Kristín undir smásjánni

     Kristín Ingólfsdóttir rektor sýnir mikinn kjark, að taka á móti feðgininum úr Bónus. Nú verður hún, og allt sem hún gerir í framhaldi fundarins grandskoðað, og henni fylgt eftir í hverju skrefi.

  Ef H.H.G. verður á einhvern hátt refsað fyrir þetta ,,dreifibréfamál", er eins gott að rektor færi góð rök fyrir því. Annars opinberar hún, að Bónus auðvaldið stjórni og setji reglur Háskóla Íslands.

     Hitt er svo bara fyndið, að Bónus fólkið skuli hlaupa um grenjandi, og klaga hrekkjusvínið Hannes, eins og leikskólakrakkar. Það er kominn tími til að einhver snýti þessu fólki, og komi þeim í skilning um að þau eru ekki lengur vinsælasta og virtasta fjölskylda Íslands. Heldur með verst þokkuðu og hlægilegustu fjölskyldum landsins, og ætti frekar að halda sig til hlés, og sýna auðmýkt, frekar en að rjúka upp með hroka og frekju.

  

Með verndaranum.

Svei þeim !


mbl.is Jóhannes á fund rektors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Staðreyndin er að rétt skal vera rétt hver sem á í hlut. Það boðar ekki neitt gott að áróðurshópar eldgamalla rótgróinna auðjöfra og nýríkra auðjöfra noti áfram peninga almennings til að einoka fjölmiðlun hér á landi. Það þarf uppgjör þessa gífurlega auðjöfrastríðs og samskipti eru óhjákvæmileg til þess.

Það leysist víst lítið hjá Gróu á Leiti í eldhúskróknum.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.12.2009 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband