26.9.2009 | 12:32
Engin fararstjóri ?
Það ætti að vera ,,leyfisskylt" að fara fyrir hópi ferðamanna um landið.
Ferðamaður steig í hver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stundum heldur maður að leiðsögumenn vilji í ofuráherslu á hagsmunagæslu sinni, banna „frjálsar ferðir“ ferðamanna um landið.
Auðvitað á það að vera val minni jafnt sem stærri hópa hvort þeir fari um með leiðsögumanni eða ekki. Sama held ég að eigi við um þegar við ferðumst um í öðrum löndum, að við viljum geta valið hvort við séum með þarlendan leiðsögumann eða ekki.
Í sumum ríkjum þar sem alræðisstjórnir ríkja og vilja hafa yfirsýn með samskiptum ferðamanna við heimamenn er skylda að hafa leiðsögumann. Guð forði okkur frá slíkri alræðishyggju. Aftur á móti er sjálfsagt að fræða ferðamenn betur og auka ábyrgð þeirra sjálfra.
Leiðsögumannastarfið á alls ekki að ofvernda með löggildingu. Leiðsögumannastarfið er ekki þess eðlis að það þurfi löggildingar við þar sem „ánægjumat“ ferðamanna er oftast nær huglægt. Það sem einum ferðamanni þykir frábær leiðsögn, veldur öðrum ómældum leiðindum. Leiðsögumenn sem ná að sanna sig og sýna að fólk leitar í að ferðast með þeim eiga tilverurétt og rétt til að bera heitið „Leiðsögumaður“ með sóma. Vanhæfir leiðsögumenn falla sjálfkrafa úr starfi, jafnvel þó svo að þeir hafi fengið stimplaða pappíra af því að þeir mætti samviskusamlega í Leiðsögumannaskólann (en hugsanlega engu að síður vanhæfir leiðsögumenn). Fög eins og leiðsögn, leiklist, listmálun, ljósmyndun o.m.fl. eru störf sem byggja á huglægu mati kaupanda þjónustunnar. Á meðan að starfsgreinar eins og lækningar, húsbyggingar og meðferð áþreifanlegra eigna, verðmæta, lífs og heilsu er sjálfsagt að lögvernda.
Á ferðum mínum um landið hef ég ótal oft séð frámunalega heimskulega og vanhugsaða og ófagmannlega framkomu manna sem svo stoltir hafa borið „Leiðsögumannsmerkið“ í barminum. slíkt hef ég líka séð hjá „ólöggildum“ leiðsögumönnum.
Með löggildingu leiðsögumannsheitisins yrði jafnframt kippt fótunum undan fjölda þátta í almennri ferðamennsku. T.d hafa ferðafélögin og ótal klúbbar treyst á sjálfboðaliða í leiðsögn í ferðum sínum í áratugaraðir.
Með löggildingu yrði fjölda fólks ýtt úr störfum sem það hefur sinnt af stökustu prýði og hugsanlega vanhæfum einstaklingum plantað í þeirra störf (ef þeir þá fyndust).
Auk þess sem hvati að frumkvæði og nýsköpun í ferðaþjónustu yrði oft á tíðum kæft, ekki í fæðingu, heldur fyrir fæðingu. Hversu mörg blómleg fyrirtæki í ferðaþjónustunni í dag voru stofnuð af dugmiklu fólki, sem hugsanlega ekki var með „löggilda“ menntun, en hafði frumkvæði og kraft til að koma rekstrinum af stað?
Hvar á svo að draga mörkin í löggildingu og hvar á að draga mörkin með fjölda ferðamanna sem eiga að hafa leiðsögumann með sér? Veist þú Börkur hve margir voru í þessum hóp á Ölkelduhálsi? Ég var þar sjálfur á miðvikudaginn með tveim þýskum vinum. Væri slík ferð ólögleg að mati hagsmunaráðs leiðsögumanna? Eða áttum við að ráða til okkar löggildan leiðsögumann sem myndi hafa eftirlit og umsjón með hópnum? (Slíkar ferðir þykja víst sjálfsagðar í Norður Kóreu)
Ég segi bara: Guð forði Íslenskri ferðaþjónustu frá því að leiðsögumenn fái kröfum sínum framgengt.
Hæft fólk fær alltaf störf við hæfi í þessum bransa. Vanhæfir detta sjálfkrafa út. Setjum því ekki lög sem huganlega geta ýtt hæfu fólki út fyrir vanhæft.
Menntun er góð og sjálfsagt að fólk sæki sér hana. En skólaseta í fagi sem byggir á huglægu mati kaupandans á ekki að gefa mönnum rétt á að ýta öðrum sem hugsanlega eru hæfari út.
Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 13:18
Sé ekki alveg hverju leiðsögumaður hefði breytt í þessu dæmi... nema ef það hefði verið maður á mann og fólkið í taumi... ósanngjarnt að ætlast til að leiðsögumenn beri ábyrgð á heimsku fólki... hvernig var ekki með konuna sem sogaðist út í sjó hjá Vík í Mýrdal.. var ekki leiðsögumaðurinn nýbúinn að vara fólkið við...
Það eru skilti þarna út um allt og fólk varað við hættum.. og hvernig veistu að ekki var leiðsögumaður með í för???
Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 13:33
Hef heyrt að eftir jarðskjálftann stóra, að þá hafi margir brennt sig á þessu svæði þar sem óvart hefur verið stigið í gegnum jarðveginn á þekktum gönguleiðum. Þegar svona gerist, þá þarf að komast í kalt vatn STRAX.
Á ömmu sem lenti í því að fara með báðar lappir í heitu laugarnar þegar hún var að þvo þvott í Laugardalnum í gamla daga. Hún náði að setja aðra löppina í kalt vatn en hina ekki. Hún bar mjög slæmt ör alla ævi á þeim fæti sem ekki fékk strax kælingu á meðan hin slapp nánast alveg við skaða.
Svo er það ekki óeðlilegt að leiðsögumenn reyni að verja sín starfsréttindi eins og aðrar stéttir hvort sem að það á svo við í þessu tilfelli eða ekki.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 26.9.2009 kl. 13:51
Sæll Kjartan og takk fyrir ágætt innlegg.
Jú vissulega hafa miklar breytingar orðið á jarðhitasvæðunum umhverfis Hveragerði. Mestar urðu þær þó í holtinu ofan við Garðyrkuskólann. Og vitið þið hvað gerðist þar í vor. Löggiltur leiðsögumaður steig þar í hver og brenndist mjög illa. Þarna kom löggildingin að engum notum (þetta var nú nastý!!). En svona bull eins og Börkur skráir í upphafi þessa þráðar er bara lýsandi dæmi um það að löggilding hafi ekkert með málið að segja. Auka þarf ábyrgð ferðamanna á eigin ferðum. Með aukinn fræðslu og líka fjárhagslegri ábyrgð þeirra á þeirri aðstoð sem þeir hugsanlega þyrftu. Slíkt myndi renna styrkari stoðum undir starfesmi leiðsögumanna.
Já, talandi um réttindi Kjartan. Nú veit ég að þú ert virkur í ljósmyndun (líkt og ég) en ég veit ekki hvort þú hafir réttindi sem ljósmyndari. Ert þú til í að leggja ljósmyndavélina á hilluna? Bara af því að hópur manna vill það, af því að þeir hafa farið í skóla í faginu (sumir hverjir með dapurlegum árangri) Ég tel mig vita að þú hafir hluta tekna þinna af ljósmyndum sem enginn annar býður upp á. Fyrir mér er „löggildingarárátta“ ljósmyndara af svipuðu taki og leiðsögumanna.
Auðvitað vilja menn vernda störf sín, en slíkt þarf að gera af sanngirni og fullvissu um að löggildingin uppfylli allar þarfir markaðarins.
Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 14:04
Ég vil taka það fram strax, að ég hef ekki hugmynd um hvort það var ,,faglærður" leiðsögumaður með hópnum á Ölkelduhálsi eða ekki, enda snýst færsla mín ekki um það.
Ef fólk fer út í búð, að kaupa nautakjöt, þá vill það vera öruggt um að það fái það sem það borgar fyrir, slátrun í löggiltu sláturhúsi, þar sem fagmennska og hreinlæti er viðhaft, það vill líka vera öruggt um að ekki sé svindlað á vigtinni, eða að verðið sé rangt reiknað. Þess vegna eru sláturhús og matvöruverslanir löggiltar og leyfisskyldar.
Ef bóndi gefur nautakjöt af ,,heimaslátruðu" í hlöðunni, gerir fólk ekki sömu kröfur, og er jafnvel tilbúið að taka séns á hreinlætinu og fagmennskunni, og að sjálfsögðu er það ódýrara.
Ef börn eru send í skóla með leigubíl eða skólarútu, gerum við kröfu um öryggi og fagmennsku, enda eru rútur og leigubílar leyfisskyldar, og við eigum skaðabótakröfu rétt ef illa fer.
Ef ,,Siggi frændi" skutlar börnunum í skólann ,,í leiðinni", getum við ekki gert kröfu til sömu fagmennsku, (þótt að vissulega gerum við sömu öryggis kröfur), og getum því ekki gert kröfu til að hann rati, eða komist áfallalaust til skólans.
Ef Árni fer með tveimur Þýzkum ,,vinum sínum" í gönguför án þess að taka greiðslu fyrir, er það bara gott mál.
Ef Þjóðverjarnir stíga í sjóðandi hver, geta þeir sjálfum sér um kennt, að hafa ekki keypt leiðsögn og fararstjórn um svæðið.
Ef Árni hinsvegar selur, eða tekur fé fyrir að leiðsegja og stjórna för mannanna um svæðið, horfir málið öðruvísi.
Auðvitað eiga allir að mega ferðast um landið eins og þeir vilja, en ef greitt er fyrir leiðsögn eða fararstjórn, þarf fólk að vera öruggt um að það sé aðili með réttindi og kunnáttu til að framkvæma verkið, og um leið að eiga skaðabóta rétt á viðkomandi aðila, ef hann sýnir vangæslu.
Auðvitað er aldrei hægt að ábyrgjast heimsku eða óhlýðni fólks, eins og Reynisfjöruslysið og Hrafntinnuslysið, þegar ungur Ísraeli varð úti, eru sorgleg dæmi um.
Nú nýverið hafa orðið slys, þar sem fagmennsku og ábyrgð hefur verið ábótavant, en líka eru dæmi um að ábyrgir leðsögumenn/fararstjórar hafa komið í veg fyrir slys: http://tourguide.blog.is/blog/tourguide/entry/954066/
Það þarf fullt af leyfum til að reka ferðaskrifstofu, og selja ferðir um Ísland.
En þegar yfirmaður í rútu (fararstjóri/leiðsögumaður) skipar bílstjóra að aka lokaðan veg, útí beljandi jökulsá, er bílstjórinn gerður ábyrgur, enginn annar.
Bókun 4.g í samningi félags leiðsögumanna og SA:
Stjórnun ferðar er á hendi leiðsögumanns. Bílstjóri, hópstjórar og starfsmenn sem koma frá erlendri ferðaskrifstofu (tourmanager, tourleader) verða að hlíta fyrirmælum leiðsögumanns, nema um annað sé samið.
Þegar rútufyrirtæki rekur bílstjóra, nánast með hótunum, út í að fara af stað í ófærð og vont veður, þannig að banaslyst hlýst af, fær rútubílstjórinn fangelsisdóm og missir réttindi, en ekki fyrirtækið.
Það þarf ekkert sérstakt leyfi, umfram venjulegt rútupróf, til að aka allt að 75 manna rútu um fjöll og firnindi, í hvaða veðri sem er, en til að vera leigubílsstjóri í Reykjavík, þarf sérstakt leyfi.
Til að fara fyrir hóp fólks á öllum aldri, í allavegana ásigkomulagi, af öllum þjóðernum í klifur á hæsta tind Íslands, þarf ekkert leyfi, eða kunnáttu. En skrifstofan sem selur miðann í gönguferðina er leyfisskylt.
Sá sem fer fyrir hópi fólks, og kennir því að nota vélsleða á hálendi Íslands er ekki leyfisskyldur, en skrifstofan í reykjavík sem selur miðann er leyfisskyld.
Að lokum:
Ef leiðsögn eða fararstjórn um landið er seld ferðafólki, þá finnst mér, að sá sem framkvæmir ferðina, bílstjórinn og leiðsöfumaðurinn/fararstjórinn eigi að vera leyfisskyldir, enda hafi þeir til þess skylda menntun og færni. Það þýðir hinsvegar ekki, að fólk þurfi ekki að sýna fulla varkárni, eða að hlýða fyrirmælum fararstjóra/bílstjóra í ferðum.
Þegar við borgum fyrir að leggja líf okkar og limi í hendur á öðru fólki, viljum við vera nokkuð viss um að við séum eins örugg og eðlilegt getur talist.
Ekki satt ?
Börkur Hrólfsson, 26.9.2009 kl. 15:06
Þú ert nú meiri reglugerðaaðdáandinn!
Þetta er alveg rosalega Sovéskt að ætla öllum að hafa leyfi, pappíra og endalausa stimpla til að geta gert nokkurn skapaðan hlut.
Vissulega þarf rútubílstjórinn að hafa rútupróf og kunna á tækið. En við verðum að hafa í huga að á sumum sviðum eru sér próf algjörlega óþörf. Þar á ég t.d. við stóran hluta leiðsögustarfa og með einhverri alsherjar löggildingu á því sviði yrði svo mikið frumkvæði drepið niður. Aðilar sem ekki ráða við þetta detta fljótt út. Ef einhver sem ekki hefur þekkingu á háfjallaferðum ætlar að fara að selja ferða á Hvannadalshnúk, má reikna með að ferðirnar verði fáar og hann detti fljótt út. Sjáðu aðila eins og Íslenska fjallaleiðsögumenn. Þetta fyrirtæki væri ekki til í dag ef reglugerðameistarar hefðu ráðið för á sínum tíma. Ungir með með óbilandi sjálfstraust fóru af stað með þennan rekstur á sínum tíma. Fáir með „löggildingar og stimpla“ en í dag er þetta fyrirtæki í blóma og veitir fjölda manns atvinnu.
Með kröfum leiðsögumanna væri algjörlega kippt stoðunum undan rekstri ferðafélaga, sem hafa verið uppspretta og þjálfunarvettvangur hæfs fólks í áratugi. Við vitum að með undanþágum (t.d. til ferðafélaga) væri botninum algjörlega kippt undan löggildingu.
Svo ég tali fyrir mig sjálfan, þá myndi ég mun heldur vilja fara með reyndum ferðafélagsmanni eða hvað þá björgunarsveitarmanni í langa gönguferð á fjöllum, fremur en „nýstimpluðum leiðsögumanni“ sem hugsanlega hefur sáralitla reynslu af hálendisferðum (sem oft er raunin). Sjálfur hef ég oft á tíðum séð „löggilda leiðsögumenn“ haga sér frámunalega heimskulega á fjöllum. Á þessu sviði er það reynsla og innsýn sem duga. Ekki bara þaulseta á misganglegum námskeiðum eftir Evrópskum reglugerðum.
Nú verða leiðsögumenn að horfa út fyrir þrönga rörið sitt og sjá kostina við hin ýmsu form og misjafnan bakgrunn leiðsögumanna. Vissulega má ekki setja hvern sem er fyrir hópa, en hafi menn greinilega þekkingu, reynslu og bakgrunn er sjálfsagt að veita þeim réttindi til starfsins án langra námskeiða sem að miklu leiti felast í framsögn í hljóðnema í rútum, tungumálaþjálfun og upprifjun á Íslendingasögum.
Virkjum þetta frábæra ferðafólk og reynslubolta sem við eigum hér á landi og veitum þessu fólki leiðsögumannréttindi í stórum hópum. Slíkt mun efla ferðaþjónustu á Íslandi til muna. Allir hafa fyrir löngu séð að það er engri stétt (eða öllu heldur neytandum) til góða að halda þjónustu í hennar í lágmarki með miðaldalegum fjöldatakmörkunum.
Börkur hefur í pistlum sínum nefnt atvik án leiðsögumanna. Á ég nokkuð að lista hér upp öll óhöppin sem hafa orðið í ferðum með leiðsögumönnum? Eiganda þessarar bloggsíðu til heiðurs ætla ég ekki að fara út í þá upptalningu, en sá listi gæti orðið langur.
Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.