Færsluflokkur: Bloggar

Náttúruhamfarir !

Hvað með Viðlagasjóð ?, á hann ekki að bæta tjón, sem verður í náttúruhamförum ?

Annars er það alveg hrikalegt, og okkur til skammar, að björgunarfólk skuli þurfa að standa í málaferlum (sem það venjulega tapar) til að reyna að fá einhverjar bætur, ef það slasast við björgunar aðgerðir.
Mér dettur í hug maðurinn, sem stakk sér í sjóinn og bjargaði skipsfélaga sínum, en slasaðist og varð öryrki, þegar skipsfélagar hans hífðu hann um borð aftur. Hann stóð í margra ára stappi við að fá bætur, vegna þess að ,,enginn skipaði honum að fara í sjóinn á eftir skipsfélaga sínum", hann var heppinn að fá ekki sekt.
Fleiri dæmi má vafalaust telja.
Mér finnst að þeir, sem slasast eða farast við björgunarstörf, eigi skilyrðislaust að fá medalíur, og þær hæstu bætur, sem hugsast getur, strax! Síðan geta yfirvöld og tryggingar rifist um það eftirá, hver á að borga brúsann. Það er til háborinnar skammar að tryggingarfélögin skuli reyna að koma sér undan að greiða bætur til þessa fólks, sem er tilbúið til að fórna fjölskyldulífi, frítímum, limum og lífi, til að hjálpa öðrum í neyð !!


mbl.is Bílatryggingar bæta ekki tjón vegna snjóflóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enda ókeypis !

Íslendingar eru með lélegasta amannatrygginga kerfi í norður Evrópu. Styzta fæðingarorlof á Norðurlöndum, og þó víðar væri leitað. Og nú vilja yfirvöld stytta það enn meir.
Ég held að í núverandi kreppuástandi, væri nær að lengja fæðingarorlofið, og opna með því aðgang að vinnumarkaðinum fyrir fleiri.
En nei, þetta lið á þingi er svo gersamlega hugmyndasnautt og komið útí horn, að það eina sem því dettur í hug, eru skattahækkanir og afnám bóta og réttinda.
Hvernig er það, hafa ríkisstarfsmenn þ.m.t. þingmenn ekki ennþá margfaldann lífeyrisrétt, ávið almúgann ? Og alls kyns fríðindi s.s. bílastyrki, einkabílstjóra jafnvel, svo þeir þurfi ekki að aka drukknir heim, (einhver skrifaði um að þingmenn væru mikið drukknir í vinnunni, ,,að landinu væri stjórnað af drukknu fólki"), Hvernig væri að afnema ,,skúffufé" ráðherra ?, það myndi áreiðanlega skaga hátt í fæðingarorlofs skerðinguna.
Og hvað er þetta með sjómanna afsláttinn ? Auðvitað á að afnema hann, og láta útgerðina bæta sjómönnum það upp. Og ef útgerðin er það illa stödd, að hún getur ekki greitt mönnum sínum laun, án hjálpar hins opinbera, á hún að sjálfsögðu að leggja upp laupana, skila inn kvótanum, og leyfa öðrum að spreyta sig, nógir eru um hituna.

En á meðan ekkert er gert, heldur fólk áfram að ríða, enda er það góð og holl afþreying í sálarskammdeginu, nógur er tíminn í atvinnuleysinu.


mbl.is Íslendingar geta börn í kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enda fáránlegt mannvirki

Lýsandi dæmi un hvernig umferðarmannvirki eiga EKKI að vera !
mbl.is Umferðareyja fyrir ökumönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velja þarf nöfn af kostgæfni

Ég hef aldrei skilið þessa mannanafnanefnd (hvað eru eiginlega mörg n í þessu ?).
Helst vildi ég sjá hana aflagða, og ábyrgð nafngiftar velt yfir á foreldra eða forráðamanna.
Það er margt, sem þarf að hafa í huga þegar manneskju er gefið nafn. Svo sem, hvað nafnið þýðir, hverju það tengist og hvort manneskjan á eftir að verða fyrir aðkasti vegna þess.
Börn eru miskunnarlaus, þegar kemur að einelti og stríðni, og þá getur skift máli að heita réttu nafni.
Mér dettur í hug nokkur algeng Íslensk nöfn:
Appelsínu - Börkur
Lyga - Mörður
Álfur - út úr hól
Gróa - á Leiti
Guð ríður Jónsdóttir
(H)Rútur
Hrífu - Tindur
Truntu - Sól
Heiður - himinn
At - Geir
For - Ljótur
Allt eru þetta nöfn, sem eru upplögð til að nota til að stríða og meiða. Ábyrgð foreldra, sem skíra börn sín þessum nöfnum, er mikil, en hún á að vera þeirra. En ekki einhverrar nefndar út í bæ. Reyndar er alveg viðbúið að prestar eða aðrir þeir, sem að nafngiftinni koma, geti neitað eða að minnsta kosti reynt að hafa áhrif til hins betra, ef þykir.

Mér dettur í hug nokkur erlend mannanöfn, þýdd yfir á Íslensku:
Róbert Rauðavað
Alistigi Elska
Jonni skiftimynt
Glóbrystingur Hetta. Ég læt ykkur eftir að finna út hverjir þetta eru.

Einnig eru nöfn, sem vísa í staðinn þar sem börnin voru getin:
http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2009/11/21/nefndu_barnid_eftir_bilnum/?ref=fpverold
Chelsea Clinton
Atlavík Jónsdóttir

Og svo er það Ríkið, sem getur klikkað, eða er þetta með vilja gert.
Skírðu banka eftir Dýrafóðri: http://www.arion-petfood.sk/menu.php?id=menu/pes/standard

Við þykjumst vera svo fordómalaus, sem mest má, og bjóðum velkomið fólk allstaðar að úr heiminum. Og á mannamótum tölum við um að ,,Ísland sé orðið fjölþjóða samfélag", en samt má fólk ekki skíra börn sín nöfnum, sem þykja góð og gild í þeirra menningu. Svo sem Emmanuel, sem þýðir reyndar ,,guð meðal oss" eða eitthvað í þá veruna, Bastian, sem er þó einn þekktasti bæjarstjóri heimsins, og á Íslandi. Og Milica er gott og gilt nafn meðal fólks frá gömlu Júóslóvakíu og svæðum þar í kring. Ég er einnig viss um að Aisha er gott og gilt nafn.
Ég man í augnablikinu eftir að minnsta kosti tveimur Fyrrverandi ráðherrum, og einum óbreyttum þingmönnum á Alþingi Íslendinga, sem fengu að nota erlend nöfn sín, hvort sem þau voru fædd hérlendis eða ekki, en öll voru þau Íslenskir Ríkisborgarar.

Ég vil mannanafnanefnd (6 N !!) í burt, að mínu mati er hún leifar af gamalli hugmyndafræði Nasista og þjóðernissinna, og á ekki heima í ,,Fjölþjóða samfélaginu Íslandi"

P.S. Ég hefði verið mjög ánægður með að heita Jón.


mbl.is Fá ekki að heita Emmanuel og Milica
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað á hann að hneigja sig !

Þegar fólk (og forsetar), ferðast til annara landa, á fólk að hafa siði og venjur þess lands í heiðri.
Það getur verið að Obama sé æðsti maður Bandaríkjanna, en í Japan er það keisarinn.

mbl.is Að hneigja sig eða hneigja sig ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Órói undir jöklinum

Samkvæmt fyrirsögninni var vont veður við Kötlu. En hvernig ætli það hafi verið á yfirboðinu, í nágrenni Mýrdalsjökuls ?  Grin
mbl.is Vont veður undir Mýrdalsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað

Auðvitað verðum við að hafa sendiherra í Indlandi !. Við erum að hugsa um að flytja inn rafbíla frá þeim !
Skyldi húsnæði í Delí vera dýrt ? Eru Indverjar með sendiherra hér ?
Það verður að segja Össuri til hróss, að stundum getur hann verið fljótur að hugsa: Hugsanlega verður hagnaður fyrir þjóðina að fá Indverska rafbíla, en þá verður Össur búinn að eyða honum !
mbl.is Afhenti forseta Indlands trúnaðarbréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plága 21. aldarinnar.

Einn þriðji þjóðarinnar á ekki fyrir skuldum, og atvinnuleysið eykst.
Á 18. öld þurrkaðist 1/3 landsmanna út, Lakagígagos og Móðuharðindi.
Á 15. öld þurrkaðist 1/3 landsmanna út, Svarti dauði.
Allt er þá þrennt er.
mbl.is Þær ríkustu skera sig úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leðurjakkarnir hans Jóns Ásgeirs,

Eða bindin hans björgólfs Guðmundssonar, vélsleðann hans Pálma, úrið hans Hannesar O.sv.frv.
Þetta geta orðið hin skemmtilegustu uppboð.
mbl.is Eigur Madoffs seldar hæstbjóðanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál.

Einhvernvegin held ég að Kínverjar eigi eftir að láta mikið til sín taka þarna, svo sem annarsstaðar í alþjóðlegu samstarfi í framtíðinni.
Ég held að Kínverski drekinn sé hægt, en örugglega að skríða úr hýði sínu.
mbl.is Kínverjar leiða aðgerðir gegn sjóræningjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband