15.4.2009 | 09:32
Fríkirkjuvegur 11
Ég vil bara benda hústökufólki á að niðri í bæ, stendur hús ónotað, og það er, eða ætti að vera eign fólksins.
Farið og takið það !
Sjáum svo hvað eigandinn segir við því !, ef hann þá finnst.
Lögregla rýmir Vatnsstíg 4 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú segir nokkuð.
Vésteinn Valgarðsson, 15.4.2009 kl. 13:15
Það er náttúrulega spurning hvort allir séu sammála um í hvers eigu húsið "ætti" að vera. Vildi enda sjálfur vita af téðu húsi í almenningseign. Það er ekki þar með sagt að almenningur geti, eigi eða megi leggja undir sig þau hús sem hann telur sig eiga. Hvernig væri þá umhorfs t.a.m. í Þjóðminjasafninu, Stjórnarráðinu og á Bessastöðum?
Emil Örn Kristjánsson, 15.4.2009 kl. 14:01
Þarna er ekki líku saman að jafna, þessar þrjár byggingar, sem þú nefnir eru í fullri notkun.
Fríkirkjuvegur 11 stendur hinsvegar autt, sem tákn fyrir veldi Thorsaranna, og ætti náttúrulega að vera eign okkar allra, eins og allt, sem er skráð á Björgúlfana og félög í þeirra eigu!
Svo á náttúrulega að taka þá feðga, og loka þá inni fyrir landráð. Svo mætti taka þá út, á hátíðisdögum, og geyma í gapastokk á Austurvelli, þar sem öllum væri leyft að hýða þá !
Börkur Hrólfsson, 15.4.2009 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.