Sammála !

Ég hef oft furðað mig á því, að sum "lesblind" börn virðast ekki eiga í nokkrum vandræðum með það lesefni, sem vekur sérstakan áhuga þeirra.
Er þetta ekki bara "lesleti" ?
mbl.is Segir lesblindu afsökun menntakerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

Lesblinda hjá börnum fylgir þeim fram á fullorðins ár.

Ég var fyrir áramót samtíða konu sem var lesblind.

egvania, 14.1.2009 kl. 18:19

2 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Jæja, ég var í skóla áður en orðið lesblinda var fundið upp. Og kom staudandi í skólan og síðan gerðist lítið næstu 3 árinn, nema jú að kennarinn kallaði mig heimskingja. Og annar kennari barði svo í borðið að bækurnar og stafirnir dönsuðu meira en áður fyrir framan nefið á mér.  Ég var ítrekuð sökuð um að "nenna ekki að lesa alla stafina"

og sérstaklega man ég orðin "sérðu ekki að n-ið kemur á undan i-inu." þegar ég snéri stöfum við. 

En ég var heppin því að ég er með vægt einkenni af lesblindu. Og sá nægilega tímalega að enginn gæti hjálpað mér af fullorðna fólkinu. Svo ég tók málin í mínar eigin hendur, hætti að hlusta á allar aðferðirnar náði mér í bók og fann upp mínar eigin aðferðir. (lesa fyrstu 3 stafina og giska á restinna)

Ég hef fallið oftast í fyrsta áfanga hvers tungumáls sem ég læri en til að geta náð prófi þá þarf ég að skrifa hvern stíl minst 3 sinnum og hellst allan annan texta sem er í kenslubókunum.

Ég er í dag með háskólagráðu og er talandi á Ensku Dönsku ítölsku og Spænsku. En eins og þú hefur líklegast séð þá get ég ekki komið frá mér skamlaust texta á íslensku.

Tvisvar á ævinni hefur mér verið sagt upp starfi vegna þess að ég skrifa ekki vel. Samt hefur mér verið treyst síðar meir á ævinni til að sjá um bókhald fyrir stórfyrirtæki og unnið eins og arkitekt þó ég sé ekki mentuð beint á því sviði. Og gædað á 3 tungumálum.

Fjórðahvert barn í minni fjölskildu fær lesblindu, þar af er einn alveg ólæs. Svo ég anda alltaf léttar þegar ég heiri að barn í fjölskildunni sé orðið læst.

Ég er löngu hætt að segja fólki að ég sé lesblind, og als ekki í atvinnuviðtölum. Ég nota oftast orðapúka fyirr allatexta og talvann er minn besti hjálpar hella. Síðan á ég eina súper vinkonu sem les alla mikilvæga texta yfir fyrir mig. Ef ég þarf að skrifa á spænsku ritgerð eða annað þá geri ég það sama. Fæ atvinnu mannesku til að lesa yfir.

Ef maður er fatlaður þá lagar það lítið að velta sér upp úr því hvað mikla aukavinnu þarf að leggja á sig til að vera sem heill. Maður á bara að búa til verkfæri sem duga og ekki gera ráðfyrir að þeir sem ekki hafi fetað sama stíg skilji.

Þetta eru þaug lengsu orð sem ég hef sagt um málið í mörg ár. Og líklega síðast sinn. 

Matthildur Jóhannsdóttir, 14.1.2009 kl. 19:42

3 identicon

Ég er ekki í nokkrum vafa um að sumir eigi erfiðara með að læra að lesa en aðrir, en hins vegar eru allir að horfa yfir mikilvægan, en stuttan þátt í þessari frétt, sem er ný aðferð með að kenna börnum að lesa. Þar er ekki verið að tala um að horfa á stafi og orð á blaði, heldur en greiningu hljóða, eins og segir í fréttinni. Með þessari aðferð, skilst mér, eigi börnum mun auðveldara með að læra að lesa. Einnig segir að með þessari aðferð hefur nokkrum löndum í heiminum, ásamt einu skíri í Englandi náð að ná 100% læsi meðal sinna skólabarna. Ef þessi aðferð yrði tekin upp annarsstaðar mætti kannski kenna öllum börnum að lesa á sama hátt og þá sætu allir að sama borði (nema auðvitað heyrnalausir)

