Munum flugeldana !!

Það er gott að til eru öflug tæki, til björgunar, eins og sannaðist í gær, og björgunarmenn lögðu sig í hættu við að bjarga ferðalöngunum.
Tækjakaup hjálparsveita, og rekstur er að mestu fjármagnað með flugeldasölu.
Kaupum af ,,hjálparsveitinni okkar"; sem er reiðubúin að koma okkur til björgunar hvenær sem er.
mbl.is Erfitt að horfa upp á félagana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo má ekki gleyma menntuninni sem fylgir hverjum björgunarmanni, til að mynda var á leiðinni sérhæfð straumvatnsbjörgunarsveit

Magnús Stefán (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 18:09

2 identicon

Takk fyrir þetta Börkur.

Það er mikið öryggi fyrir ferðalanga og ekki síður bæjar- og borgarbúa (þau eru ófá óveðursútköllin undanfarin ár), að geta leitað til björgunarsveita og sem betur fer finnur maður vel hve fólki þykir starfið mikilvægt, þegar maður er að vinna í fjáröflunum í desember.

Vil líka nota tækifærið til að minna á jólatrjáasölu Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, sem hófst um helgina við Flugvallaveg (nálægt Hótel Loftleiðum) og stendur til jóla, opið 12-22 á virkum dögum og 10-22 um helgar - www.fbsr.is. FBSR er eina björgunarsveitin í Reykjavík sem selur jólatré auk flugelda, en auk þess selja Björgunarsveit Hafnarfjarðar og Hjálparsveit skáta í Garðabæ líka tré.  

Kær kveðja, Addý

Addý (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 21:58

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Amen!

Sporðdrekinn, 14.12.2009 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband