Laugarlæk ??

Alveg ótengt ,,Frú Laugu"
Óskaplega fer það í taugarnar á mér, þegar rangt er farið með staðarnöfn, sbr. í fréttinni hér.
,,Laugalækur" var það heillin, þ.e. lækurinn úr laugunum.
Að minnsta kosti tvö fyrirtæki við Laugaveg, vita ekki hvað gatan þeirra heitir, og auglýsa sig við ,,Laugarveg". Það eru Kós leðurvöruverslun, og austurlenskur veitingastaður á ,,Laugarvegi" 60.
Laugavegur heitir svo, vegna þess að hann lá í laugarnar (í fleirtölu).
Eins sést æ oftar að Skógafoss er kallaður Skógarfoss, þetta hefur jafnvel verið prentað í ferðabæklinga og handbækur.
Þeir eru fleiri staðirnir, sem svo er farið með. Kannski er þetta bara eðlileg þróun, og ekkert við að gera, en þetta fer samt í taugarnar í mér.
mbl.is Vín úr íslenskri belju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Sammála þessu hjá þér, um daginn tók steininn úr á MBL á netinu. Þar var fjallað um vandræði sveitarfélagsins Álftaness og í fyrirsögn stóð ; Álftarnes .......

Ragnheiður , 21.12.2009 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband