Börnin í hættu vegna nísku ??

Alveg finnst mér það magnað að ennþá skuli vera leitað eftir lægstu tilboðum í rútuferðir, í stað þess að gera kröfur um lágmarks útbúnað til fararinnar.
Þetta er ekki eina tilfellið þar sem vanbúnir bílar fara af stað með börn í skóla eða íþrótta ferð, vegna þess að tekið var lægsta tilboði, frekar en að að gera kröfur, og þurfa kannski að borga aðeins meira fyri aukið öryggi.
mbl.is Börnum bjargað úr Krossá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Þarna er aðeins meira en lægsta tilboð, ég veit ekki til þess að til sé einn einasti fólksflutningabíll á Íslandi með drif á öllum hjólum sem getur tekið svona stórann hóp (50+). Það hefði kallað á tvo bíla og þar með tvöföldun á kostnaði. Eins drifs rútur eru á ferð í Þórsmörk í hundraðatali yfir sumartímann og yfirleitt er það vandræðalaust en einstaka sinnum lenda þær í vandræðum eins og þarna.

Ég er búinn að fara miklu fleiri ferðir heldur en ég hef tölu á inn í Goðaland og Þórsmörk og sjá fjöldann allan af festum og vandræðum og held að mér sé óhætt að fullyrða að það þurfi mjög "geggjaðar" aðstæður til þess að farþegar séu í hættu í þessum stóru bílum ef þeir sitja fastir en á smárútum og jeppum getur hins vegar verið talsvert hættulegt að sitja fastur í ám eins og Krossá. Svona stórir bílar setjast yfirleitt fljótlega á kviðinn þegar grefur frá hjólunum og sitja eftir það mjög stöðugir eins og klettar í ánni, minni og léttari bílar velta hins vegar auðveldlega þegar grefur undan þeim og þess vegna er betra að hafa hraðar hendur þegar þeir sitja fastir.

Án þess að ég viti hvernig aðstæður voru þarna virðast menn hafa brugðist fagmannlega við og tekið börnin út um afturrúðuna, eins nærri landi og hægt var í stað þess að draga þau í land úti í gegnum strauminn.

Einar Steinsson, 2.9.2010 kl. 18:16

2 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Við vitum báðir, að það eru ekki til svo stórar 4X4 rútur, og að það er meiri kostnaður að flytja stórann hóp, en litinn.

Hins vegar eru aðstæður ærið misjafnar, og þó að við séum báðir þrautreyndir rútubílstjórar, og höfum fleiri ferði að baki en við hofum tölu á, þá hefur krossá ekki verið fyrir eins drifs rútur í sumar. Hún er búinn að vera að flengjast bakka á milli, og grafa sig út og suður í allt sumar, þetta vita allir rútukallar, sem hafa verið á ferðinni. Það er ekkert mál að fara með tvo bíla, og ferja fólkið yfir ána á tveggja drifa bílnum, það er búinn að vera ,,standardinn" í sumar, sérstaklega Húsadalsmeginn.

En auðvitað hafa menn komist yfir á eins drifs bílum, og hefur þar verið að hluta til heppni og að hluta færni bílstjórans að þakka.

En eigum við að vera að taka einhverja óþarfa sénsa með börnin okkar ? Eða að borga aðeins meira fyrir aukið öryggi ? Um það snýst þetta.

Börkur Hrólfsson, 2.9.2010 kl. 18:32

3 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Verð nú að taka undir með Berki.Eins og aðstæður eru núna á Krossá er hún mjög varasöm fyrir einsdrifs bíla.Ég tel mig þekkja mjög vel til þarna innfrá og árnar líka eftir mörg ár í vinnu hjá Vestfjarðaleið,það hefur verið bara trukka færi yfir Krossá mikið til í sumar vegna mikils framburðar eftir gosið.Fólk ætti að skoða hvernig rútur eru að fara þarna inneftir með börnin þeirra...

Marteinn Unnar Heiðarsson, 2.9.2010 kl. 19:12

4 identicon

Ég vil nú skella skuldinni á bílstjórann og þá sem stýrðu ferðinni.  Bílstjórinn hefur ekki varað sig á afturendanum og bröttum bakkanum og því fór sem fór.  Svona rútur eru að fara daglega yfir Krossá.  Ef mikið er í ánni eða einhver vafi á höndum er skylda bílstjóra og fararstjóra að taka ekki óþarfa áhættu.  Þarna hefði þeim verið í lófa lagið að láta trukkinn sem alltaf er þarna innfrá, ferja börnin yfir ána.  Minnsta mál.  Víst eru til rútur þetta stórar (50+) með fjórhjóladrifi.  Ég geri ráð fyrir því að þessi hafi verið með læstu að aftan og því hefði hún átt að komast þarna yfir.  En aðstæður eru breytilegar og mismunandi mikið í ánni.  Staðarhaldari hefði bæði getað látið ferja börnin yfir og eins skellt spotta í rútuna til öryggis.  Þá er fararstjórinn skáti og kennari til áratuga og örugglega ekki í fyrsta skipti með hóp í Þórsmörk.  Ég held að þetta hafi verið hugsunarleysi hjá öllum aðilum.


Baldur (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 17:25

5 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Núna veit ég meira um hvernig þetta bar að, og ég verð að segja að miðað við aðstæður, þá gerði bílstjóri rútunnar allt hárrétt, miðað við það sem hann gat gert. Það virðist hafa verið gripið til þeirra ráða sem ættu að duga til að koma í veg fyrir svona óhapp, en slýs gerast, og svo var þarna.

Ef skella á skuld á einhvern, þá er það fyrst og fremst, T.Jónasson, sem sendi ,,sérhannaða til Þórsmerkurferða" rútu inneftir með 50+ börn.

Það er alvörumál ef rútufyrirtæki sendir vanbúna bíla í Þórsmörk án þess að gera viðeigandi ráðstafanir, en svo var ekki í þessu tilfelli.

Hinsvegar geta tæki og tól alltaf bilað þegar síst skyldi, og svo var víst þarna.

Ég held hins vegar því fram, að þarna hefði átt að senda 4X4 rútur, og þá tvær ef þarf, en þá hefðu þeir kannski eki getað boðið jafn lágt í ferðina, þannig að alltaf snýst þetta fyrst og fremst um peninga.

Börkur Hrólfsson, 3.9.2010 kl. 18:08

6 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

En svo eru Básar alltaf val ef gisting er fyrir hendi þar og þá þarf ekki að fara yfir Krossá,og svo er bara mikið fallegra í Básum :))))))))))))))

Marteinn Unnar Heiðarsson, 3.9.2010 kl. 21:33

7 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Já auðvitað, en þeir eru ekki val ef gista á í Þórsmörk. En já.

Börkur Hrólfsson, 3.9.2010 kl. 21:36

8 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Það er rétt en þá er það í Goðalandi og hægt að horfa á Þórsmörk þaðan :))))))))))))))

Marteinn Unnar Heiðarsson, 3.9.2010 kl. 21:44

9 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Jamm, en Hvanná hefur verið ansi illvíg í sumar, er ekki viss um að þessum bíl hefði gengið vel í henni, en þó kannski........

Börkur Hrólfsson, 3.9.2010 kl. 21:51

10 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Maður hefur nú séð Hvanná verri en nú í sumar þó það það hafi komið smá skot annað slagið og þar ekki mikill framburður frá gosinu heldur

Marteinn Unnar Heiðarsson, 3.9.2010 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband