Ábyrgð ferðaskrifstofu.

Þetta atvik fær mann til að velta fyrir sér, hver ábyrgð ferðaskrifstofa og þess sem framkvæmir (tour operator) ferðina er.
Það er skylda ferðaskrifstofa að útvega leiðsögumönnum fjarskiptatæki, sem duga, samkvæmt grein 4.3 um fjarskifti, í samningi leiðsögumanna og SA.
Einnig má velta fyrir sér hvaða kröfur gerðar eru til leiðsögumanna á Íslandi.
Samkvæmt lögum, getur hver sem er kallað sig, og ráðið sig sem leiðsögumann, án nokkurrar menntunar eða kunnáttu.
Í meira en þrjátíu ár, hefur félag leiðsögumanna barist fyrir löggildingu starfsheitisins, eða jafnvel að það verði gert starfsleyfis skylt að fara um með hópa, í skipulögðum ferðum. En yfirvöld hafa daufheyrst við þessum sjálfsögðu kröfum.
Það eru mörg dæmi um að hópar séu leiddir um landið af fólki sem hvorki hefur kunnáttu eða menntun til slíks, og gerir sér enga grein fyrir þeirri ábyrgð, sem ætti að fylgja því.
Einnig má velta fyrir sér hver ábyrgð stjórnvalda er, en fjölmargir fjölsóttir ferðamannastaðir eur án GSM símasambands. Reyndar var gott símasamband þarna, og bátafólkið í talstöðvarsambandi við bílstjórann. En rútubílstjórinn brást, með því að vera með rafmagnslausan síma !!
Án þess að ég ætli að ráðast persónulega á viðkomandi leiðsögumenn, eða ferðaþjónustu fyrirtæki, langar mig til að rifja upp að minnsta kosti þrjú óhöpp, þar sem fjarskiftatæki voru ekki til staðar:
Núna í Jökulsá,
Í fyrra, þegar kona fótbrotnaði á Sólheimajökli, en þar er ekki GSM símasamband, og leiðsögumenn hópsins ekki einu sinni með talstöðvarsamband við rútuna.
Kona drukknaði í Reynisfjöru, þar er ekki GSM símasamband.
Ég er ekki að segja að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir slysin, hefði fjarskiptamálin verið í lagi, en...
Reyndar var hárrétt að staðið þegar hópur kvenna lagði á Vatnajökul í vor, án fjarskiptasambands hefði getað farið illa, en þar sýndi ferðaskrifstofan ábyrgð og fagmennsku, svo að eftir var tekið.
Varðandi menntun leiðsögumanna (sem þó er engin krafa um), þá starfar enginn skóli fyrir leiðsögumenn eftir staðli Staðlaráðs Evrópu, sem Ísland er aðili að. Jafnvel þó að sá staðall hafi tekið gildi hér á landi 1 Ágúst á síðasta ári

Að mínu mati brugðust allir aðilar skyldu sinni, og ætti það að vera ferðaþjónustunni og tryggingarfélögum umhugsunarefni:
Leiðsögumaðurinn/hópstjórinn hafði ekki næga yfirsýn yfir hópinn, og virðist hafa ofmetið getu fólksins. Hann fær þó sérstaklega prik fyrir að vera með talstöðvarsamband við rútuna.
Rútubílstjórinn fyrir að vera með rafmagnslausan síma !!
Ferðaþjónustufyrirtækið fyrir að fullvissa sig ekki um að fjarskipti væru í lagi, og að senda þann veika með einkabíl til Akureyrar, og að tilkynna atvikið ekki til lögreglu, eins og vera ber.
Einnig má velta fyrir sér ábyrgð fólks sem kaupir sér ,,ævintýraferð", og ofmetur eigin getu. En þá kemur til kasta okkar ,,sérfræðingana" að ,,lesa" fólk, og taka fram fyrir hendur fólks, því þegar allt kemur til alls, þá treystir fólk á fagmennsku okkar og kunnáttu.
Það er það sem við erum að selja.

Skilaboð til yfirvalda eru skýr:
Gerið starf leiðsögumanna/fararstjóra löggilt og leyfisskylt, að uppfylltum ströngum kröfum, að sjálfssögðu.
Bætið menntun leiðsögumanna, og farið eftir þeim stöðlum sem gilda, og Ísland er aðili að.
Hættið að líta á ferðaþjónustu sem ,,gott sumarjobb fyrir skólakrakka", og sýnið ferðaþjónustunni þá virðingu, sem henni ber.
Gerið þá sjálfsögðu kröfu, að allir þeir, sem leiða ferðamenn um landið í skipulögðum ferðum, séu til þess menntaðir, og hafi þá hæfni til að bera sem til þarf.


mbl.is Hestasport kom hvergi nærri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband