6.1.2009 | 16:50
Þvílíkt rugl !
Ég get ekki hætt að velta fyrir mér ýmsu varðandi þessa vitleysu, sem ég tel Bakkafjöruhöfn vera.
Fyrir það fyrsta, þá styttir það ekki ferðatímann til Reykjavíkur sem nokkru nemur, kannski 30 - 40 mínútur.
Eftir u.þ.b. klukkutíma siglingu á Bakka, tekur við tveggja tíma akstur til Reykjavíkur, um einhvern hættulegasta veg Íslands, Þjóðveg númer eitt, á Suðurlandi. Svo samtals er þetta að minnsta kosti 4 tíma ferð, með lestun og losun. Og u.þ.b. 100 Km. lengri keyrsla. Og svo er það þetta með að byggja, og viðhalda höfn á Landeyja sandi...
Væri ekki nær, að kaupa eins og einn eða jafnvel tvo nýja "Herjólfa", og fjölga ferðum til Þorlákshafnar ?
Þá þyrfti ekki að reka tvær ferjuhafnir á Suðurlandi, eitthvað myndi sparast við það. Það þarf hvort eð er að kaupa nýjan "Herjólf". Öryggi yrði meira, því ekki þyrfti að aka um Suðurland til að komast til Reykjavíkur. Örugglega 90% prósent allra, sem ferðast með Herjólfi, eru að fara til Reykjavíkur, er réttlætanlegt að fara útí vafasamar hafnarframkvæmdir fyrir hin 10 ?. Og svo er verið að skoða gamla (úrelta ?) ferju, lærðu menn ekkert af Grímseyjarferju málinu ?
Mér finnst þetta vera eitthvað mesta peninga sukk, sem viðgengst núna í kreppunni, og fyndist nær að fresta, eða slá þetta af, og nota peningana í eitthvað þarfara. T.D. heilbrigðis og bótakerfið.
Vestmannaeyjabær með danska ferju í sigtinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nenni nú eiginlega ekki að fara að rökræða þetta við þig. Ef þu ferðast ekki reglulega með Herjolfi með börn t.d. þá veistu ekkert um hvað þú ert að tala.
En mér finnst rétt að hafa staðreyndir á hreinu. Siglingin tekur 30 mín og aksturinn til Reykjavíkur 1,5 klst.
Ég held að gerð hafnarinnar kosti minna en nýr Herjólfur sem myndi sigla á Þorlákshöfn þannig að varla getur talist sniðugt að vera með tvær ferjur til að sigla á Þorlákshöfn þegar hægt er að vera með eina sem siglir á 30 mín í Bakkafjöru.
Egill (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 18:24
Hvað á höfundur eiginlega við með því að þetta sé hættulegasti vegur Íslands? Hefur blogghöfundur aldrei ekið um vestfirðina, þó ekki nema væri aðeins um austfirðina. Vegurinn frá Landeyjum og að Reykjavík er mjög vel þjónustaður. Ekki voru nú þrengslin mikið til að hrópa húrra fyrir. Vegalengdin er ekki nema 130 km, svo það er ekki nema litlu meira en 1,5 klst. Þessar röksemdarfærslur og hrópanir eru ekki að virka, Landeyjarferjan er það sem koma skal, hafðu góðan dag!
Guðmundur Heinrich (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 19:46
Það er kannski rétt að minna á að Vestmannaeyingar vildu samgöngubætur og það er það sem verið er að vinna að. Í stað tveggja ferða á dag með Herjólfi í sjóferð sem tekur tæpar þrjár klukkustundir verða 5-7 (og allt upp í 9) ferðir á dag í sjóferð sem tekur 30 mínútur. Það er þetta sem Eyjamenn vilja flestir þ.e. að hafa meira val um ferðatíma sinn og styttri tíma á sjó.
Það vældi enginn Eyjamaður um aksturstíma frá Reykjavík austur á Bakkafjöru þegar jarðgangahugmyndin var á lofti. Þá var ekkert mál að keyra Suðurlandsveginn. En núna er það stórmál í hugum sumra.
Það verða klárlega fleiri ferðir sem munu falla niður vegna sjólags við Bakkafjöru en þess í stað er lítið mál að fjölga ferðum næsta dag ef þörf er á vegna þess hversu stuttan tíma hver ferð stendur.
Það er náttúrulega arfavitlaust að ætla að reka tvær ferjur eins og Börkur leggur til. Það kostar aldeilis að reka slíka ferju, hvað þá tvær.
Guðmundur (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 23:44
Ég hef aldrei heyrt Eyjamann væla yfir neinu, og síst af öllu ferðatíma. Ég bjó í Eyjum um tíma, og kynntist harðduglegu fólki, sem var ekki með neitt helvítis væl, heldur óð í hlutina, stundum af meira kappi en forsjá finnst mér.
Ég hef oft ferðast með Herjólfi, og veit að ferðalagið getur tekið á, sérstaklega hjá börnunum.
Á löglegum hraða er aksturstími frá fyrirhugaðri Bakkafjöruhöfn til R.víkur er 2 tímar hið minnsta. Ekki gleyma að hluti leiðarinnar er á hlykkjóttum malarvegum, og svo er ekið í gegmum 3 þéttbýlissvæði, og þar fer meðalhraðinn heldur niður.
Það hafa orðið fleiri stórslys á leiðinni Hvolsvöllur - Reykjavík, en á nokkrum öðrum 100 Km. kafla á Íslandi. Nægir að minna á síðustu helgi, en þá urðu tvö stórslys á þessum vegi.
Vegurinn á milli Hellu og Selfoss lokaðist a.m.k. tvisvar í fyrra vegna ófærðar. Ég held að Guðmundur sé í ansi fámennum hópi, sem finnst vegurinn vel þjónustaður. Ég er af Rangárvöllunum, og veit að sunnlendingum finnst það ekki.
Slysatölur sýna að Þrengslavegur er mun öruggari leið, en Hellisheiði, og munar þar miklu. Aftur minni ég á síðustu helgi.
Ég veit að þið leiðréttið mig, ef mig misminnir, en er ekki hugmyndin að halda áfram að reka Herjólf, með siglingum á Þorlákshöfn ?. Þarf því ekki tvær ferjur hvort eð er ?. Ef svo er, væri þá ekki hægt að gera betur en að kaupa 10 ára flatbytnu, ef hafnargerðinni og rekstri hennar yrði sleppt ?.
Ég held að þið ættuð að skoða bloggið hans Pálma Freys Óskarssonar við þessa frétt, og kannski videoið líka, oft. Ég hugsa að það þyrfti ansi oft að "fjölga ferðum" til að vinna upp bræludaga. Kannski þyrfti eins og fimmtíu ferðir stundum, eftir langvarandi brælutíð !
Börkur Hrólfsson, 7.1.2009 kl. 00:27
Varðandi tvær ferjur þá mun ný ferjuhöfn á Bakkafjörum koma til með að leysa Þorlákshöfn af hólmi sem ferjuhöfn en ekki sem viðbót. Enda er nóg að hafa eina ferju sem siglir svo stutta vegalengd og getur því farið mun fleiri ferðir en ferja til Þorlákshafnar. Ég heyrði þó að hugmynd samgönguráðuneytisins sé að hafa áfram þann möguleika að geta nýtt Þorlákshöfn til vara, veit þó ekki hvort það er rétt.
En varðandi þjóðveginn þá verður lagður nýr og beinn vegur frá Bakkafjöru upp á þjóðveg 1 og því mun verða bundið slitlag alla leið. Þá má benda á að á döfinni eru vegaúrbætur frá Reykjavík til Selfoss þannig að á næstu árum má gera ráð fyrir mun öruggari vegi þarna á milli.
Guðmundur (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.