Kerlingafjöll

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunnar, að besta lausnin sé að gera góðan heilsársveg yfir Kjöl.
Mep því myndi aðgengi að Kerlingafjöllum lagast, sem og að Hveravallasvæðinu, bæði fyrir norðlendinga og sunnlendinga.
Í Kerlingafjöllum er nægur snjór, meirihluta ársins. Þar er einnig nægt heitt vatn, til að hita alvöru skíðahótel og þar er hægt að virkja og framleiða nægt rafmagn fyrir svæðið, sem sagt: algerlega sjálfbært svæði.
Á Hveravöllum væri hægt að vera með rekstur allt árið um kring, og mætti hugsa sér vélsleðaleigu í þessarri fjallaparadís.
Með góðum, heilsárs vegi um Kjöl, myndi aðgengi að hálendinu verða betra fyrir alla, og það yrði ekki nauðsynlegt að eiga ,,Körfulána súperjeppa" til að geta notið útiveru á fjöllum.
Að auki tel ég að Kjalvegur myndi einnig styrkja og auka atvinnumöguleika í uppsveitum Árnessýslu og í Húnavatnssýslu.

mbl.is Gætu Botnssúlur bjargað skíðamönnum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Brekkurnar í Kerlingarfjöllum eru stuttar. Hvernig líst þér á Okið? ... og lest þangað uppeftir?

Jón Garðar (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 11:42

2 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Er Okið ekk ósköp flatt?, og snjólaust.

Brekkur frá Snækolli ofg alveg niður í skála eru nú doltið langar, er það ekki?, ég kann ekkert á skíði, svo að Arnarhóll væri bæði hár og brattur fyrir mig.

http://www.kerlingarfjoll.is/view_route_is.php?id=23

Börkur Hrólfsson, 17.5.2010 kl. 12:00

3 identicon

Ég hef að vísu ekki komið í Kerlingafjöll síðan um páska í fyrra, en þá var allt marautt þar. Einstaka hvít klessa.

Ef Botnsúlur eru vænlegar, með tilliti til veðurs og snjóalaga, eru þær líka töluvert nær stærstu byggð landsins.

Elín (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband