Velja þarf nöfn af kostgæfni

Ég hef aldrei skilið þessa mannanafnanefnd (hvað eru eiginlega mörg n í þessu ?).
Helst vildi ég sjá hana aflagða, og ábyrgð nafngiftar velt yfir á foreldra eða forráðamanna.
Það er margt, sem þarf að hafa í huga þegar manneskju er gefið nafn. Svo sem, hvað nafnið þýðir, hverju það tengist og hvort manneskjan á eftir að verða fyrir aðkasti vegna þess.
Börn eru miskunnarlaus, þegar kemur að einelti og stríðni, og þá getur skift máli að heita réttu nafni.
Mér dettur í hug nokkur algeng Íslensk nöfn:
Appelsínu - Börkur
Lyga - Mörður
Álfur - út úr hól
Gróa - á Leiti
Guð ríður Jónsdóttir
(H)Rútur
Hrífu - Tindur
Truntu - Sól
Heiður - himinn
At - Geir
For - Ljótur
Allt eru þetta nöfn, sem eru upplögð til að nota til að stríða og meiða. Ábyrgð foreldra, sem skíra börn sín þessum nöfnum, er mikil, en hún á að vera þeirra. En ekki einhverrar nefndar út í bæ. Reyndar er alveg viðbúið að prestar eða aðrir þeir, sem að nafngiftinni koma, geti neitað eða að minnsta kosti reynt að hafa áhrif til hins betra, ef þykir.

Mér dettur í hug nokkur erlend mannanöfn, þýdd yfir á Íslensku:
Róbert Rauðavað
Alistigi Elska
Jonni skiftimynt
Glóbrystingur Hetta. Ég læt ykkur eftir að finna út hverjir þetta eru.

Einnig eru nöfn, sem vísa í staðinn þar sem börnin voru getin:
http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2009/11/21/nefndu_barnid_eftir_bilnum/?ref=fpverold
Chelsea Clinton
Atlavík Jónsdóttir

Og svo er það Ríkið, sem getur klikkað, eða er þetta með vilja gert.
Skírðu banka eftir Dýrafóðri: http://www.arion-petfood.sk/menu.php?id=menu/pes/standard

Við þykjumst vera svo fordómalaus, sem mest má, og bjóðum velkomið fólk allstaðar að úr heiminum. Og á mannamótum tölum við um að ,,Ísland sé orðið fjölþjóða samfélag", en samt má fólk ekki skíra börn sín nöfnum, sem þykja góð og gild í þeirra menningu. Svo sem Emmanuel, sem þýðir reyndar ,,guð meðal oss" eða eitthvað í þá veruna, Bastian, sem er þó einn þekktasti bæjarstjóri heimsins, og á Íslandi. Og Milica er gott og gilt nafn meðal fólks frá gömlu Júóslóvakíu og svæðum þar í kring. Ég er einnig viss um að Aisha er gott og gilt nafn.
Ég man í augnablikinu eftir að minnsta kosti tveimur Fyrrverandi ráðherrum, og einum óbreyttum þingmönnum á Alþingi Íslendinga, sem fengu að nota erlend nöfn sín, hvort sem þau voru fædd hérlendis eða ekki, en öll voru þau Íslenskir Ríkisborgarar.

Ég vil mannanafnanefnd (6 N !!) í burt, að mínu mati er hún leifar af gamalli hugmyndafræði Nasista og þjóðernissinna, og á ekki heima í ,,Fjölþjóða samfélaginu Íslandi"

P.S. Ég hefði verið mjög ánægður með að heita Jón.


mbl.is Fá ekki að heita Emmanuel og Milica
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband