Alltaf kemu betur í ljós

Að bankarnir og fjármögnunar fyrirtækin eru hrein glæpafyrirtæki. Þeir auglýstu í gríð og erg: "láttu okkur sjá um ávöxtunina" eða "við látum drauminn rætast" með fjármögnun, sem allir græða á. Ég var einn þeirra sem féll fyrir fagurgalanum, enda treysti ég "fagfólkinu" í peningamálum, og tók myntkörfulán. Nú sit ég uppi með myntkörfulán, sem er orðið tvisvar sinnum hærra en verðgildi veðsins, og sé enga augljósa leið útúr vandanum. Þrátt fyrir að hafa í tvígang lýst áhyggjum mínum að hækkandi höfuðstól á síðasta ári. Svarið var alltaf: "þetta hlýtur að lagast fljótlega, hafðu engar áhyggjur". Að lokum var ég kominn í þrot, draumurinn búinn, og það þrátt fyrir að "sérfræðingarnir" hafi alltaf fengið leyfi til að fara í gegnum fjármál mín, eins og reglan er, áður en lán var veitt.Þetta eru drullusokkar, og þeir unnu í skjóli Seðlabanka Íslands og ríkisstjórnarinnar, og ég vil meina að þeir séu ekkert annað en Landráðamenn !!
mbl.is Veittu fólki lán en veðjuðu á veikingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Hörmung, það má nú segja. Gilliboðin hjá bönkunnum. Kona sagði mer frá ömmu sinni. Bankastarfsmenn voru að hringja á DAS heimilið og elliheimilin til þess að fá gamlafólkið til þess að breyta sparifé sitt einhverja gilliboðs reikninga og bækur sem hefur allt tapast.

Bankastarfsmenn hafa leyfi til þess að skoða reikninga fólks og sjá hverjir eiga penninga. Síðan voru þeir að hringja í þetta fólk. Létu þetta fólk ekki í friði.

Það er eins og þetta tilræði var gert vísvitandi til þess að hala inn nóg að peningu fyrir hrun.

Önnur saga sem sonur manns sagði mer. Faðir sinn hafi tapað 40.000.000. Hann sagði að faðir hans er inn á geðdeild því hann fór yfirum vega tapsins. Þetta skeði fyrir jól.

Bankastjórar og bankaráð sem stóðu fyrir því að búa til þessi gilliboð ætti að skammasýn.

Sparifé hverfur ekki bara svona. Ég tel að bankarnir notuðu sparifé landsmanna til þess að greiða skuldir auðmanna og skuldir bankanna.

Anna , 12.1.2009 kl. 15:17

2 Smámynd: Halla Rut

Sammála.

Halla Rut , 12.1.2009 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband