16.12.2008 | 00:44
Til varnar Reyni
Ég ætlaði að reyna að finna eitthvað til varnar Reyni, en eftir að hafa hlustað á, og horft á Kastljósið aftur, finn ég ekkert. Þetta er maðurinn, sem hélt uppi hörðum vörnum fyrir "upplýsingsskyldu" blaðamanna þegar barna perrinn á Ísafirði framdi sjálfsmorð í kjölfar fréttar DV.. Og núna segir hann sjálfur að þetta hafi svosem ekki verið nein "stórfrétt", en samt stoppaði hann hana til að "vernda blaðið" eða hvað? Hann nefnir stóra kalla og eigendur, og gefur í skyn, að þeir, eða einhverjir á þeirra vegum hafi stoppað fréttina.
Kannski er það bara rætin kjaftasaga, að hann hafi fengið íbúð í Skuggahverfi fyrir að vera leiðitamur. Eða hver á/átti Skuggahverfið ?
Það má velta því fyrir sér, hversvegna maðurinn, sem var holdgerfingur óvæginnar og óháðrar rannsóknarblaðamennsku er allt í einu orðinn leigupenni peningavaldsins.
Kannski er það bara rætin kjaftasaga, að hann hafi fengið íbúð í Skuggahverfi fyrir að vera leiðitamur. Eða hver á/átti Skuggahverfið ?
Það má velta því fyrir sér, hversvegna maðurinn, sem var holdgerfingur óvæginnar og óháðrar rannsóknarblaðamennsku er allt í einu orðinn leigupenni peningavaldsins.
Upptaka af útskýringum ritstjóra DV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei, þetta er annar maður. Sá sem hélt uppi vörnum fyrir fréttaflutninginn af Ísfirðingnum var Jónas Kristjánsson. Það varð hans svanasöngur í ritstjórastól. Skömmu síðar tóku hann og Mikael Torfason báðir pokann sinn með skömm og hafði farið fé betra. Nú virðist vera að koma í ljós að Reynir Traustason sé þeim engu skárri.
sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 06:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.