5.12.2009 | 12:38
Leiðsögumaður ??
Skrifað í gær, en á sama erindi í dag:
Til Þórs Magnússonar
Sæll Þór,ljótt er, ef satt er.
Ég verð að tjá mig um skrif þín, varðandi ,,Hauntediceland.com", og draugagöngu þeirra.
Hlutverk leiðsögumanna er ekki aðeins að segja ,,satt og rétt" frá landi og þjóð. Hlutverk leiðsögumanna er líka að ,,skemmta" ferðafólki, meðal annars með sögum, sem sumar hverjar standast ekki nákvæma naflaskoðun, þjóðsögur t.d..
Þessi saga, sem þú nefnir í grein þinni er greinilega ,,staðfærð og stílfærð" til að falla að þema ferðarinnar. Það er óheppilegt að hún skuli verða til að særa tilfinningar fólks, og mér finnst að fyrirtækið, sem sér um þessar draugagöngur, hefði mátt vanda örlítið betur til. T.D. er eins gott að vera með allt sitt á hreinu, þegar farið er með Íslenska ferðamenn í ferðir. Mörg dæmi eru um að flökkusögur, og jafnvel samsuða margra sagna, hafa komið illa við fólk, sem tengjast stöðum eða persónum. Má þar nefna ,,Skriðubústaðinn" undir Ingólfsfjalli og ,,bræðurna á Hallbjarnarstöðum". Öðru máli gegnir um ferðir með útlendinga, og staðfæri ég oftsinnis t.d. söguna um Djáknann á Myrká, og flyt sögusviðið suður á land, ef svo ber undir, og tel ekki mikinn skaða með því. En eins og þú réttilega nefnir, er vandmeðfarið, og nánast bannað að heimfæra raunveruleg leiði fólks til flökkusagna af því tagi sem um ræðir.
Jónas Freydal Þorsteinsson er ekki á lista yfir faglærða leiðsögumenn, hjá Félagi leiðsögumanna, né er hann með merki Ferðamálastofu á heimasíðu www.hauntediceland.com eða www.goecco.com eins og honum ber, ef hann starfar sem ferðaskipuleggjandi, með viðurkenningu og leyfi frá Ferðamálastofu.
Einnig vil ég benda á, að fleiri en einn skóli útskrifar leiðsögumenn, Ferðamálaskóli Íslands og Endurmenntun Háskóla Íslands.
Það þarf enga viðurkenningu, eða nám, frá neinum skóla til að kalla sig leiðsögumann, jafnvel faglærðann leiðsögumann, eins og þú veist, sem hefur þó margsinnis verið titlaður leiðsögumaður, en nafn þitt er ekki á skrá yfir fagmenntaða leiðsögumenn, hjá félagi leiðsögumanna.
Mér finnst eins og reiði þín beinist að ósekju að Leiðsöguskóla Íslands og að Félagi leiðsögumanna, sem hefur vissulega siðareglur, sem allir leiðsögumenn ættu að fara eftir :
file:///Users/borkur/Desktop/Félag%20leiðsögumanna%20-%20Siðareglur.webloc
Að lokum, eins og þér, finnst mér að þarna hafi ekki verið staðið vel að verki, og leiðinlegt að það skuli hafa valdið þér og fjölskyldu þinni sálarangist. En varast skyldir þú, að draga þá ályktun að atvik sem þetta sé ,,almennar starfsaðferðir" faglærðra leiðsögumanna, eða að faglærðir leiðsögumenn eða aðrir, sem að ferðamálum koma, telji þetta ferðaþjónustu í landinu til tekna.
En á meðan menntun og starfsréttindi eru einskis virt, af yfirvöldum mennta og ferðamála í landinu, er alltaf hættan sú, að metnaður of fagmennska víki fyrir öðrum sjónarmiðum.
Börkur Hrólfsson, faglærður (en réttindalaus) leiðsögumaður, frá Leiðsöguskóla Íslands.
Falsaðar sögur af látnum ekki líðandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað með siðreglur leiðsögumanna?
"Leiðsögumaður skal ávallt miðla upplýsingum um land og þjóð á grundvelli staðreynda og haldbærrar þekkingar sinnar. Hann skal skýra satt og rétt frá því sem fyrir augu ber og sýna óhlutdrægni í starfi."
Hannes (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 19:28
Leiða-sögu-maður
Páll Geir Bjarnason, 5.12.2009 kl. 21:19
Hannes, þar sem Jónas er ekki í Félagi leiðsögumanna, og eins virðist hann ekki titla sig leiðsögumann, telur hann sig sjálfsagt ekki bundinn af siðareglum leiðsögumanna.
Páll Geir, hárrétt.
Börkur Hrólfsson, 5.12.2009 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.