Hvílíkt endemis bull !

Samkvæmt reglum þarf maður núna að gera grein fyrir öllum greiðslum, og fylla út eyðublað fyrir Ríkislögreglustjóra, þegar maður borgar reikninga. Þetta sagði mér starfskona SP fjármögnunar.
Um daginn borgaði ég með Debet korti reikning frá SP fjármognun, reikningurinn var uppá 103 þúsund krónur. Þegar konan hafði fengið kortið mitt í hendurnar, rétti hún mér eyðublað, þar sem mér var gert að útskýra í smáatriðum hvaðan peningarnir voru komnir, hvar ég ætti heima, hvar ég héldi til, við hvað ég starfaði, hvort ég væri að vinna fyrir einhvern annann, og ýmislegt fleira, sem mér fannst yfirvöldum bara ekkert koma við. Allt var þetta gert í nafni fjármálaeftirlitsins og lögreglustjóra, til varnar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverkastarfsemi. Ég átti ekki gott með að mótmæla, þar sem afgreiðslukonan hélt Debetkortinu mínu í einskonar gíslingu. Hún sagði jafnframt, að nú þyrfti að Fylla þetta eyðublað út alltaf þegar greitt væri inná reikninga einhvers.
Miðað við þetta held ég að tilkynningum eigi eftir að fjölga heilan helling.
Í mótmælaskyni bullaði ég einhver ósköp á eyðublaðinu, eftir á að hyggja hefði ég átt að segja eins og er: að peningarnir væru fengnir með yfirdrætti á okurvöxtum.
mbl.is 520 tilkynningar um peningaþvætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband