibba, hvað þá hvítan flibba. Það verður ekki flókið fyrir almenning að kæra þá hvítflibba-glæpamenn, sem nota Hells Engels í það mannréttindabrota-skítverk að kæra Ögmund, sem berst fyrir réttlæti og lýðræði.

Það er nauðsynlegt að fá það upp á yfirborðið, hverjir eru hinir raunverulega glæpamenn (hvítflibba-mafían). Almenningur verður að segja frá öllu sem hann veit um raunveruleikann, ef raunverulegt réttlæti á að ná fram að ganga.

Það er viðbjóðslegt hvernig þessi glæpasamtök hvítflibba nota leðurklædda menn, m.a. til að klæðast fínum fötum og blekkja saklaust fólk í valdastólum til að verða þrælar mútu-hvítflibba-mafíunnar. Til eru fjöldamörg dæmi um hvernig leðurklæddir menn eru dubbaðir upp í hvítflibba-klæðnað í hvítflibbasamkvæmum, og eru látnir blekkja saklaust fólk til að innbyrða einhverjar hroðalegar dópblöndur og látið fremja einhver óhæfileg verk í vímu. Síðan eru teknar myndir af öllu saman, eða næturgestir látnar hóta að kæra "nauðgun", og fleira í þeim dúr. Myndirnar og kærurnar eru svo notaðar til að múta þessum einstaklingum til að fremja mannréttindabrot úr mafíu-útdeildum valdastólum í þágu glæpamanna og ræningja.

Þetta er eflaust flókið að skilja, fyrir þá sem aldrei hafa heyrt talað um svona staðreyndir, hvað þá meir. Við verðum að standa með þeim sem verið er að fara svona hroðalega illa með, með mútum og hótunum ef þeir gera ekki eins og villidýrin í hvítflibbamafíunni vilja.

Svona gerast kaupin á nútíma-eyrinni. En meðan mafían stýrir fjölmiðlunum, þá verður ekki sagt frá svona hörmulegum sannleika.

Ég bíð eftir að Wikileaks verði virkja 100% í þágu almennings, því ekki er vanþörf á uppljóstrunum í veröldinni, sem rambar á barmi tortímingar.

Það er kominn tími til að vakna, og sjá í gegnum blekkingarleikritið.

Á morgun er samkoma hjá Amnesty International íslandsdeild kl 13.00-18.00 (en er ekki alveg viss um að tímasetningin sé rétt) í Þingholtsstræti 27. Það ættu allir að mæta þar, sem hafa tök á því. Amnesty International er eina vonin til að réttlæti náist í heiminum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.12.2011 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband