Reikningur

Reikningur er kannski ekki mín sterkasta hlið, en er 12 ekki þriðjungi meira en 9 ?
mbl.is Innheimti fjórðungi of mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli þeir meini ekki: 12 milljónir deilt með 4 er jafnt og 3 milljónir.

3/4 af 12 milljónum er 9, en húseigandi borgaði 12. Þar með 3 milljónum meira eða 1/4 = fjórðungur :)

Hafsteinn Þór Guðjónsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 20:35

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Reikningur er þín sterka hlið

Haraldur Bjarnason, 19.11.2008 kl. 20:50

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Og 9 er fjórðungi minna en 12.

Haraldur Hansson, 19.11.2008 kl. 20:55

4 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Það var verið að tala um "meira", ekki satt ?.

Börkur Hrólfsson, 19.11.2008 kl. 20:57

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég skoðaði ekki fréttina - þetta var bara leikur að tölum; 12 er þriðjungi meira en 9 og 9 er fjórðungi minna en 12.

Haraldur Hansson, 19.11.2008 kl. 21:09

6 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Já auðvitað, ég á stundum erfitt með mig.

Ég á erfitt með að þola þegar eitthvað, sem hefur hækkað um 100%, er sagt helmingi dýrara. Eða þegar munurinn á prósentum og prósentustigum er ekki skýr: Er einn komma fimm (1,5) tuttugu og fimm (25) prósentum meira en einn komma tveir (1,2) ?, eða þremur (3) prósentustigum ?

Börkur Hrólfsson, 19.11.2008 kl. 21:17

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Þegar eitthvað hefur hækkað um 100% þá er það orðið helmingi dýrara! En þetta með ruglið á prósentum og prósentustigum getur verið hvimleitt.

Haraldur Hansson, 19.11.2008 kl. 21:25

8 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Ef það lækkar aftur um 100%, er það þá ekki helmingi ódýrara ?!

Börkur Hrólfsson, 19.11.2008 kl. 21:29

9 Smámynd: Haraldur Hansson

Reikningur er ekki þín sterkasta hlið.

"Helmingi meira" þýðir 100% meira, þ.e. "hálfu meira".  200 er hálfu meira en 100 og þ.a.l. helmingi meira en 100. Einhvern tímann hefur líklega verið sagt "að hálfu meira". Við verðum að halda í málvenjur.
Það er samt ekki rangt að nota "helmingi meira" líka um 50% aukningu þó hitt sé málvenjan.

Helmingi minna getur hins vegar aldrei orðið annað en 50% minna, svo ég verð að fella þig á prófinu. Sorrý.

Haraldur Hansson, 19.11.2008 kl. 21:37

10 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Úff, efitt, ef 50% aukning er "helmingi meira" og 100% aukning er líka "helmingi meira", skal mig ekki furða að hér sé fjármálakreppa. Við skuldum sennilega "helmingi meira" en við höldum.

Börkur Hrólfsson, 19.11.2008 kl. 21:44

11 Smámynd: Haraldur Hansson

Þarna ertu kominn með skýringuna á því hvers vegna þetta fór allt til fjandans! Menn hafa ekki haft í heiðri gamlar málvenjur og þá er ekki við því að búast að menn haldi í önnur gömul gildi heldur; ráðdeild, sparnað og fyrirhyggju.

Haraldur Hansson, 19.11.2008 kl. 21:53

12 identicon

Sko mamma kenndi mér að helmingshækkun er það sama og 100% hækkun

þriðjungshækkun er það sama og 50% hækkun

Fjórðungshækkun er þá 33% hækkun

fimmtungshækkun er 25% hækkun

Áður en prósentur komu til íslands þá virkaði kerfið þannig að ef að þú hækkaðir eitthvað um helming og lækkaðir það svo aftur um helming þá ertu kominn með það sama og þú varst með upphaflega. Þetta gildir ekki um prósentur þ.e. ef þú hækkar eitthvað um 100% og lækkar það aftur um 100% endarðu með núll sama hvað þú byrjaðir með. Mér þykir vera orðið nokkuð algengt að prósentuaðferðin smitist yfir á gömlu aðferðina enda fer stöðugt fækkandi fólki sem að skilur almenn brot. 

Sveinn (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 21:58

13 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Þannig að þetta ástand er ekki vegna óreiðu í peningamálum, heldur vegna lélegrar málfræði.

Börkur Hrólfsson, 19.11.2008 kl. 21:59

14 identicon

Það er engin furða að landinn er alltaf blankur þegar þið reiknið svona.

Ef vara á 100kr er seld á "helmingi meira" sem þá er 200kr og á "fimmtungs" afslætti þá ætti sama vara að kosta 150kr? Sem er þá "helmingi meira" en varan kostaði upphaflega....

En skv. reikningi sem kennd er í skólum í dag, og mér var kennd í þá daga, hefði sama vara átt að kosta 112,50kr með sömu tölum.

Ég ætti að fara og opna verslun með ykkar útreikningum.

Þórir (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 02:00

15 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

"Helmingi meira" þýðir 100% meira, þ.e. "hálfu meira".  200 er hálfu meira en 100 og þ.a.l. helmingi meira en 100. Einhvern tímann hefur líklega verið sagt "að hálfu meira". Við verðum að halda í málvenjur."

þetta mundi ég telja vitlaust.

100 er vissulega helmingi minna en 200.

en ef að ég á 100 og þú átt 200 þá átt því tvöfalt meira en ég.

ekki helmingi meira (en ég).

ef að ég ætti 100 og þú helmingi meira(en ég), þá ættir þú 150 

Árni Sigurður Pétursson, 20.11.2008 kl. 08:40

16 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Mér finnst það líka, en kannski er þessi mismunandi sýn á málið einmitt það sem er að.

Börkur Hrólfsson, 20.11.2008 kl. 20:14

17 Smámynd: Anna

100% er helmingi dýrara. Þannig skil ég þetta. Cheeríóss sem kostaði 345 kr er þá í dag 690 kr. Best að gefa bara krökkunum hafragraut og slátur.

Anna , 21.11.2008 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband