8.9.2009 | 12:48
Enn ein rósin
Enn ein baneitruð rós í hnappagat kirkjunnar !
Svört skýrsla um vistheimili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað kemur þetta kirkjunni við?
Púkinn, 8.9.2009 kl. 13:04
Sannanlega á kirkjan á íslandi marga skömm, en ég spyr hver er tenging kirkjubnar við þessa frétt? Það var ríkið sem rak Breiðavík, Heyrnleysingjaskólann og Kumbaravog, Hjálpræðisherinn rak Bjarg.
Kjartan (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 13:05
Væntanlega verið að skjóta á kirkjuna vegna Bjargs þó það sé nú kannski varla sanngjarnt. Nær lagi að skjóta beint á Auður Eir heldur en þá stofnun sem hún seinna byrjaði að vinna fyrir, þó ég sé ekki aðdáandi þeirrar stofnunar persónulega.
Páll Jónsson, 8.9.2009 kl. 13:10
Páll hefur rétt fyrir sér. Öll þessi heimili, eða að minnsta kosti flest voru rekin með ,,trúarlegar" áherslur í fyrirrúmi, þar störfuðu verðandi, þáverandi eða fyrrverandi prestar, og áttu að vera sálusorgarar barnanna. Að auki voru prestar ævinlega í barnaverndarnefndum, sem sendu börn á þessa staði. Tveir hafa verið nefndir í sambandi við barnaverndarmál á áttunda áratugi síðustu aldar: Bragi Benediktsson, og Auður Eir, en þeir voru fleiri. Svo má ekki gleyma Hvítasunnukirkjunni, sem starfrækti nokkur heimili fyri ,,vandræðabörn" á síðustu öld, og gerir kannski enn.
T.d. var eitt slíkt heimili á Hjalteyri v/Eyjafjörð á áttunda áratugnum, Þar var börnum haldið föngnum, og þau beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi, sem mörg hver hafa ekki jafnað sig á, enn þann dag í dag.
Allt í nafni kirkjunnar !
Ef fólk heldur að Breiðavík, Bjarg, Kumbaravogur og Heyrnleysingjaskólinn séu einu staðirnir, þar sem börn, sem máttu sín lítils hafi verið kúguð og pyntuð, þá skjátlast fólki. Og ef fólk heldur að afsökunarbeiðni frá ,,ríkinu" sé allt sem þarf, þá skjátlast fólki. Fólk má ekki gleyma, eða vanmeta þætti kirkjunnar (hver svo sem hún er), og þjónum hennar í þessum málum.
Börkur Hrólfsson, 8.9.2009 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.