27.1.2009 | 23:55
Skemmdarverk ?
Ég hef nú alltaf verið fylgjandi hvalveiðum, og ekki legið á þeirri skoðun að við höfum allann rétt á að veiða hval, ef við teljum að það sé okkur til hagsbóta.
En ég verð að segja, að maður veltir því fyrir sér, hvaða hvatir lyggja að baki þessarar ákvörðunnar, sem er tekin eftir að búið er að byðjast lausnar fyrir fyrri stjórn. Hvað sem menn halda, þá trúi ég því ekki eina einustu sekúndu, að þetta sé gert með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.
Ég held, að þessi ákvörðun nú, geti skaðað ýmind okkar, sem við verðum að reyna að bæta, þótt það þýði að við verðum að gefa eitthvað eftir af réttindum okkar.
Þetta hefði átt að vera verkefni nýrrar stjórnar, þetta er of viðkvæmt mál, í samskiftum við aðrar þjóðir, til að eiga við ákkúrat núna.
Eitthvað býr að baki.
Hvalveiðar leyfðar til 2013 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Erfitt að sjá þetta öðruvísi en að fráfarandi ráðherra vilji skilja okkur eftir í skítnum.
hilmar jónsson, 27.1.2009 kl. 23:58
Hann hafði ekki kjark til að gera þetta í ráðherratíð sinni. En gerir þetta nú, eftir að hann er eiginlega hættur. Til að láta næstu stjórn glíma við almenningsálit heimsins, á erfiðum tímum.
Börkur Hrólfsson, 28.1.2009 kl. 00:23
Já það er ekki annað að sjá. Afskaplega dapurleg framganga og lítil reisn yfir honum.
hilmar jónsson, 28.1.2009 kl. 00:26
Ýmind okkar er farin. Kvað með niðurskurð í heilbrigðisrúðuneitinnu? Það vantar tekjur í ríkissjóð. Hann hafði kjark til þess 2006.
Ingimar Eggertsson, 28.1.2009 kl. 00:36
" við höfum allann rétt á að veiða hval, ef við teljum að það sé okkur til hagsbóta."
Geriru þér grein fyrir að þessi hugsunarháttur er að mergsjúga plánetuna af öllu sem er gott?
Þetta sjónarhorn er í hnotskurn það sem mannkynið gengur út á, að vera eins og sjúkdómur fyrir allt í kringum okkur, náttúruna, dýr, lífríkið í heild sinni. Verðmæti eru til vegna þess að þau gagnast okkur mannkyninu. Þetta er mannremba í öllu sínu veldi. Vonandi þroskast þú og þínir líkir einhverntíman úr þessari sjálfhverfu.
Til hamingju með lífið.
Sigurberg (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 01:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.