Eitthvað mikið að þessum bónda

Daníel reynir að kenna matvælastofnun um, þegar hann segir ,,að Matvælastofnun sé í þessu máli að brjóta ákvæði um dýravelferð. Bóndi sem hefur engar tekjur á erfitt með að kaupa fóður fyrir skepnurnar". Hann segir einnig, að vegna þess að gólfið er steypt, en ekki flísalagt, sé erfiðara að þrífa.

Það gefur augaleið, að hann þarf að leggja harðar að sér að þrífa, vegna þess hvernig gólfið er. Það er engin afsökun fyrir sóðaskap í matvælaframleiðslu.
Og ef hann hefur ekki efni á að fóðra dýrin, er ekki um margt að ræða. Senda þau annað, þar sem hugsað er um þau, eða lóga þeim, en ekki að kenna of ströngum reglum um.

Þessi bóndi ætti ekki að vera með skepnur, en það virðist vera sama hversu illa fólk hugsar um dýrin, og hversu sóðalegt er, fólk fær alltaf að halda áfram að framleiða mat fyrir okkur, og halda dýr, sama hvað gengur á.

Vill einhver kaupa mjólk frá þessu búi ? Eða lambakjöt frá Stórhóli í Álftafirði ?


mbl.is „Ég vona að þetta endi vel“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vann fyrir þó nokkru síðan sem mjalta- og fjósamaður árum saman og voru fjósin alltaf með steypt gólf, nema hvað það voru timburfjalir í básunum. Þetta voru ýmist frumstæð fjós með handmjöltun eða nýtízkulegri með hefðbundnum mjaltavélum. Að halda fjósunum og kúnum hreinum og snyrtilegum var ekkert mál og sjálfsagður hlutur.

Af myndunum frá fjósi Daníels eru kýrnar að drukkna í skít og svo vogar hann sér að kvarta og kveina! Langlundargeð Matvælastofnunar og Samtaka kúabænda er gjörsamlega óásættanlegt. Bændur sem ekki geta hugsað um skepnur sínar á forsvaranlegan hátt, eiga að missa leyfi til búfjárhalds strax við aðra ítrekun! Dýrin eiga ekki að þurfa að þjást árum saman vegna þess að yfirvöld loka augunum.

En þetta og önnur álíka mál sýna gjörla að verstu dýraníðingana er að finna innan bændastéttarinnar.

Pétur (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 18:49

2 identicon

Bændasamtökin eiga að gera burtræka úr sínum samtökum svona einstaklinga, sem draga samtökin niðr' í svaðið og eyðileggja orðstír bænda. Strax... Ekki á að bíða eftir einhverjum skúffuexpertum í Reykjavík sem ákveði framleiðsluleyfi fyrir svona dýraníðinga??

Svona illa gert fólk á skilið nokkra þvotta í flórnum í sínu eigin fjósi. Svei attann.

jóhanna (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband