2 sögur

Fyrir u.þ.b. 10 árum var frændi minn í vandræðum með bílinn sinn, Cherokee 6 cyl.  Hann og vinur hans höfðu skift um heddpakkningu, og fengu bílinn ekki í gang, hvernig sem þeir reyndu.  Enginn neisti skilaði sér til kertanna.

Drengirnir fóru með bílinn á verkstæði á Rauðalæk, umboðsverkstæði Jöfurs (Jeep á Íslandi).  Þar var bílnum stungið í tölvu, en ekkert fannst.  Öllum deginum var eytt í að reyna að finna út, hvað amaði að, en ekkert gekk.

,,Síðasta úrræði" var, að drengurinn átti að kaupa nýjan heila fyrir háspennukerfið, sem kostaði 120 000 Kr. til að prófa hvort bilunin væri þar !

Við spurðum hvort verkstæðið myndi borga ef það reyndist ekki vera tölvuheilinn, eða ef hann skemmdist líka.  Neei, það kom ekki til greina.  Þá vildum við fá bílinn, til að fara með hann annað, en það var ekki við það komandi, nema við borguðum heils dags vinnu við að leita að biluninni.

Á endanum fór faðir drengsins með öðrum, og ,,tók" bílinn, dró hann til Kópavogs, á verkstæði Jöfurs.

Þar tók á moti bílnum verkstæðismaður, sem taldi vert að prófa að stinga honum í samband við tölvu, og hann fann bilunina á tveimur mínútum, með aðstoð tölvunnar.  Vír hafði marist og tognað, svo hann var í sundur, þótt ekkert sæist á honum að utan.

Það tók u.þ.b. 5 mínútur að skifta um vír, og reikningurinn var 1 450 Krónur.

Verkstæðið (umboðs verkstæði Jeep) á Rauðalæk hætti ekki fyrr en 17 ára unglingurinn hafði borgað fyrir eins dags ,,vinnu" við bilanaleit, u.þ.b. 40 000 Krónur.

 

Hin sagan er öllu nýrri.

Ég keypti Nissan Patrol, ekinn 99 000 Km.

Það fyrsta sem ég gerði, var að fara með hann á ,,smurstöðina mína" á Laugaveginum, sem hafði séð um að smyrja mína bíla í mörg ár.

Skift var um allar olíur og síur.

Daginn eftir bilaði bíllinn, og sýndi ,,check engine" ljósið.   Eftir mikinn kostnað, og vesen kom ég bílnum í bæinn, og fór með hann til Ingvars Helgasonar.  Þar var hann ,,tölvulesinn", og ó ljós kom að ,,olíuverkið var ónýtt".  Nýtt kostað vel á annað hundrað þúsund krónur.  

Ég var ekki sáttur, og fór með bílinn á viðurkennt Nissan verkstæði, Bífreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar.  Þar var sami úrskurður eftir tölvugreiningu.  Þeir buðu nýtt olíuverk eitthvað örlítið ódýrara en IH.  

Miður mín, fór ég með bólinn aftur til IH, og nú fékk ég menn út á plan, og þar heltu menn sér yfir vélina, en allir voru á sama máli, ,,það hlýtur að vera olíuverkið",  ,,tölvan segir það".     Mér fannst það heldur súrt, eftir aðeins 99 000 Km. akstur.

Þegar við stóðum þarna, og veltum vöngum yfir þessu, með húddið opið, kom gangandi gamall kall.  Hann var einn af þessum gömlu traustu mönnum, sem kunnu að gera við, án þess að tölva segði honum til verka.

Kallinn leit ofan í húddið, og sá strax hvað var að..........

Vitlaus hráolíusía hafði verið sett í bílinn á smurstöðinni, og sýndu skynjarar að bilun væri í olíuflæði þess vegna.  Það skal tekið fram, að sjáanlegur munur var á þessu síum.

Ég keypti nýja síu, fór með hana á smurstöðina, og sagði þeim söguna.  Þeir þrættu, og sögðu bækur og fræði röng, þeir hefðu ,,alltaf notað þessa síu í Patrol" og þetta gæti ekki verið ástæðan.  Eftir þrábeiðni mína samþykktu þeir að skifta um síu fyrir mig, en rukkuðu mig að fullu fyrir vinnuna.

Síðan hefur aldrei verið vandamál með olíuflæði í bílnum.

 

Þykja mér þetta vera dæmi um að  það er ekki nóg að hafa flottar tölvur, ef menn kunna ekki á þær, eins og á Rauðalæk, og að ekki ber að treysta á tölvurnar eingöngu, góð almenn kunnátta og þekking er meira virði en einhver tölva.

Kunni menn hinsvegar á þær, og taki þeim með fyrirvara, eru þær án efa góð tæki til viðmiðunnar. 


mbl.is Mikið kvartað undan verkstæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband