Kemur ekki á óvart

Þessu var ég búinn að spá, strax í fyrra haust. Og þegar mótmælin byrjuðu, í vetur, var greinilegt að útlendingar fóru að hugsa sinn gang. Enginn vill ferðast til lands þar sem allt logar í ófriði, fólk fer frekar til sólarlanda.
Þrátt fyrir lágt gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum, eru ferðamenn ekki að skila sér. Það má ekki gleyma því að það er líka kreppa annarsstaðar í heiminum. Ísland er, og hefur alltaf verið dýrt, og ég sé ekkert sem bendir til annars en að svo verði áfram. Ég er búinn að fara í fyrstu hringferð mína í ár, og þá kom í ljós, að allar mínar verstu spár voru réttar. Það mátti bara aldrei tala um það, því að hér má aldrei segja sannleikann, ef hann er óþægilegur.
Ég held að ferðasumarið 2009 verði ekki eins gjöfult og margir vona, og við eigum eftir að sjá mörg fyrirtæki í ferðaþjónustunni verða gjaldþrota. Reyndar var fyrsta merkið um að útlitið væri ekki gott, þegar hótelstjórinn á Efri - Vík kom í sjónvarpið og tilkynnti að allt væri uppbókað hjá sér, og Íslendingar, sem ætluðu að gista þar yrðu að bóka strax, þá vissi mður að örvænting væri komin í ferðaþjónustuaðila hér. Og svo kemur Steingrímur með þetta ,,bráðsnjalla" útspil, að hækka bensín um 15 % ! Og svo er það þetta með tvöfalda gengisskráningu, á Íslandi fást 170 Kr. fyrir Evruna, en í Evrópu er hún skráð á 300 Kr.!!
Rétt eins og við viljum sniðganga fyrirtæki ræningjanna, Nova og Bónus, þá sniðganga útlendingar Ísland, sem studdi þessa sömu ræningja, og ekkert er gert til að koma höndum yfir þá.
mbl.is Erlendum ferðamönnum fækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Reyndar Börkur ef þú greinir tölurnar eru það fyrst og fremst erlendir verkamenn sem hefur fækkað í umferðinni.

Baldvin Jónsson, 9.6.2009 kl. 22:36

2 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Hvernig er þetta með fólk í ferðaþjónustu? Er fólk almennt í afneitun? Við stöndum frammi fyrir hruni í ferðaþjónustu, og fjöldi ferðamanna, sem kaupa þjónustu ´Íslandi fer minnkandi.

Ef þú værir Breskur, og ætlaðir í frí, myndurðu velja Ísland, miðað við fréttir héðan að undanförnu?

Börkur Hrólfsson, 9.6.2009 kl. 22:49

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það var vissulega mun minna að gera hjá mér í vetur og ég held að það tengist beint óvissunni í heiminum. Ég hef hins vegar þá trú að sumarið verði afar gott og lítur allt út fyrir það núna.

Mikið frekar að verði mögulegt hrun á næsta ári þegar að kreppan verður á fullu í Evrópu og hefur þar með sterk áhrif á ferðahugleiðingar fólks.

Ég er hins vegar undanfarið búinn að vera að keyra mjög mikið af fólki sem nefndi það að það væri hér núna vegna þess að því hefði alltaf langað og núna loksins hefði það efni á því vegna veikrar stöðu krónunnar.

Baldvin Jónsson, 9.6.2009 kl. 22:53

4 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Hvað með allar hótel afbókanirnar?, Á sumum hótelum tekur fólk við afbókunum á hverjum degi, hópa afbókunum. Ég var á safni um daginn, og þann daginn tóku þau við 5 afbókunum á stóra hópa, sem ætluðu að heimsækja þau í sumar, en hættu við.

Eitt gistiheimili á austurlandi er að hugsa um að opna ekki í sumar, eftir að u.þ.b. 75% af gistingu í Júlí og Ágúst hafði verið afbókað, mest hópar, sem hættu við að koma.

Svona eru víða merki um samdrátt, eða að minnsta kosti breytingu í ferðaþjónustunni í sumar.

Vonandi er þetta bara svartsýnishjal í mér.

Börkur Hrólfsson, 9.6.2009 kl. 23:07

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

ok, hef ekki heyrt af þessu.

Kom mér einmitt á óvart miðað við hvað var rólegt hjá mér í vetur að heyra af því hvað hótel eigendur í bænum voru ánægður með bókanir og nýtingu á árinu hingað til.

Baldvin Jónsson, 10.6.2009 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband