Sendið ísbjörninn til Grænlands !!!

Mikið er ég ánægður með Björgvin umhverfisráðherra núna.  Hann ætlar að þyggja boð Björgúlfs um að kosta flutning á bangsanum heim til Grænlands.  Fyrir nokkru þáði forsetinn far með Björgúlfi, og var gagnrýndur fyrir, er Björgvin þá núna handbendi Björgúlfa ???

Annars fékk ég hringingu frá vini mínum á Grænlandi, hann man vel eftir Valla víðförla, og hvernig honum var komið í skotlínu veiðimanns á Grænlandi.  Nú vill hann vita hvar á að sleppa birninum, honum þykir bjarndýrskjöt ljúffengt, og segir að auki, að það verði að drepa björninn strax, því að hugsanlega sé hann smitaður af einhverjum óþverra frá Íslandi.  Riðu kannski ?, landlægur andskoti, eða fuglaflensu, var hann ekki að úða í sig æðarfugli ?

Það er allavega hárrétt ákvörðun hjá Björgvini, að bjarga ísbirninum frá skyttum  Skagafjarðar, og auka þar með vinsældir sínar, og almennings álit á Íslandi.  Látið bara Grænlendingana um drápið, þeir eru hvort eð er morðóðir sel - og bjarndýra veiðimenn, sem engu hafa að tapa.  Birgitta Bardot og hinir vitleysingarnir hafa séð til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband