Iss, hún hefur ekki höll Hans !

     Við Íslendingar eigum okkar Taj Mahal, hvítt, umvafið vatni eins og í Indlandi.

  Byggt úr rándýrri innfluttri hvítri steypu, tákn hreinleikans og heiðarleikans er húsið minnismerki um stjórnartíð mesta skörungs, sem borgin hefur alið, um Hann.  

   Tærblátt vatnið, tákn un gegnsæi og réttsýni Hans, sem sér sólina Smile speglast eins og hún rísi úr djúpinu, eins og hún sé sköpuð til þess eins að skína á ásjónu Hans, sem byggði höll þessa sjálfum Sér til dýrðar.

  Súlur rísa úr djúpinu, og minna á bústaði guðanna á Akrópólis, bara ennþá glæsilegri.Og táknræn brúin, eins og Bifröst, brú milli manna og guða, leiðir þig inn í höll þessa yfir djúpið.Og inni er Ísland, og þar var Hann, yfir öllum, yfir landinu, sem lá fyrir fótum Hans, og gerir enn.  

Júlía hefur ekki séð Ráðhús Reykjavíkur, höll Davíðs Devil


mbl.is Orðlaus við fegurstu byggingu heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 5.10.2009 kl. 07:53

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Iss, við leiðsögumenn eru löngu vaxnir upp úr því nota efstastig á þennan hátt.

Einhver vildi meina að Hverfjall (ekki fell) væri "formfegursti sprengigígur veraldar". Rétt er að sjálfsögðu að segja "af mörgum talinn einn formfegursti spregigígur veraldar".

Það sama skyldi blaðamenn mbl.is temja sér þegar erlend mannvirki eru mærð eins og hér.

Emil Örn Kristjánsson, 5.10.2009 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband