10.12.2008 | 19:41
Björgunarsveitina ??
Mér finnst vanta í fréttina hvernig bíll þetta var, var þetta bíll í atvinnurekstri?, voru þetta útlendingar á bílaleigubíl?, eða hvað?.
Mér finnst að það eigi að meta hvert atvik fyrir sig, og rukka fyrir aðstoðina eftir atvikum.
Akstaðaá getur orðið erfið á vetrum, og hefur verið það undanfarin ár, og ætti ekki að dyljast nokkrum manni sem að henni kemur. Auðvitað átti að bjarga fólkinu úr háska, en ég set spurningamerki við að bjarga bílnum á þurrt, fyrir ekki neitt.
T.d. ef um atvinnubíl hefur verið um að ræða, ætti að rukka.
Ef um bílaleigubíl er að ræða á að rukka, bílstjórarnir vita að þeir eru ekki tryggðir í ám.
O.s.fr.v.
Nú á krepputímum, þurfa allir að leggjast á eitt með að spara, og ég er næstum því viss um að það verður samdráttur í flugeldasölu um þessi áramót. Svo eru allir aðrir sem eru á markaðinum, (ég vona að sem flestir versli við björgunarsveitina sína).
Rekstur Björgunarsveitanna hefur verið erfiður undanfarin ár, og ekki lítur neitt betur út nú, svo mér finnst að þær eigi ekki að leggja útí meiri kostnað en nauðsynlegt er, til að bjarga mannslífum.
Mér bara finnst þetta.
Mér finnst að það eigi að meta hvert atvik fyrir sig, og rukka fyrir aðstoðina eftir atvikum.
Akstaðaá getur orðið erfið á vetrum, og hefur verið það undanfarin ár, og ætti ekki að dyljast nokkrum manni sem að henni kemur. Auðvitað átti að bjarga fólkinu úr háska, en ég set spurningamerki við að bjarga bílnum á þurrt, fyrir ekki neitt.
T.d. ef um atvinnubíl hefur verið um að ræða, ætti að rukka.
Ef um bílaleigubíl er að ræða á að rukka, bílstjórarnir vita að þeir eru ekki tryggðir í ám.
O.s.fr.v.
Nú á krepputímum, þurfa allir að leggjast á eitt með að spara, og ég er næstum því viss um að það verður samdráttur í flugeldasölu um þessi áramót. Svo eru allir aðrir sem eru á markaðinum, (ég vona að sem flestir versli við björgunarsveitina sína).
Rekstur Björgunarsveitanna hefur verið erfiður undanfarin ár, og ekki lítur neitt betur út nú, svo mér finnst að þær eigi ekki að leggja útí meiri kostnað en nauðsynlegt er, til að bjarga mannslífum.
Mér bara finnst þetta.
Þremur bjargað úr bíl í Akstaðaá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég myndi ekki vilja vera í nefndinni sem skæri út um hver að fá fría björgun og hverjir ætti að borga. Sumum finnst nefninlegaað ætti að rukka alla ferðamenn sem þarf að bjarga, sumum finnst réttlátt að rukka útlendinga, sumum finnst réttlátt að rukka vélsleðamenn á ferð um hálendið og þá jeppamenn. Sumum finnst meira að segja að það ætti að rukka rjúpnaskytturnar.
Hrædd um að við værum í erfiðum málum.
Annars bara hafðu það gott
Anna Guðný , 10.12.2008 kl. 20:12
Já, ég á svo sem ekki von á að það yrði auðvelt að ákveða það. En bíll í Aksstaðaá, er ekki beint björgunarsveitamál, finnst mér, nema fólkið hafi verið í bráðri lífshættu, sem ég efast um. Nær hefði verið að fá eitthvert verkstæðið á Hvolsvelli eða Hellu, eða bara einhvern vörubílsstjóra til að draga bílinn á þurrt, gegn gjaldi.
Börkur Hrólfsson, 10.12.2008 kl. 20:59
Þetta er nú bara bull, það á bara ekki að rukka nokkurn einasta kjaft útaf svona. Ef maður á bíl í atvinnurekstri væri fastur í á einhverstaðar og vissi að sennilega yrði hann rukkaður ef hann færi fram á aðstoð frá opinberum björgunaraðila, dregur hann það eins lengi og hann getur að hringja þangað og hringir sennilega frekar í einhvern vin sinn sem á jeppa. Á meðan vinnur tíminn gegn honum og hann sennilega kominn í mun meiri hættu ef vinurinn tefst umtalsvert.
Krummi, 10.12.2008 kl. 21:29
Ef menn vissu af því að þeir þyrftu að borga fyrir svona björgun þá myndu þeir kannski sleppa því að koma sér í svona vitleysu.
Mér finnst það bara allt of dýrt að vera að halda þessum björgunarsvveitum uppi fyrir einhverja jeppakalla og dellukalla sem eru að koma sér í óþarfa vandræði.
Það er alger óþarfi að koma sér í svona vitleysu.
Auðvitað þarf á björgunarsveitunum að halda t.d. í snjóflóðum og einhverju álíka en það að þær skuli vera úti nánast alla daga út af vitleysu er bara út í hött.
hmm (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 22:05
Hvað gerum við við þá sem geta ekki borgað fyrir björgun ? Tölum við um hinn hræðilega atburð sem átti sér stað þegar allir drukknuðu vegna þess að þeir sem vantaði aðstoð voru blankir og hringdu í vini sín og báðu þá að koma að hjálpa sér en vinirnir töfðust.Þetta er bara eitt dæmið enn Björgunarsveitir hjálpa öllum.Sama hvort þeir eru kjánar að mati einhverja eða bara venjulegir óheppnir menn.Þær hugsa fyrst og fremst um að bjarga náunganum og meiri segja verðmætum þegar þörf er á.
Einar Oddur Ólafsson, 10.12.2008 kl. 22:13
Einhvernveginn held ég að enginn hafi verið í lífshættu þarna. Að sjálfsögðu ætlast enginn til að rukkað sé fyrir að bjarga fólki úr lífshættu. En það sem ég meinti var að ég set spurningamerki við að eyða tíma og litlum fjármunum björgunarsveita við að bjarga bílnum, svona nánast í byggð.
Hvaða slys ert þú að vitna í Einar ?
Börkur Hrólfsson, 11.12.2008 kl. 01:53
Björgunarsveitirnar eiga ekki að taka að sér uppeldishlutverk gagnvart almenningi með því að neita að bjarga "ösnum" sem koma sér í vondar aðstæður að óþörfu, þær eiga bara að vera til staðar fyrir alla eins og þær hafa verið hingað til. Ef það er tekinn sá póll í hæðina að þær geti ákveðið að hjálpa bara sumum stundum þá er konseptið bara dautt og alveg eins hægt að leggja sveitirnar niður og láta eitthvað ríkisapparat taka yfir hlutverk þeirra.
Bjarki (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.