Náttúruhamfarir !

Hvað með Viðlagasjóð ?, á hann ekki að bæta tjón, sem verður í náttúruhamförum ?

Annars er það alveg hrikalegt, og okkur til skammar, að björgunarfólk skuli þurfa að standa í málaferlum (sem það venjulega tapar) til að reyna að fá einhverjar bætur, ef það slasast við björgunar aðgerðir.
Mér dettur í hug maðurinn, sem stakk sér í sjóinn og bjargaði skipsfélaga sínum, en slasaðist og varð öryrki, þegar skipsfélagar hans hífðu hann um borð aftur. Hann stóð í margra ára stappi við að fá bætur, vegna þess að ,,enginn skipaði honum að fara í sjóinn á eftir skipsfélaga sínum", hann var heppinn að fá ekki sekt.
Fleiri dæmi má vafalaust telja.
Mér finnst að þeir, sem slasast eða farast við björgunarstörf, eigi skilyrðislaust að fá medalíur, og þær hæstu bætur, sem hugsast getur, strax! Síðan geta yfirvöld og tryggingar rifist um það eftirá, hver á að borga brúsann. Það er til háborinnar skammar að tryggingarfélögin skuli reyna að koma sér undan að greiða bætur til þessa fólks, sem er tilbúið til að fórna fjölskyldulífi, frítímum, limum og lífi, til að hjálpa öðrum í neyð !!


mbl.is Bílatryggingar bæta ekki tjón vegna snjóflóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann fékk greiddar skaðabætur samkvæmt skaðabótalögum, ásamt því er hann tryggður hjá Slysavarnarfélaginu. Tryggingarfélögin þurftu hins vegar ekki að greiða bætur þar sem þetta var ekki talið vera "bílslys" eða einhver álíka vitleysa. Gaman þó að vita það að ef þú kemur að bílslysi og slasar þig við að hjálpa fólki að þá er trygginarfélaginu ekki skylt að greiða þér bætur þar sem bifreiðin var ekki í gangi. >:(

Ármann (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband