Förum heim !

Ég hitti vísan mann í morgun, og hann sagði mér frá hugmynd, sem hann hafði til lausnar þeim vandræðum sem við erum í. Lausnin var:
Afhendum Norðmönnum Drekasvæðið til olíu vinnslu, og tökum upp Norska Krónu, og fylgjum henni. Í staðinn borga Norðmenn okkur út, og aðstoða okkur við að endurheimta virðingu fjármálaheimsins. Norðmenn hafa allt til að bera til að gera eitthvað úr þessu svæði, ef það er eins mikil olía þar, og menn segja. Þeir kunna til verka, þeir eiga græjurnar, og þeir hafa fjármagn til að byrja strax, svo hagnaður fer fljótt að skila sér. Við myndum semja um að borga aðstoð þeirra tilbaka með leigunni á svæðinu, og sanngjörn skifti á ágóðanum.
Norðmenn eru frændur okkar og forfeður, og það er ekki eins og þetta væri í fyrsta skifti, sem við leituðum til þeirra í nauð. Íslendingar gengust Noregskonungi á hönd á þrettándu öld, og í hundrað þrjátíu og fimm ár vorum við norsk nýlenda, og ég held að það hafi verið þokkalegir tímar. Fyrir sakir pólítíkur, og græðgi Dana vorum við svo Dönsk nýlenda í rúmlega fimm hundruð ár, og ég er ekki jafn viss um að það hafi verið góðir tímar.
Er ekki kominn tími til að við, brotthlaupnir Norðmenn, viðurkennum upprunann, og snúum heim, eftir tvöhundruð ára fjarveru frá forfeðrum okkar, sem eru ábyggilega með opinn arminn, til að taka á móti "Týndu sonunum", þegar við höfum spilað rassinn úr buxunum.
Gerum eins og Egill sterki, sem hljóp grenjandi til mömmu, þegar Skallagrímur hýddi hann fyrir að læðast aftan að hrekkjusvíninu, og drepa það.
Förum heim, með tóma vasa, og sultardropa á nefinu, og byðjum kónginn að hjálpa okkur.

Var Snorri Sturluson ekki örugglega Norðmaður ??


mbl.is Hafna upptöku norskrar krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hermann Bjarnason

Þú ættir frekar að hlusta á mig eða lesa bloggið mitt öllu heldur,

kv. Hermann

Hermann Bjarnason, 2.11.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Ævar Eggertsson

Þetta er ekkert minna raunhæft en aðrar hugmyndir.

Og ég vona virkilega að þeir hafa vit á að skoða þetta.

Væri mun betra að láta Norðmenn fá þetta en Breta...

Ævar Eggertsson, 3.11.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband