22.4.2009 | 21:01
Samfylking og VG geta ekki unnið saman
Það sannast enn og einu sinni, að núverandi stjórn getur EKKI unnið saman.
Fyrst sagði umhverfisráðherra Kolbrún Halldórsdóttir (hversvegna í ósköpunum er hún ráðherra ?), að ekki kæmi til greina að hefja olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Össur og Samfylkingin eru á öðru máli, og ég tel að yfirlýsing Kolbrúnar sé beinlínis hættuleg efnahag Íslands.
Og nú enn og aftur kemur í ljós að það er himin og haf á milli áherslna hjá þessum flokkum. Össur, og Samfylkingin vill ganga í Evrópusambandið, og taka upp Evru, það er mér að skapi.
En Svanhvít Svavarsdóttir þvertók fyrir að það kæmi til greina !
Hvaða stjórn erum við þá að sjá eftir kosningar ? Sjálfstæðismenn og Framsókn ??
Eða Sjálfstæðismenn og Samfylking ??
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.