1.5.2009 | 16:23
Grótta er friðuð frá og með 1. Maí !
Frá og með 1. Maí hvert ár er umferð bönnuð um Gróttu, með örfáum undantekningum þó. Þetta blessaða fólk var þarna í leyfisleysi, og að auki sýndi það af sér óábyrga hegðun, að fara út í eyna án þess að gæta að sjávarföllum.
Ég treysti því, að fólkið hafi verið kært fyrir að virða að vettugi bann við ferðum í Gróttu, og svo má spyrja hversu ábyrgir foreldrar þau eru. Kannski eitthvað fyrir barnavernd.
Allavega finnst mér það alger sóun á fjármagni slökkviliðsins, að senda slöngubáta eftir þeim, þau hefðu átt að bíða næstu fjöru.
Ég treysti því, að fólkið hafi verið kært fyrir að virða að vettugi bann við ferðum í Gróttu, og svo má spyrja hversu ábyrgir foreldrar þau eru. Kannski eitthvað fyrir barnavernd.
Allavega finnst mér það alger sóun á fjármagni slökkviliðsins, að senda slöngubáta eftir þeim, þau hefðu átt að bíða næstu fjöru.
Föst út í Gróttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjálfsagt hefur þetta verið ,,aðkomufólk" að norðan kannski. Það er ekki hægt að komast í eyna án þess að sjá skiltið.
Þetta með barnavernd átti að vera svona ,,írónía", en eitthvað var það ekki að virka. Það veit sá sem allt veit, að engum óska ég svo illt að barnavernd fari að skifta sér af honum.
En eftir stendur það álit mitt, að fólkið hefði haft gott af að dúsa í eynni til næstu fjöru. Og úr því að það blandaði yfirvöldum í málið sjálft, á að kæra þau fyrir að brjóta bann við ferðum í eynna !
Það er ekki alltaf hægt að nota kjánaskap sem afsökun fyrir vitleysunni.
Börkur Hrólfsson, 1.5.2009 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.