Nýr vegur

Þetta er splunkunýr vegur, með óþjappaða kanta.
Þarna er engu um að kenna öðru en vanmati bílstjóra á aðstæðum.
Enda er enginn að kenna neinu öðru um.

mbl.is Vegurinn gaf sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sæll Börkur,

Það er allveg hægt að vera sammála þessum orðum en líka ósammála.

Ég hef lent í svona óhappi þar sem kanturinn sveik, það var líka með þeim hætti að ég forðaði mér aðeins of langt út í kant til að lenda ekki í árekstri við smærri bíl.

Ekkert annað gerðist en að ég fór útaf, og svo aftur upp á veg þar sem för minni var svo haldið áfram.

Seinna tók ég mér það bessaleyfi að víkja ekki eins langt út í kant þegar ég mætti bíl en þá tapaði ég speglinum...

Spurningin er því svona: í hvort skiptið breytti ég rétt???

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 17.8.2009 kl. 00:30

2 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Það gefur augaleið, að ef vegurinn er of mjór til að mæta öðrum bíl, er ekki um annað að ræða en að stoppa alveg, og vinna sig svo út úr þeirri stöðu.

Börkur Hrólfsson, 17.8.2009 kl. 07:23

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Svona til frekari útskýringa þá get ég bent á þá staðreynd að þegar ég varð fyrir því að kanturinn sveik. var ég í beygju sem er breiðari enn beini kaflinn á veginum.

Hitt tilfellið þá var ég nánast stopp á beinum kafla, tapaði bara speglinum.

Í báðum tilfellum var ég á sama vörubílnum.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 17.8.2009 kl. 16:19

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Voða er þetta eitthvað mikið besserwisser hjá þér Börkur  LoL

Óhöppin verða jú oft vegna þess að eitthvað gefur EKKI augaleið ;)  Til að mynda veistu aldrei um það hversu vel sá sem þú ert að mæta muni víkja og því ekki ljóst hvort að vegurinn sé nógu breiður fyrr en stundum of seint. Tek fram að ég hef ekki lent í því sjálfur ennþá, en hef fullan skilning á slíkum aðstæðum.

En eru svona kantar nokkurn tímann þjappaðir eitthvað sérstaklega? Er ekki alltaf varasamt að víkja of langt á þungum bílum?

Baldvin Jónsson, 22.8.2009 kl. 15:42

5 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Maður skyldi allavega hægja vel á, svo maður endi ekki út í móa, ef illa fer.

Börkur Hrólfsson, 22.8.2009 kl. 15:47

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hægja vel á sér og aka síðan bara yfir....

Nei, meina að fara alltaf ofsalega varlega og koma fram af virðingu.  Þannig er það náttúrulega alltaf best á endanum

Baldvin Jónsson, 22.8.2009 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband