6.1.2009 | 11:47
Friðþæging !
Heldur var hann aumingjalegur, milljarðamæringurinn í gær.
370 milljónir eru náttúrulega ekki miklir peningar fyrir hann. Hvernig honum dettur í hug, að hann geti syndaaflausn fyrir 370 milljónir, veit ég ekki, hann skuldar þjóðinni, og okkur vaxtagreiðendum Glitnis milljarða !
Annars líst mér illa á allt þetta "launalækkunar" og "endurgreiðslu" tal, ég held að launalækkun þingmanna, og stjórnenda, sé bara til að nota sem vopn í komandi kjaraviðræðum. Til að benda á, þegar við, nauðbeygður "skríllinn" förum að heimta hærri laun.
Frekar en að þingmenn og stjórnendur "lækki" laun sín, um eitthvað sem skiftir þá engu máli, vildi ég sjá þetta lið standa sig betur í vinnunni.
Bjarni, skilaðu öllum þeim peningum, sem þú "vélaðir" útúr bankanum mínum, og komdu þér svo úr landi, þú ert búinn að fyrirgera öllum rétti til landvistar hér, sem frjáls maður.
Burt með þig !!
Endurgreiddi 370 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Uppreisn æru sjálftökumanna!
Ég er ekki sammála hugmynd síðasta ræðumanns um útskúfun einhverra þegna þessa lands. Ég vil sátt og fyrirgefningu. Hins vegar þurfa brotlegir menn að leggja töluvert á sig. Það er ekki nóg að segja bara fyrirgefðu eins og krakkarnir í leikskólanum. Með afsökunarbeiðni þurfa að fylgja fébætur og síðan áætlun um nýja hegðun og þá er hægt að fara að fyrirgefa fyrir brotin. Ég vil líta á endurgreiðslu Bjarna og auðmjúkan svip í Kastljósinu sem fyrsta skref í nýrri sáttargjörð milli sjálftökumanna og þjóðarinnar, ef fleiri fylgja á eftir. Sáttina þarf að miða við að snúa þróuninni við og fara að skapa hér aukið félagslegt réttlæti í stað þess óréttlætis sem hefur verið að vaxa hröðum skrefum. Ábyrgð þeirra sem gengu á undan við að skammta sér ofurlaun er mikil því á eftir komu ýmsir embættismenn í þjónustu almennings og fóru að miða laun sín við upphafsmennina. Má þar nefna forystumenn í verkalýðsfélögum, bæjar- og sveitarstjóra á landsbyggðinni og svo sjálfan útvarpsstjóra ríkisútvarpsins sem sagði án þess að blikna í viðtali að hann hefði 1700 þúsund krónur í laun á mánuði. Þessir menn þurfa líka að bæta fyrir brot sín og tilkynna um breytta stefnu til að þeir verði teknir í sátt. Kannski þurfa þeir að skila helmingi launa sinna eins og Bjarni segist hafa gert, ef það á að takast að vinda ofan af hinu félagslega óréttlæti sem háttalag þeirra hefur haft í för með sér.
Magni Hjálmarsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.