1.10.2009 | 11:52
Frjálslynt fólk, þessir Íslendingar !
Öll þjóðin, sem er u.þ.b. 85% skráð í ríkiskirkjuna, mótmælendur, er komin útaf Katólskum biskup.
Katólikkar, sem og önnur trúarbrögð voru bonnuð í meira en 300 ár.
,,Verndari hinnar íslensku Ríkiskirkju" er annarsvegar fyrrverandi kommúnisti og trúleysingi, og hinsvegar fráskilin útlenskur gyðingur.
Íslendinga voru fyrstir þjóða til að kjósa einstæða móðir til forseta.
Íslendingar voru fyrstir þjóða til að eignast samkynhneigðan forsætisráðherra.
Og nú urðum við næstum því fyrst þjóða til að eignast ríkisstjórn með tvo samkynnhneigða ráðherra.
http://www.visir.is/article/20091001/FRETTIR01/346124075
Athugasemdir
Við siðaskipti á Íslandi varð að öllum líkindum mun meiri og afdrifaríkari breyting en nokkurn grunar:
Það var ekki aðeins trúskipti sem slík þar sem allir landsmenn urðu að taka sömu trú og landsfurstinn, í okkar tilfelli dularfullur og duttlungafullur kóngur í Kaupmannahöfn, heldur varð gríðarleg breyting á eignahaldi, fjármálastjórnun og því sem gjarnan er sagt: mikillri þenslu við æðstu stjórn landsins. Trúmálin urðum við að taka á sama hátt og ætlast var til af öllum þegnum furstans, ella yfirgefa land og eignir sem þá gengu undir konung. Þetta var plagsiður í öllum löndum og furstadæmum í gjörvallri Evrópu um þær mundir og lengi síðan enda ekki búið að finna upp mannréttindi. Þau komu síðar en voru í mótun hjá heimspekingum einkum þeim sem aðhylltust svonefndan náttúrurétt sem rekja má aftur til miðalda.
Vísi að trúfrelsi hér á landi má rekja til starfs Magnúsar Stephensens dómsstjóra Landsyfirréttarins en hann aðhylltist í meginatriðum mannréttindasjónarmiða frönsku stjórnarbyltingarinnar. Hann grefur undan rétttrúnaðarkirkjunni íslensku upp úr aldamótunum 1800, t.d. með nýju sálmabókinni sem kom í stað Grallarans. Hann innleiðir mildari stefnu í refsidómum sem aftur hafa mikil áhrif. Síðan losnar um trúarfrelsið þá kaþólskum söfnuði er komið á fót um miðja 19. öldina en þá er honum heimilt að kaupa fasteign, Landakot. Árið 1850 er Gyðingum leyft að setjast að á Íslandi en þeir komu aðallega frá dönsku hertogadæmunum, Holstein og Slésvík sem Danir misstu í stríðinu við Prússa 1864.
Mér finnst óviðeigandi í textanum þínum Börkur, að talað sé niður til forseta lýðveldisins og hann kallaður kommúnisti. Sömuleiðis um kynhneigð ráðherra. Hér á ekki slíkt að skipta neinu máli heldur hvernig viðkomandi þjóna landi og þjóð. Við eigum sem leiðsögumenn að láta ekkert frá okkur fara sem kann að vera okkur til vansa og minnkunnar. Skítkast hittir yfirleitt verst þann sem það vill stunda.
Við sem höfum verið gagnrýnin á Davíð Oddsson höfum ekki tekið okkur slíkt niðrandi orðbragð þó svo e.t.v. hafi oft verið minna tilefni. Hann hefur sem kunnugt er verið nú á haustdögum verið settur ritstjóri við Morgunblaðið og skilur enginn heilvita maður slíka umdeilda ráðstöfun. Er það grunur minn að eiganda Morgunblaðsins verði ekki kápan úr því klæðinu og hvorki Davíð og þaðan af síður þjóðinni hafi verið gerður neinn greiði með slíkri ráðmennsku.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 2.10.2009 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.