1.12.2008 | 18:22
Farin að undirbúa kosningar
Eitthvað finnst mér Svika - Solla vera farin að undirbúa kosningar.
Óvarlega talað í upphafi bankakreppunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar Ingibjörg Sólrún oppnar munninn þá er hún ekki að tala til þjóðarinnar (því hún er ekki til) Ingibjörg Sólrún.... við hvern ert þú að tala þegar þú flytur svona ræðu?
J.Þ.A (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:35
Ég held að þið ættuð að beina reiðinni í réttan farveg, eða eruð þið svo heilaþvegnir af toppunum í Sjálfstæðisflokknum að þið getið ekki sagt neitt annað en ,,helvítis kerlingin"?
Það er ömurlegt að 20-30% þjóðarinnar skuli vera svo límd við þetta batterí sem er búið að koma þjóðinni á hausinn að það geti ekki sett sér sjálfstæða skoðun. Börkur, leggstu ánægður á koddan á hverju kvöldi og hugsar ,,já ég hef sko kosið rétt öll þessi ár, ég hef sko stuðlað að því með mínu atkvæði að hér væru við völd menn sem huga vel að því að millifæra eignir og fé til valinna einstaklinga í formi sérhagsmuna og spillingar"? Það væri réttast að þeir sem hafa kosið þessa glæpamenn yfir sig fengju reikninginn fyrir öllu fjandans bullinu. Óheiðarleikinn hefur verið hrikalegur og við þegnar þessa lands eigum ekki að sætta okkur við svona framkomu. Mannaráðningar og eignatilfærslur eru ógeðfeldar. Núna síðast tók Ingibjörg Sólrún sig til og réði vinkonu sína í sendiherrastöðu og enginn sagði neitt. Ótrúlegt. Davíð og Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið ruddalegur hvað varðar mannaráðningar og þá má ekki gleyma því hvernig Davíð réði sjálfan sig í embætti, hvernig Hæstiréttur hefur verið skekktur með innmúruðum frjálshyggjugeðsjúklingum, og hvernig sonur Davíðs fékk svo feitt embætti að launum fyrir það hvers son hann var. Þeir sem halda öðru fram eru annað hvort blindir á þessa spillingu sem viðgengst hefur hér á landi, eða þeir eru óheiðarlegir. Árni Matt gaf út þá yfirlýsingu að menn ættu ekki að lýða fyrir það hverra manna þeir væru, en ég spyr þá líka hvort menn eigi að hagnast fyrir það hverra manna þeir eru. Ég kaus einu sinni Sjálfstæðisflokkinn, ég myndi í dag frekar láta líf mitt en að kjósa óheiðarleika. Hvað með þig?
Valsól (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.