Jóel Hjálmarsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 01:42

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég lærði gömul aðferðina hljóð lestur eða kveða að tengja saman orð og hljóð. Greina rétt atkvæði miðað við íslenskar framburðar hefðir: Lís-a. Ragn-ar, Guð-mund-ur, Árn-i. Síðan er gott að læra órétt er Guðmundur skrifað Gvuðmundur og Árni skrifað Árdni. Það er dæmi um dellu reglu í íslensku. rdn>rn altaf en dl>ll oftast. bull, villa, della eða budl,vidl-a, dedl-a. Sameigileg merking þessara orða er að budl er bull og vidl-a er vill-a og dedl-a er dell-a. Bardn er barn. Ördn er Örn.

Reglan er bannað að skrifa rdn, rdl, leyft er að skrifa í staðin rn og rl og kallast það rétt.

Varl-a og Harl-a. dn=nn einkennir k.k. einn, sveinn, hreinn.  den(n) er ákveð-inn grein-ir Dönsk-u.

Júlíus Björnsson, 15.1.2009 kl. 03:03

5 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Ég er lesblind og það er ekki leti það get ég sagt þér,  þegar ég var lítil þá grét ég yfir því að ég gat ekki lesið og skrifað, og ég fékk að heyra það frá foreldrum og kennurum að ég væri fáviti,  í dag er þetta ekki vandamál, ég þarf að nota orðabók og púka, og ég er frekar sein að lesa,  þegar þetta uppgötvaðist þá fyrst var hægt að hjálpa mér. þegar ég fór í menntaskóla fékk ég bara 8-9-og 10.  Dóttir mín er líka lesblind og ég sá til þess að hún grét ekki yfir því, í dag er hún Hjúkrunarfræðingur og gengur vel.

það er bara sorglegt ef fólk heldur að lesblinda sé leti.

Sigurveig Eysteins, 16.1.2009 kl. 03:20

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í íslensku er ein regla sem aldrei er kennd eitt d stendur aldrei milli sérhljóða: ad-a, ad er alltaf skrifað at-a, og at. Þar sem mér var sagt að skrifa eins og ég talaði þá skrifaði ég þetta ekki rétt samkvæmt réttritun fram að 11 - 12 ára aldurs.  Þá kenndi ég mér sjálfum að skrifa rétt vitlaust. Því að rauðu viddllunar [rétt villurnar]  voru sárar. Þegar ég fór að læra hljóðfræði latneskra stafa í erlendum málum komst ég að því að íslensk stafhljóð er ekki alltaf í samræmi við bókstafinn.

Það þýðir að margir hafa lært að skrifa orð hljóðfæðilega rángt samkvæmt réttritunarreglum.     

ab-a, ab er alltaf  skrifað ap-a og ap sem og ag-a, og ag er alltaf skrifað ak-a og ak. eg-hljóðið er í raun í ætti við ch í þýsku Ich og gh í ensku high.

Að gera svo viddllur er rökrétt þegar maður tengir ljóð B D  G við ab ,ad, ak. Þessar villur kalla ég greind en ekki dyslexiu.

Kannski gétur kennari sem kallar barn fávita gert barninu meiri skaða frekar en  hitt.  Sumir krakkar þurfa að skilja og læra að skrifa hljóðfræðilega rétt rangt í samræmi við réttritun.

Júlíus Björnsson, 16.1.2009 kl. 04:37

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Var þessa viku í yfir setu í H.Í. Þar fá nemendur extra tíma vegna lesblindu og úrlausnir þeirra merktar"dislexia". Það þýðir að í úrvinnslu prófsins er tekið tillit til þessara vandamála nemenda.Einnig fá daufdumbir túlk,dáist af seiglu þeirra.

Helga Kristjánsdóttir, 18.1.2009 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband