Afhverju bara þessi þrjú ?

Því er þessi skýrsla bara um þessi þrjú heimili ?
Hvað með öll hin ?
Alla sveitabæina, þar sem börnum var komið fyrir, á vegum barnavernda um allt land !
Hvað með öll Hvítasunnu kirkju heimilin ?
Hvað með Hjalteyri, Katrínarkot eða Hlíðardalsskóla, svo nokkur séu nefnd.
Ég fullyrði að á sumum þessara staða viðgekkst sama harðræðið og ofbeldið og á þeim, sem hafa verið í sviðsljósinu undanfarið.
mbl.is Óeðlileg innbyrðis samskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur verið að þú sért að líta þægilega fram hjá þeirri miklu vinnu sem lögð er í hverja rannsókn fyrir sig og það takmarkaða fjármagn sem unnið er með til að geta tuðað og komið með upphrópanir?  Ég fagna því að þessi nefnd er starfrækt og vonast til að næstu rannsóknir leiði fleiri óþverramál upp á yfirborðið........

Hrafn Kr. (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 15:31

2 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Alls ekki, ég er bara að benda á, að það eru miklu fleiri staðir sem þyrftu rannsókn sem þessa, og að þessu er engan vegin lokið.

Þó forsætisráðherra hafi beðist afsökunar fyrir illvirki þessara stofnanna, þýðir það ekki að við getum bara slakað á og gleymt þessu !

Börkur Hrólfsson, 8.9.2009 kl. 15:37

3 identicon

Þetta er áfangaskýrsla enda segir forsætisráðherra: " En næst skoði nefndin, Silungapoll, Jaðar, Upptökuheimili og unglingaheimili ríkisins".

Þóra (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 15:43

4 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Það er gott !

Börkur Hrólfsson, 8.9.2009 kl. 15:46

5 identicon

Ég þekki ekki Hjalteyri og Katrínarkot, en Hlíðardalsskóli á varla heima í upptalningunni, hann var venjulegur heimavistarskóli. Þar hafa e.t.v. verið vandamál milli unglinga, en mér er ekki kunnugt um slæma meðferð af hálfu starfsmanna. Hvaða dæmi þekkið þið af slíku (ef einhver) ?

Baldur Garðarsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 15:53

6 Smámynd: Guðmundur Kristjánsson

Af forvitni, hvað gerðist á Hjalteyri ? ertu ekki annars að tala um Hjalteyri í Eyjafirði ?

Guðmundur Kristjánsson, 8.9.2009 kl. 16:01

7 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Hlíðardalsskóli var eitt ,,úrræða" barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar í kringum 1970. Hann var rekinn af Hvítasunnufólki, sem réði leynt og ljóst barnaverndarmálum Hafnarfjarðar um það leyti.

Hjalteyri við Eyjafjörð var eitt af ,,heimilum" sem voru notuð til að vista börn á. Þar viðgekkst ,,trúarleg innræting" af verstu sort. Ritskoðun var algjör, og öllum meðulum beitt til að ,,snúa" börnum til betra lífernis.

Ég ætla ekki að fara að rifja upp það sem þar viðgekkst hér á blogginu, en hvet til að þessir staðir, og þá sérstaklega hlutur Hvítasunnukirkjunnar í ,,barnaverndarmálum" verði rannsakaður.

Hann leynist víða, sorinn.

Börkur Hrólfsson, 9.9.2009 kl. 02:56

8 identicon

Mér er spurn, hvað hefur þú fyrir þér varðandi sveitabæina sem barnavernd hefur jafnan sent börn á?

Það er svosem misjafn sauður í mörgu fé, en ég hef oftast heyrt góðar sögur af þess háttar. Ég er svo sem ekki hlutlaus en í vel flestum þeim tilfellum sem ég þekki til (ekki endilega að eg komi nálægt þeim samt) hefur ekkert slæmt um dvöl barnanna verið að segja...

Þorbjörg Dagný Kristbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband