Förum varlega.

Þá er nú mesta helgi Jólanna yfirstaðin, og fólk getur farið að verða "eðlilegt" á ný.

Ísraelar kusu að nota Jólin til að drepa nágranna sína. En við megum ekki gleyma að stríðið þar er fyrst og fremst pólítískt stríð, með hörmulegum afleiðingum, og að í þessum löndum býr fólk, sem þráir ekkert frekar en frið. Við megum ekki dæma alla Ísraela vegna þess, ekki gleyma heldur að skoðanir fólks þar eru mótaðar af því sem þeim hefur verið innrætt af pólitíkusum og prestum í mannsaldra. Svipaðir hlutir hafa gerst, og eru ennþá að gerast út um allan heim, en vegna staðsetningar Ísrael, og mikilvægi landsins í trúarbragða sögunni, horfir fólk frekar þangað en annað, þar sem svipaðir hlutir eru að gerast. T.d. eru hundruð, ef ekki þúsundir fólks drepin á hverjum degi víðsvegar í Afríku, og þar hafa þjóðarmorð átt sér stað, en ekki fengið sömu athygli og átökin í Ísrael. Jafnvel í Evrópu eru framin morð og illvirki af stjórnvöldum án þess að heilu þjóðirnar séu úthrópaðar.
Ég hef talsvert unnið með "venjulegum" ísraelum, ferðast um Ísland með þeim, og finnst þeir í engu frábrugðnir öðru fólki, reyndar finnst mér ísraelskir ferðamenn minna mikið á íslendinga: kröfuharðir, tillitslausir um siði annara, og háværir, alveg eins og t.d. íslenskir ferðamenn á Spáni. Ég hef orðið vitni að því, að annars sómakært fólk á Íslandi hefur sýnt gestum frá Ísrael fyrirlitningu og dónaskap eingöngu vegna þjóðernis þess, og hef meira að segja orðið vitni að því, að hótel hafa neitað ísraelum um þjónustu vegna þess eins að fólkið var frá Ísrael.

Eg ætla ekki að líkja saman gjörðir þeirra þrjátíu manna og þriggja kvenna, sem hér hafa valdið ómældum skaða og tjóni, og hafa jafnvel mannslíf á samviskunni, óbeint, og það, sem er að gerast í Ísrael.

En höfum hugfast, að okkur finnst í hæsta máta óeðlilegt að víð, almenningur skulum verða fyrir aðkasti útlendinga, og jafnvel vera hent út af gistihúsum fyrir það eitt að vera íslendingar.
Þó tókum við fullann þátt í útrásinni. Við glöddumst, og það hlakkaði jafnvel í okkur, þegar glæponarnir "okkar" keyptu stórmarkaði í Danmörku, og stofnuðu jafnvel dagblað þar, eða þegar þeir keyptu þekkt fyrirtæki í Bretlandi. Það var jafnvel haft í flimtingum að "við" værum að kaupa Danmörk og Bretland, og svona hálfpartinn gefið í skyn, að þeir væru aumingjar, sem ekkert kynnu, en "við" værum snillingar, sem gætum kennt þeim lexíu.
Og þessu trúði fólk, og veitti þessum glæponum orður, og þeir voru hylltir sem væru þeir þjóðhetjur.

Mér finnst að við ættum að fara varlega í að dæma heila þóð vegna gerða og skoðanna fárra glæpamanna. Og rétt eins og það er skammaryrði að vera "íslenskur útrásarvíkingur" eða seðlabankastjóri, skulum við sameinast í að gera "Ísraelska stjórnmálamenn" að skammaryrði, en hafa samúð með þeim þjóðum sem þjást vegna gerða glæpamannanna þar niðurfrá.


mbl.is Röð loftárása á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband